Hvað er brot gegn persónuvernd?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf rapport » Þri 23. Des 2014 12:29

http://ruv.is/frett/greinargerdin-til-g ... undirritud

Er það að gleyma að setja nafn og dagss. undir skjal með perónuupplýsingum í áður en það er sent ítölvupósti?

eða

Senda skjal með persónuupplýsingum í tölvupósti?


Þó að lögreglan hafi heimild til að vinna / sýsla með þessi gögn, þá hefur hún enga heimild til að hafa svona arfaslakt verklag, að senda þessar upplýsingar með tölvupósti frá sér.


Væri ekki nær að stofnanir væru með einhverskonar dulkóðaða samskiptaleið / skjalasvæði með rekjanleika um hver opnar og skoðar gögn?

Hvaða lausnir eru í boði sem hægt væri að mæla með að lögreglan nýtti sér frekar?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf Viktor » Þri 23. Des 2014 13:33

Vandamálið þarna er líklega eins og annars staðar, mannekla og of lítið fjármagn. Þetta blessaða fólk er að reyna að gera sitt besta, og svona lagað getur komið upp á. Það væri klárlega gott ef hvert embætti væri með sérstakan sérfræðing til þess að fara yfir, riskoða og dulkóða efni sem er sent og tekið á móti.

En því miður vantar fjármagn.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf rapport » Þri 23. Des 2014 14:12

Samt, fólk sem sendir viðkvæmar persónuupplýsingar í e-mail á skilið að fá formlega áminningu.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf Bjosep » Þri 23. Des 2014 14:47

Hvað er það við þetta sem á að hafa verið brot á persónuvernd?

Það að skjalið hafi verið sent með tölvupósti?

P.S. Er ekki til dulkóðaður tölvupóstur? Piratebay menn tala allavega um að 2 af 3 hafi notað þannig í AFK myndinni



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf dori » Þri 23. Des 2014 14:51

Sallarólegur skrifaði:Vandamálið þarna er líklega eins og annars staðar, mannekla og of lítið fjármagn. Þetta blessaða fólk er að reyna að gera sitt besta, og svona lagað getur komið upp á. Það væri klárlega gott ef hvert embætti væri með sérstakan sérfræðing til þess að fara yfir, riskoða og dulkóða efni sem er sent og tekið á móti.

En því miður vantar fjármagn.

Það er ekkert það sem er verið að tala um hérna. Það eru skjalaskráningarkerfi hjá öllum þessum stofnunum sem þær eiga að nota. Hérna var farið framhjá því en "það er allt í lagi því að ég hélt að þessi gæi mætti vita allt, hvernig átti ég að vita að hann mátti ekki vita allt?". Svo er líka rosalega gott að venja sig á það að senda ekki viðkvæmar upplýsingar með tölvupósti (nema hann sé dulkóðaður) og fyrst það er ráðherra sem átti að fá þessi gögn af hverju var þetta ekki sent á ráðherran sjálfan (a.m.k. í cc, fyrst þetta varð að vera í tölvupósti).

Þetta mál allt er eins og hugsunaræfing í því hvernig þú getur gert hlutina vitlaust. Allt þetta fólk er svo vanhæft að það er vandræðalegt að lesa um þetta.

Bætt við:
Bjosep skrifaði:Hvað er það við þetta sem á að hafa verið brot á persónuvernd?

Það að skjalið hafi verið sent með tölvupósti?
Að senda óviðkomandi aðila viðkvæmar persónuupplýsingar (Gísli átti ekkert með að fá þetta, það má svo deila um hvort ráðherra eigi einu sinni rétt á að fá þetta, ég hallast að "ekki"), það að þetta hafi verið sent með tölvupósti er bara svona... Cherry on top í þessari heimsku allri.

Bjosep skrifaði:P.S. Er ekki til dulkóðaður tölvupóstur? Piratebay menn tala allavega um að 2 af 3 hafi notað þannig í AFK myndinni
Þú getur notað PGP ég get samt lofað þér að það var ekki notað þarna.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf Viktor » Þri 23. Des 2014 14:58

dori skrifaði:Það er ekkert það sem er verið að tala um hérna.


What?
Allt sem þú nefnir er eitthvað sem þessi sérfræðingur sem ég nefni myndi sjá um að myndi ekki gerast #-o

Mynd

Ah! :fly


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf Bjosep » Þri 23. Des 2014 19:25

dori skrifaði:Að senda óviðkomandi aðila viðkvæmar persónuupplýsingar (Gísli átti ekkert með að fá þetta, það má svo deila um hvort ráðherra eigi einu sinni rétt á að fá þetta, ég hallast að "ekki"), það að þetta hafi verið sent með tölvupósti er bara svona... Cherry on top í þessari heimsku allri.


Má deila um það að ráðherra hafi rétt á því að kalla eftir þessum gögnum? Hvaða lögmaður hefur haldið því fram?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf dori » Mið 24. Des 2014 01:08

Bjosep skrifaði:
dori skrifaði:Að senda óviðkomandi aðila viðkvæmar persónuupplýsingar (Gísli átti ekkert með að fá þetta, það má svo deila um hvort ráðherra eigi einu sinni rétt á að fá þetta, ég hallast að "ekki"), það að þetta hafi verið sent með tölvupósti er bara svona... Cherry on top í þessari heimsku allri.


