Pósturaf beatmaster » Mið 31. Des 2014 13:34
Það er væntanlega stutt í Vodafone líka, þetta rennir enþá frekar undir það sem að ég heyrði í sumar að innlendur aðili hafi verið á lokametrunum með að opna VOD þjónustu með svipaðar pælingar og Netflix, tala nú ekki um ef að Netflix sjálfir eru að fara að opna hérna.
Bottomline, sjónvarpsrisaeðlurnar eru í dauðateygjunum og þessi lokatilraun til að halda sér á lífi með því að troða sínu sjónvarpsefni niður kokið á neytendum til að gera heilbrigðri samkeppni lífið erfitt mun ekki skila sér, það verða ISP-ar sem að munu ekki telja allt og það munu verða VOD veitendur sem að munu veita það sem fólk vill sjá og eins og vanalega þá kjósa viðskiptavinirnir með fótunum og fara frá því sem að hentar þeim ekki.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.