Síminn 4G í stað adsl2.

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf DJOli » Sun 20. Sep 2015 16:41

Sæl öll. Ég ætla bara að láta vita af því að ég ætla að fá að prófa 4G búnað frá Símanum sem mögulegt upgrade úr adsl2 búnaðinum sem ég er með.
Svona í snöggu bragði þá er adsl2 tengingin hjá mér sirka 16Mbps/1Mbps
Speedtest niðurstöður hér:
Mynd
Og skv. þjónustufulltrúa Símans er 4G 20-40Mbps í niðurhal og allt að 20Mbps í upphal.
Ég spurði spurninga eins og t.d. hvort tengingin "throttlist" ef verið er að sækja stórar skrár eins og t.d. tölvuleiki (gta 5 t.d. 50gb) og mér skyldist að svo væri ekki. Ef eitthvað þá myndi ég finna minna fyrir því á 4G en á adsl ef verið er að nota stórann hluta tengingarinnar í niðurhal.

Atriði sem ég er spenntur fyrir:
Verð
Adsl: 11.825 (borga línugjald í staðinn fyrir heimasíma, nota ekki netsjónvarp) með 600GB af gagnamagni.
4G: 9.990kr.- á mánuði með 300GB af gagnamagni.

Atriði sem ég er ekki spenntur fyrir:
Stærsti pakkinn sem boðið er upp á í 4G er einungis með 300GB af gagnamagni. Ég er ekkert allt of spenntur með það.
Ég þarf að kaupa beinir (router) og hann kostar frá 19.750kr.- til sirka 27.000kr.-


Ég mun svara þræðinum ef ég næ að semja við Símann um að fá að prufukeyra búnaðinn aðeins fyrst áður en ég fer í áskrift.
Þarf einnig að heyra í þeim varðandi meira gagnamagn. 300GB er ekki alveg að duga.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf wicket » Sun 20. Sep 2015 17:22

Eitt sem má ekki gleymast þegar kemur að mobile tengingum en gleymist þó oft.

Bandbreidd er deilt á milli notenda. Þegar margir nota sama farsímasendinn dreifist minnkar hraðinn og bandbreiddin þín því ekki tryggð eins og á xDSL/ljósleiðara tengingum. Þannig getur þinn hraði rokkað úr frábæru í lala hraða sem þú kannski verður ekkert sáttur með.

Fyrir mitt leiti getur 4G því ekki komið í stað týpiskra nettenginga nema fyrir þá sem nota netið í minna lagi. 5G getur það kannski þar sem bandbreiddin er þá það mikil að hver og einn fær þá ansi góðan hraða.

Að því sögðu er ég virkilega ánægður með 4G kerfið hjá Símanum, góður hraði almennt og mér finnst ég vera oftar í 4G sambandi en ekki.



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf DJOli » Sun 20. Sep 2015 18:54

Já það gæti svosem alveg passað. En það er gífurlegur minnihluti hér á svæðinu sem nýtir þennan 4G sendir sem síminn er að/er búinn að láta setja upp hér. Ofan á það eru bæjarbúar ekki það margir, og flestir (svo ég viti) hjá Nova/Vodafone.

Upp á samband/fjarlægð frá sendinum þá er ég svona tæplega 500-600m í beinni línu frá honum.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf AntiTrust » Sun 20. Sep 2015 19:24

Fyrir mitt leyti eru vandamálin með 4G net í staðinn fyrir landlínu aðallega þau, eins og wicket kemur inná að hraðinn þinn og overall stöðugleikinn á tengingunni fer eftir hversu margir eru að nota sendinn og hvað eru þeir að gera með tenginguna - sem og að öll netumferð er mæld. 300GB er ansi fljótt að hverfa hjá aktívum user. Ég er líka ansi viss um að ef 300GB er stærsta leiðin sem þeir bjóða uppá, þá gildir það fyrir alla, þú getur ekki dílað um e-rja spes pakkastærðir fyrir þig.

Þetta fer auðvitað eftir því hvað fólk er að gera á tengingunni sinni en persónulega tæki ég meira gagnamagn/órukkaða innanlandstraffík og meiri stöðugleika framyfir meiri hraða.



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf DJOli » Sun 20. Sep 2015 19:33

Ég þarf ekki að spá í stöðugleika. Hann hefur nær alltaf verið til staðar þau ár sem ég hef verið hjá símanum.
Mig vantar bara meiri hraða, og meira gagnamagn.
Þar sem ég bý er Ljósnet ekki í boði fyrr en á næsta ári einhverntíma, í fyrsta lagi.
Ljósleiðari er ekki að koma hingað fyrir almenning fyrr en svona 2020-2030 í fyrsta lagi, ef hann kemur þá.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf AntiTrust » Sun 20. Sep 2015 19:42

Þá þarftu í rauninni að vega og meta, hvort þú vilt meiri hraða og 300GB max eða minni hraða og allt að 3TB max.



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf DJOli » Sun 20. Sep 2015 19:59

Ég er svo pirraður. Ég er tæplega 150m frá "dropoffinu" á ljósnetinu :(


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf depill » Sun 20. Sep 2015 20:42

DJOli skrifaði:Ég er svo pirraður. Ég er tæplega 150m frá "dropoffinu" á ljósnetinu :(


Færðu þá samt ekki til að tengja VDSL, hefurðu prófað ? Ef þú ert í réttri símstöð ættu þeir alveg að geta tengt það og í versta falli þá detturðu bara til baka í ADSL2.



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Síminn 4G í stað adsl2.

Pósturaf DJOli » Sun 20. Sep 2015 23:56

depill skrifaði:
DJOli skrifaði:Ég er svo pirraður. Ég er tæplega 150m frá "dropoffinu" á ljósnetinu :(


Færðu þá samt ekki til að tengja VDSL, hefurðu prófað ? Ef þú ert í réttri símstöð ættu þeir alveg að geta tengt það og í versta falli þá detturðu bara til baka í ADSL2.



Góð pæling svosem. Ætla að prufa það á morgun.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|