Er búin að vera með Roku 3 og Unblock-Us.com í nokkur ár, aldrei neitt vesen. Eitthvað breyttu þeir svo menu dæminu á Telnet en ég náði að finna út úr því eftir smá fikt en svo í dag datt þetta út og eins og venjulega þá hefur verið nóg að Telneta sig bara inn og setja aftur inn DNS-inn með dns server route add, stundum hef ég þurft að bæta mapadd við en ekki alltaf, nema hvað þegar ég er búin að setja hann inn þá krassar allt net sem er tengt með snúrum hérna en þráðlaust virkaði á einum laptop en ekki android paddinum sem dæmi.
Héldum fyrst að routerinn væri eitthvað bilaður, hringdum í Símann og var sagt að þeir hefðu verið að skipta yfir í ljósnetið í nótt hjá Símanum þannig þeir báðu okkur að koma niðreftir og sækja nýjan router sem við gerðum, héldu að það væri bara eitthvað conflict með gamla og nýju uppfærsluna. Hann kom inn án vandræða og netið í lagi á öllum vélum bæði snúrum og þráðlausum, nema hvað um leið og ég reyni að Telneta og flusha og adda nýjum dns-um þá krassar allt net hérna og ekkert virkar og ég fæ ennþá bara að ég sé ekki í réttu region til að mega nota Netflix og Hulu.
Hefur einhver hugmynd um hvað vandamálið gæti verið. Ég er búin að restarta öllu hægri vinstri, flusha og adda, ekki flusha heldur bara adda osfrv osfrv.
Á ég að fylla eitthvað inn í src og src mask? Eða einhverjar aðrar stillingar sem ég þarf að bæta við svo þetta gangi upp? Allar hugmyndir vel þegnar