Sælir
Ég er að lenda í vandræðum með þráðlausan endabúnað sem ég keypti frá Alla frænda í Kína.
http://www.aliexpress.com/item/Free-Shi ... 97081.html
Site A - subnet 192.168.1.1/24 - Apparatið með ip tölu innan subnets
Site B - Subnet 192.168.1.1/24 - Apparatið með ip tölu innan subnets
Site C - Subnet 192.168.2.1/16 - Apparatið með ip tölu á 192.168.1.1 subnetinu
Ég er búinn að prófa stöðina á þrem stöðum. Á tveimur veldur hún því að netið fer alveg á hliðina og allt net samband við umheiminn tapast en á einum er allt í glymrandi lagi. Þar sem þetta er í lagi (heima hjá mér - site C) er netmaskinn 16 bita, en á hinum stöðunum er router frá símafélögum og default netmaski er væntanlega 24 bita. Ég elti subnetið á báðum stöðum þar sem búnaðurinn virkar ekki og setti inn fasta ip tölu á apparatið innan subnetsins. Þegar græjan er búin að vera við í smá stund dettur allt netsamband út þar til ég fjarlægi hana af netinu. Hér heima stakk ég apparatinu í samband og græjan virkar eins og hún á að gera, þ.e. tekur inn þráðlaust signal og endurvarpar nýju þráðlausu neti. Tölvur og símar tengjast svo í gegnum græjuna og fá úthlutað ip tölu frá DHCP þjóninum á routernum á grunnnetinu.
Hvað halda menn um þetta? Þarf græjan að sitja utan subnetsins sem það tengist við? Það er það eina sem ég get látið mér detta í hug að sé öðruvísi í grunninn milli þessara staðsetninga
Þráðlaus búnaður stoppar net
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
Það er kveikt á DHCP þjónustu í vörunni frá alla frænda...
The simplest explanations are often the best
The simplest explanations are often the best
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
Já og Nei.
Ég prófaði að hafa kveikt og úthluta ip tölu utan DHCP pottsins sem routerinn er að úthluta úr og prófaði að slökkva á DHCP. Engin breyting.
Ég prófaði að hafa kveikt og úthluta ip tölu utan DHCP pottsins sem routerinn er að úthluta úr og prófaði að slökkva á DHCP. Engin breyting.
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
Er þá apparatið ekki með static tölu? 192.168.1.1 sem svo óheppilega vill til að sé gatewayið á netum A og B. Net C er einnig 192.168.1.1, nema bara /16. Gatewayið á því neti er líklegast 192.168.2.1
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
Nei, valdi 192.168.1.200, forðist .1 og .254, Gateway á neti A og B var 192.168.1.1 en 192.168.2.1 á neti C. Ég er að hugsa um að gera tilraun og setja 16 bita netmaska á net B og athuga hvort að þetta gangi þá upp með sendinn utan aðal-subnetsins. Eins og hann er að fúnkera núna hjá mér á neti C, þ.e. sendir er 192.168.1.200 og er eina tækið á því subneti.
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
Netbúnaður sem að á gera einhverja vinnu á neti þarf að vera á sama subneti og default-gateway. Til dæmis með Site A hjá þér þá eru ip tölu range á því frá 192.168.1.1 upp í 192.168.1.254 mismunandi á milli ISP-a hvar þeir setja default-gateway en allavega ofast á fyrstu eða síðustu ip tölunni í subnetinu.
Router getur verið að afhenda ip tölur á DHCP úr öllu scope-inu þannig að þegar er sett ip tala á AP eða annan búnað að vera viss um að talan sé fyrir utan það scope sem að DHCP server er að gefa út hjá sér einnig þarf að passa að ekki sé verið að nota þá ip tölu annarsstaðar.
DHCP server úthlutar t.d. frá 192.168.1.30 uppí 192.168.1.100 þá eru allar tölur þar fyrir utan þ.e. 192.168.1.2 uppí 192.168.1.29 og 192.168.1.101 uppí 192.168.1.253 lausar fyrir að setja annan búnað inn t.d. AP, Nas og servera
Subnetið sem að er á Site C hjá þér er rosalega stórt það nær frá 192.168.1.1 uppí 192.168.255.254 þannig að þar er aftur spurning hvar DHCP server að úthluta ef að t.d. DHCP er að úthluta eftir gateway hjá þér þ.e. eftir 192.168.2.1 þá er 192.168.1.200 ekkert verri en hver önnur tala svo lengi sem að ekkert annað er á henni en aftur þarna eru 65534 notanlegar ip tölur þannig að það eru pínu hverfandi líkur á því að tveir lendi saman.
