Uppfærsla á tölvu


Höfundur
PurePowder
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Mið 31. Des 2014 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á tölvu

Pósturaf PurePowder » Lau 03. Jan 2015 20:01

Á tölvukassa sem mig langar að uppfæra í betri tölvu.
Er þetta gott miðað við peninginn og passar þetta allt saman?

Mynd



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á tölvu

Pósturaf MatroX » Lau 03. Jan 2015 20:29

átt aldrei að spara svona í aflgjafa, þetta lítur vel út fyrir utan það


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á tölvu

Pósturaf Klemmi » Lau 03. Jan 2015 20:38

Tek undir með Matrox, lítur ágætlega út ef litið er framhjá aflgjafanum, og já, þetta ætti allt að passa saman.

Ég hef þó einnig slæma reynslu af Mushkin SSD diskunum (há bilanatíðni), læt hér fylgja sambærilegan búnað frá Tölvutækni, kostar um 10þús krónum minna en er að mínu mati vandaðari. Athygli skal þó vakin á að móðurborðið er full ATX en ekki micro ATX, ef það er vandamál sökum kassa er lítið mál að velja annað borð.

Það skal þó taka fram að ég er fyrrum starfsmaður og er því mögulega hlutdrægur, mæli því með því að þú gerir verðsamanburð.
Viðhengi
Capture.PNG
Capture.PNG (257.47 KiB) Skoðað 767 sinnum




Höfundur
PurePowder
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Mið 31. Des 2014 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á tölvu

Pósturaf PurePowder » Lau 03. Jan 2015 23:29

Klemmi skrifaði:Tek undir með Matrox, lítur ágætlega út ef litið er framhjá aflgjafanum, og já, þetta ætti allt að passa saman.

Ég hef þó einnig slæma reynslu af Mushkin SSD diskunum (há bilanatíðni), læt hér fylgja sambærilegan búnað frá Tölvutækni, kostar um 10þús krónum minna en er að mínu mati vandaðari. Athygli skal þó vakin á að móðurborðið er full ATX en ekki micro ATX, ef það er vandamál sökum kassa er lítið mál að velja annað borð.

Það skal þó taka fram að ég er fyrrum starfsmaður og er því mögulega hlutdrægur, mæli því með því að þú gerir verðsamanburð.

Takk fyrir stórglæsileg svör.
En er 400W aflgjafi nógu öflugur ef það verða bætt við auka 8GB vinnsluminnum seinna?




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á tölvu

Pósturaf Tesy » Sun 04. Jan 2015 04:02

Hérna er betra build:
CPU: Intel Core i5 4690 (33.950kr)
MOBO: MSI Z97-PC Mate (20.950kr)
RAM: 8GB Corsair VAL 2x4GB 1600mhz(13.950kr)
GPU: MSI GeForce 760GTX (37.950kr)
SSD: 250GB Samsung 840 EVO (22.950kr)
HDD: 2TB Seagate ST2000DM001 (13.750kr)
PSU: Corsair CX600 (12.750kr)

SAMTALS: 156.250 kr

Þarna ertu að fá fyrir eiginlega sama pening:
- 8gb RAM í stað 4gb (4gb er alltof lítið í dag)
- GTX760 í stað GTX750 ti (Myndi ekki fara í lægra en GTX760)
- PSU frá corsair sem þú getur treyst á í stað Inter-Fail.
- Stærra móðurborð (Athugaðu hvort að hann passar í kassan þinn, ef ekki þá geturu fundið minna móðurborð á svipuðu verði)
- Samsung EVO í stað Mushkin (Mæli með 840 EVO, á sjálfur tvo svoleiðis)

Þetta er allt frá att.is
Þú getur mögulega fengið þetta á aðeins minna ef þú kaupir hlutir á mörgum stöðum en það er mun þæginlegra að versla allt frá einni búð.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á tölvu

Pósturaf Klemmi » Sun 04. Jan 2015 10:42

PurePowder skrifaði:Takk fyrir stórglæsileg svör.
En er 400W aflgjafi nógu öflugur ef það verða bætt við auka 8GB vinnsluminnum seinna?


Þar sem GTX750Ti dregur mjög lítið rafmagn er 400W meira en nóg fyrir þetta setup. Hann myndi líka keyra GTX760 en á endanum gæti hann þó orðið takmarkandi fyrir uppfærslumöguleika og því aldrei verra að velja öflugri aflgjafa. Vinnsluminni hins vegar draga lítið rafmagn, það þarf helst að horfa á örgjörva og skjákort, hinir hlutirnir bæta nokkrum wöttum hér og þar en blikna í samanburði við þessa tvo hluti.

Ég tek undir með Tesy að það er langbezt að kaupa þetta allt á einum stað, þar sem ef eitthvað kemur upp á þá geturðu verið tryggur með að fara þangað með alla tölvuna í staðin fyrir að reyna fyrst að finna út hvaða íhlutur þá frá hvaða búð hafði klikkað.

Að sama skapi væri gaman að nýta mismuninn frá verðinu hjá Tölvutek og svo ódýrari verzlunum í það að fara upp í GTX760, ég er sjálfur með GTX750Ti og það er að keyra alla þá leiki sem ég er að spila, en þeir eru hins vegar ekki þeir kröfuhörðustu og valdi ég kortið út frá því hversu lítið rafmagn það dregur þar sem ég er að keyra tölvuna viftulausa. Ef þetta er aðallega hugsað sem leikjavél, þá er það góður punktur hjá Tesy að skoða með að fara upp í GTX760 :)
Viðhengi
Capture.PNG
Capture.PNG (245.24 KiB) Skoðað 667 sinnum