Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Allt utan efnis

Höfundur
Klukk
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fim 12. Ágú 2010 17:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf Klukk » Fim 04. Jún 2015 12:17

Þekkið þið eitthvað til þessara mála eða hafið reynslu af þessu?

Ljósleiðarinn verður lagður meðfram hituveitulögn sem lögð verður í hús hérna í sveitinni
en til þess að þitt hús verði tengt þarft þú að samþykkja bindandi tilboð og greiða stofngjald að upphæð kr. 186.000,- m/vsk.


Við framkvæmdina þarf að plægja ljósheimtaug inn í hús og setja upp inntaksbox. Þegar þjónusta er pöntuð á ljósleiðarann verður settur upp búnaður, svokölluð ONT-a þar sem þjónustuveitandi getur tengst með sinn búnað


Ekki get ég séð að tekið sé skýrt fram hvort að ljósheimtaugin verður lögð í sama skurði og hitaveitulögnin upp að húsinu (~100 m) eða hvort plægður verði sér skurður fyrir hana.
--Ekki heldur hvort að þessi heimtaug er ljósleiðari eða koparvír-- Það er smávegis verðmunur að þeim efnum

Er þetta ekki ansi ríflegt stofngjald að ykkar mati?

Um ljósleiðarann býðst að lágmarki 100Mb/s internettenging auk annarrar þjónustu sem er í boði á neti Mílu ...


Er ljósveita Mílu = ljósnetstenging fyrir viðskiptavin?




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf arons4 » Fim 04. Jún 2015 12:50

Er nothæf símalögn inn í húsið hjá þér? Ef já þá er þetta alveg örugglega ljósleiðari. Hvort þetta verði lagt með fram hitaveitu inntakinu eða ekki fer alveg örugglega eftir því hvort hentar verktakanum betur og breytir því ekki að þeir þurfa að plægja hann niður. Best væri að hringja í mílu(örugglega eitthvað númer á þessum pósti sem þú fékkst) og spyrjast út í þetta.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf wicket » Fim 04. Jún 2015 13:05

Fyrst að þeir tala um ONT-u að þá er þetta ljósleiðari, ekki ljósveita/ljósnet/vdsl.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf depill » Fim 04. Jún 2015 13:45

Þetta er ljósleiðari. Og miðað við að þú talar um að þú sért í sveit ef ég skil þetta rétt, hljómar stofngjaldið bara ágætlega hóflegt ( sveitarfélagið líklegast ekki að taka þátt í kostnaði við lagningu )




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 75
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf playman » Fim 04. Jún 2015 13:46

Oft vinna þessir tveir aðilar saman. allaveganna hérna á Akureyri, þá Tengir og Norðurorka.
Ég umturnaði allri lóðinni minni í fyrra og tók inn nýja heita/kalda lögn inní húsið, ég hringdi í Tengir og lét þá vita af
því að það væri verið að rífa upp alla lóðina hjá mér og spurði hvort að þeir gætu ekki tengt mig við ljósleiðarann, en
ég fékk neitun þar sem að ekki væri byrjað að tengja mína götu, en þeir sögðust ætla að leggja samt fyrir honum útí götu með
lögnunum, svo á bara eftir að koma í ljós hvað ég verð rukkaður þegar að ljósið kemur í götuna mína.

Ef þú myndir reyna að láta Mílu og OR vinna verkið samann þannig að OR grefur skurðin og Míla leggur svo ljósið
þá ætti þetta að vera ódýrara fyrir þig þar sem að Míla þarf ekki að mæta með jarðýtu með plóg og þurfa að plægja fyrir honum.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf Benz » Fös 12. Jún 2015 10:23

Hvar er Míla að leggja ljósleiðara og innheimta stofngjald upp á 186.000 krónur?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf tdog » Sun 14. Jún 2015 12:30

Þetta er í einhverjum afdal, líklegast.

~200 þús finnst mér ekki mikið fyrir leigu á gröfu og vinnu gröfukalla í einhverja daga, tæknimanna í einn dag og fyrir búnað til að koma einu húsi inn á dreifikerfi.




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf Benz » Mið 24. Jún 2015 15:54

wicket skrifaði:Fyrst að þeir tala um ONT-u að þá er þetta ljósleiðari, ekki ljósveita/ljósnet/vdsl.


Ljósveita er samheiti fyrir VDSL & GPON hjá Mílu, sjá á heimasíðu þeirra:
http://www.mila.is/ljosveitan/




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Míla leggur ljósleiðara - stofngjald 186.000 krónur

Pósturaf Blackened » Mið 24. Jún 2015 17:52

Þetta er hóflegt gjald finnst mér ef að þú ert út í sveit.. og það er ekkert ólíklegt að sveitarfélagið sé að taka þátt í kostnaði

Ef að við gefum okkur 2 kalla í vinnu í einn dag og gröfu (sem er hóflega áætlað) plús efni (þaðer rör, ljósleiðara og ljósbreytu) þá er krónutalan rosa fljót að hoppa yfir 200þús..

Og síðan á eftir að plægja rörið/kapalinn á milli bæja og koma upp tölvuskáp einhverstaðar miðlægt og græja svissa ofl.. þá er þetta alls ekkert svo dýrt

Og síðan má geta þess að einstaklingar geta fengið 60% af VSK endurgreiddann af svona framkvæmdum :)