Svo að ég taki nú saman þá grunar mig að þetta sé broadcast stormur þannig að netið leggist á hliðina á þessum tveimur subnetum (Site A og Site B) eins og þú ert að lýsa þessu.
Það sem að ég myndi prufa kostar kannski mikla handavinnu er að setja fastar ip tölur á hvert tæki sem annars væri að fá úthlutað frá DHCP af viðkomandi subneti, slökkva á DHCP og sjá hvort að netið leggist á hliðina.
Mbk
Valdi litli
Router getur verið að afhenda ip tölur á DHCP úr öllu scope-inu þannig að þegar er sett ip tala á AP eða annan búnað að vera viss um að talan sé fyrir utan það scope sem að DHCP server er að gefa út hjá sér einnig þarf að passa að ekki sé verið að nota þá ip tölu annarsstaðar.
DHCP server úthlutar t.d. frá 192.168.1.30 uppí 192.168.1.100 þá eru allar tölur þar fyrir utan þ.e. 192.168.1.2 uppí 192.168.1.29 og 192.168.1.101 uppí 192.168.1.253 lausar fyrir að setja annan búnað inn t.d. AP, Nas og servera
Subnetið sem að er á Site C hjá þér er rosalega stórt það nær frá 192.168.1.1 uppí 192.168.255.254 þannig að þar er aftur spurning hvar DHCP server að úthluta ef að t.d. DHCP er að úthluta eftir gateway hjá þér þ.e. eftir 192.168.2.1 þá er 192.168.1.200 ekkert verri en hver önnur tala svo lengi sem að ekkert annað er á henni en aftur þarna eru 65534 notanlegar ip tölur þannig að það eru pínu hverfandi líkur á því að tveir lendi saman.
Svo að ég taki nú saman þá grunar mig að þetta sé broadcast stormur þannig að netið leggist á hliðina á þessum tveimur subnetum (Site A og Site B) eins og þú ert að lýsa þessu.
Það sem að ég myndi prufa kostar kannski mikla handavinnu er að setja fastar ip tölur á hvert tæki sem annars væri að fá úthlutað frá DHCP af viðkomandi subneti, slökkva á DHCP og sjá hvort að netið leggist á hliðina.
Mbk
Valdi litli
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
áttu ekki gamlann höbb sem getur sett á milli AP og routers og skoðað traffíkina í wireshark í annari vél ... ?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Þráðlaus búnaður stoppar net
Þessar græjur virðast geta verið bæði í hlutverk router með dhcp þjón (og nota þá væntanlega WAN portið) og hinsvegar í hlutverk wifi AP/repeater og nota þá líklega bara LAN portið.
Ef þú ert að nota þetta sem repeater sem mér sýnist af lýsingunni - eða sem AP - þá skiptir ip tala eða maski á þessari græju engu máli nema fyrir aðgang að mangament á græjunni - þ.e. hún hefur ekki áhrif á umferð sem fer um græjuna.
Ég myndi bara tryggja að slökkt sé á DHCP í þessari græju - setja hana rétt upp fyrir repeater eða ap hlutverk - og nota bara LAN portið ef hún er tengd með vír. Líklega getur þú valið á láta græjuna taka ip tölu frá router - eða þú getur fest tölu á henni og tryggja þá bara að að það sé laus tala.
Kv, Einar.
Ef þú ert að nota þetta sem repeater sem mér sýnist af lýsingunni - eða sem AP - þá skiptir ip tala eða maski á þessari græju engu máli nema fyrir aðgang að mangament á græjunni - þ.e. hún hefur ekki áhrif á umferð sem fer um græjuna.
Ég myndi bara tryggja að slökkt sé á DHCP í þessari græju - setja hana rétt upp fyrir repeater eða ap hlutverk - og nota bara LAN portið ef hún er tengd með vír. Líklega getur þú valið á láta græjuna taka ip tölu frá router - eða þú getur fest tölu á henni og tryggja þá bara að að það sé laus tala.
Kv, Einar.