Val á switch og wireless access point


Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 440
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Val á switch og wireless access point

Pósturaf biggi1 » Fim 06. Ágú 2015 14:32

Góðann dag.

Við hjá ungu og upprennandi auglýsingastofu erum að braska með að setja upp internet system hjá okkur.

Eins og er eru nokkur fyrirtæki á sama gangi sem deila ljósleiðara hjá Símafélaginu og notast þau við Cisco 800 router sem er ekki með wireless tengi möguleika.

Það sem okkur langar að gera er semsagt að tengja switch í hann, sem deilir neti niður á 6 tölvur með cat snúru, og wireless access punkt sem við stjórnum, helst græju sem skiptir niður tengingunni þannig að hægt væri að hafa fjögur mismunandi wireless network.
Basicly þannig að ef gestir kæmu, gætu þeir tengst gesta neti.

Við erum að reyna að halda kostnaði í lágmarki, en viljum þó ekki kaupa eitthvað andvana drasl.

eins og er erum við að skoða þennann switch hér: https://tolvutek.is/vara/trendnet-8-por ... 0g-svartur

og þennann access punkt hér: https://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-7 ... cess-point

Einnig komum við til með að færa gögn á milli tölva og skiptir gagnaflutningshraði miklu máli á þeim tölvum sem eru tengdar beint við switch-inn.
Var að vinna hjá öðru fyrirtæki sem hraðinn náði hæst 100MB á sec. Mun þessi switch höndla þá traffík?

Ég er ekki fróðastur manna um netkerfi og leita til ykkar með hvort þetta sé yfir höfuð hægt með þessi tæki, og hver ávinningurinn sé að versla dýrari tæki.

Sólskinskveðjur; Birgir



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Val á switch og wireless access point

Pósturaf andribolla » Fim 06. Ágú 2015 19:15

Sæll
Eg myndi frekar skoða svona unifi sendir

http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 20647.aspx




Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 440
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Val á switch og wireless access point

Pósturaf biggi1 » Fim 06. Ágú 2015 19:33

Skiptir þessi niður tengingunni, þannig að þú getur valið aðaltengingu eða gestatengingu? og getur hann skipt henni niður í 4 hluta?

var að reyna að finna upplýsingar um það í manualinum en botna ekki neitt í honum.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Val á switch og wireless access point

Pósturaf arons4 » Fim 06. Ágú 2015 21:15

biggi1 skrifaði:Skiptir þessi niður tengingunni, þannig að þú getur valið aðaltengingu eða gestatengingu? og getur hann skipt henni niður í 4 hluta?

var að reyna að finna upplýsingar um það í manualinum en botna ekki neitt í honum.

Þessi fídus kallast vlan(virtual lan). Búnaður sem styður það er yfirleitt töluvert dýrari. Sýnist á öllu að UniFi punkturinn styðji það. Ciscoinn styður það líka en switchinn þarf að gera það líka(nema þú fáir tvö port á routernum).

4 Vlön hljómar mjög svo overkill fyrir fyrirtæki þar sem eru 6 snúrutengdar tölvur. Hef ekki notað svona unifi punkta þannig ég veit ekkert um það, en það er ekki allra að forrita cisco.




Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 440
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Val á switch og wireless access point

Pósturaf biggi1 » Fös 07. Ágú 2015 14:46

Ég endaði á að kaupa unify sendinn sem andribolla benti mér á, og gæti ekki verið sáttari. Þvílíkt þægileg græja.
Takk fyrir hjálpina :)



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Val á switch og wireless access point

Pósturaf andribolla » Fös 07. Ágú 2015 18:22

Fyrirtækið sem eg er hja er amk buið að vera að setja upp svona senda i tugatali, amk i einn menntaskola, heimavist, banka og á hotelum. Og allir mega sattir. :)
Er ekki enþa búin að fa mer svona heim en það er a dagskranni :)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á switch og wireless access point

Pósturaf hagur » Fös 07. Ágú 2015 21:27

Ég er með svona Unify sendi heima og þetta er bara WIFI heaven.