Fjartenging við NAS


Höfundur
S682
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 08. Jan 2015 15:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fjartenging við NAS

Pósturaf S682 » Fim 08. Jan 2015 15:13

Heil og sæl
Ég er nú ekki mikil tölvukall svo að ég er í vandræðum við að tengjast ZyXel NAS320S frá öðrum tölvum en þeim sem eru á heimanetinu hjá mér, næ ekki að komast inná NASinn frá vinnustað mínum. Því spyr ég hvað þarf ég að gera til að geta komist í samband við hann hvaðan sem er frá?

Með þökk
Ómar




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Fjartenging við NAS

Pósturaf AntiTrust » Fim 08. Jan 2015 15:26

Hvernig ertu að reyna að tengjast flakkaranum úr vinnunni? Bara beint inn á SMB/network share?




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Fjartenging við NAS

Pósturaf slapi » Fim 08. Jan 2015 15:46

Já vantar hvernig þú ert að reyna að tengjast.

Ertu með fasta ip-tölu heima hjá þér?
Ef ekki þá er sniðugt að setja upp DDNS (held að þetta nas styðji það) til að fá fastan punkt til að tengjast við.
Einnig ef þú ert að reyna að tengjast web interface-inu eða hverju sem er þarftu að vera viss um að það sé opið fyrir það port á routernum hjá þér




Höfundur
S682
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 08. Jan 2015 15:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fjartenging við NAS

Pósturaf S682 » Fim 08. Jan 2015 17:09

Ég er bara að reyna nota nasinn sem ský fyrir mín skjöl og myndir. Ég er nú ekki kominn með fasta ip tölu en stefni á það ef það er eitthvað betra. En ef ekki er föst ip hvaða leið er þá best? Mbk Ómar




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Fjartenging við NAS

Pósturaf slapi » Fim 08. Jan 2015 17:37

Þá er DDNS málið, þú verður bara að skoða hvað búnaðurinn þinn styður.
Margar NAS græjur hafa eitthvað function yfir þetta eins og t.d. Synology bíður uppá þetta þannig að þú getur verið með "mittnafn".synology.me á frekar einfaldan hátt. Þetta lén uppfærist þá þegar tengingin þín skiptir um ip-tölu.
http://en.wikipedia.org/wiki/Dynamic_DNS