Má deila um það að ráðherra hafi rétt á því að kalla eftir þessum gögnum? Hvaða lögmaður hefur haldið því fram?

Þetta er ekki endilega bara spurning um hvað sé "ólöglegt" þetta er líka spurning um hvað er góð stjórnsýsla og dregur ekki enn frekar úr trausti á embættum sem fáir bera traust til þessa dagana. Sbr. að lögreglustjórum kemur þetta verklag á óvart og það er spurning hvort þetta sé alveg í samræmi við reglugerð um svona mál.

Af hverju ætti ráðherra sjálfur að vera að vasast í skýrslum um tiltekin mál? Af hverju læturðu embættismennina þína ekki um að vinna faglega með þau mál sem eru til umfjöllunar og biður þá svo um útdrátt ef þú vilt fá að vita nákvæmlega hvað er að gerast?

Svo er það ríkislögreglustjóri sem er yfirmaður lögreglumála í umboði dómsmálaráðherra þannig að það væri mun réttari boðleið að þetta færi þar í gegn. Þetta er ekki svona "yfirmaðurinn minn bað um þetta og hann fær það sem hann biður um" týpa eins og virðist hafa verið eitthvað plan að láta þetta líta út. Þetta eru bara þessar íslensku "stuttu boðleiðir" sem "láta hlutina gerast" sem er bara annað orð yfir léleg vinnubrögð og spillingu.

Sallarólegur skrifaði:
dori skrifaði:Það er ekkert það sem er verið að tala um hérna.


What?
Allt sem þú nefnir er eitthvað sem þessi sérfræðingur sem ég nefni myndi sjá um að myndi ekki gerast #-o
Vissulega, en það á ekki að þurfa slíkan sérfræðing til að þetta fólk vinni vinnuna sína. Ég átti við að það að það sé ekki peningur fyrir slíkri stöðu sé ekki nægilega góð ástæða fyrir þessari rosalegu vanhæfni (annað dæmi fólkið sem feilaði á því að hreinsa nöfn útúr búsáhalda-skýrslu-vitleysunni).




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er brot gegn persónuvernd?

Pósturaf capteinninn » Mið 24. Des 2014 14:45

dori skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Vandamálið þarna er líklega eins og annars staðar, mannekla og of lítið fjármagn. Þetta blessaða fólk er að reyna að gera sitt besta, og svona lagað getur komið upp á. Það væri klárlega gott ef hvert embætti væri með sérstakan sérfræðing til þess að fara yfir, riskoða og dulkóða efni sem er sent og tekið á móti.

En því miður vantar fjármagn.

Það er ekkert það sem er verið að tala um hérna. Það eru skjalaskráningarkerfi hjá öllum þessum stofnunum sem þær eiga að nota. Hérna var farið framhjá því en "það er allt í lagi því að ég hélt að þessi gæi mætti vita allt, hvernig átti ég að vita að hann mátti ekki vita allt?". Svo er líka rosalega gott að venja sig á það að senda ekki viðkvæmar upplýsingar með tölvupósti (nema hann sé dulkóðaður) og fyrst það er ráðherra sem átti að fá þessi gögn af hverju var þetta ekki sent á ráðherran sjálfan (a.m.k. í cc, fyrst þetta varð að vera í tölvupósti).

Þetta mál allt er eins og hugsunaræfing í því hvernig þú getur gert hlutina vitlaust. Allt þetta fólk er svo vanhæft að það er vandræðalegt að lesa um þetta.

Bætt við:
Bjosep skrifaði:Hvað er það við þetta sem á að hafa verið brot á persónuvernd?

Það að skjalið hafi verið sent með tölvupósti?
Að senda óviðkomandi aðila viðkvæmar persónuupplýsingar (Gísli átti ekkert með að fá þetta, það má svo deila um hvort ráðherra eigi einu sinni rétt á að fá þetta, ég hallast að "ekki"), það að þetta hafi verið sent með tölvupósti er bara svona... Cherry on top í þessari heimsku allri.

Bjosep skrifaði:P.S. Er ekki til dulkóðaður tölvupóstur? Piratebay menn tala allavega um að 2 af 3 hafi notað þannig í AFK myndinni
Þú getur notað PGP ég get samt lofað þér að það var ekki notað þarna.


Mikið er ég sammála þér þarna, ég er svo illur útaf þessari vitleysu að það hálfa væri nóg.

Ef að við skoðum málið með sem bestu augum gagnvart Lögreglustjóra og Embættinu þá er það samt svo gjörsamlega augljóst hvað þetta fólk er vanhæft. Minnir mig bara á þegar lögreglan stakk manninn þarna um daginn, það var bara slys og óheppni í gangi var sagt en algerlega litið framhjá því hvað lögreglumennirnir eru vitlausir að fara með hníf inn í fangaklefa alveg burtséð frá því hvað var verið að gerast.