Sælir vaktarar!
Mig vantar nokkrar upplýsingar varðandi 4 net og búnað. Ég er í návígi við 4g senda vodafone. Ég nota netið ekki mikið en samt sem áður er ég með vefmyndavélar sem uploada myndum á netið með vissu millibili, 1 - 5gb á mánuði myndi nýtast mér. Þeir hjá vodafone bjóða upp á
4g routera á um 20.000 kr með bindisamningi.
- Hver er upload-hraðinn á 4g neti?
- Hvernig eru þessir routerar hjá vodafone?
- Hefur einhver pantað 4g router að utan ( eða hér heima ) og hvað týpu þá?
Allar ráðleggingar eru vel þegnar
Nokkrar spurningar varðandi 4g net
-
- Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Mið 10. Okt 2012 15:22
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Nokkrar spurningar varðandi 4g net
Ég hef verið að nota 4G á Þingvöllum og náð 4 - 5 Mbps upp og niður. Þetta er mjög staðbundið samt og erfitt að segja nema prófa. Allir nýrri farsímar eru með 4G tengingu og það er auðvelt að finna app til að prófa hraðann.