Grafín

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Grafín

Pósturaf appel » Þri 09. Des 2014 00:11

Ég held varla hlandi af spennu yfir þessu undraverða efni, graphene eða grafín.



TEDx fyrirlestur


*-*


Skippó
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 18:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf Skippó » Þri 09. Des 2014 01:32

Er það bara ég eða er þetta byrjunin á hinni svokölluðu NanóTækni?


Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf Viktor » Þri 09. Des 2014 06:06

Þetta er stórmerkilegt fyrirbæri!

Mynd

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/1 ... eina_orku/

Vís­inda­menn hafa kom­ist að því að grafín, sem er efni gert úr kol­efn­isatóm­um og er aðeins eitt atóm að þykkt en tvö hundruð sinn­um sterk­ara en stál, hleyp­ir já­kvætt hlöðnum vetn­is­frum­eind­um, róteind­um, í gegn­um sig en eng­ar gas­teg­und­ir kom­ast í gegn­um það, þar á meðal vetnið sjálft.

Þessi eig­in­leiki gæti haft gríðarlega þýðingu þar sem að hann gæti stór­aukið skil­virkni efn­arafala sem búa til raf­magn beint úr vetni. Von­ir manna standa til að þannig verði hægt að sía vetni beint úr and­rúms­loft­inu og brenna því til að fram­leiða raf­magn og vatn án nokk­urra skaðlegra auka­af­urða.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf hagur » Þri 09. Des 2014 09:52

Sheize, þetta er spennandi stöff.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf appel » Þri 09. Des 2014 10:18

Þetta er algjört undraefni og notagildið virðist ótakmarkað. Menn eru að spá einhverskonar nýrri iðnbyltingu.


*-*

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf chaplin » Þri 09. Des 2014 11:07

Búinn að fylgjast með þessu lengi og get ekki beðið eftir að þetta verði tekið í notkun.

En það er rétt varðandi notagildið, bókstaflega virðist vera ótakmarkað, allt frá að þróa "gervi" vöðva til eldsneytis. Einnig spennandi að sjá hvernig grafín gæti breytt raftækjum. Einnig ofur þéttarnir! Og gera allt vatn drykkjanlegt! Og nætur sjónaukar! Og við smíði á byggingum! OG OG OG! Gæti talaða endalaust um þetta efni, því miður munum við líklegast ekki sjá þetta fyrr en eftir 5-10 ár.. nema auðvita við gerum þetta sjálfur í eldhúsinu okkar.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf urban » Þri 09. Des 2014 12:10

Búin að fylgjast með þessu í svolítinn tíma.

Þetta er það sem að kemur til með að breyta heiminum


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf Lunesta » Þri 09. Des 2014 12:38

Skippó skrifaði:Er það bara ég eða er þetta byrjunin á hinni svokölluðu NanóTækni?


nanótækni er byrjuð. Örgjörvar hannaðir í dag fyrir tölvur hafa transistora
sem mældir eru ef ég man rétt sem 14nm á breidd. Hönnun transistora með
kísil er komin á Það stig að það er ekki víst að hægt verði að minnka þá mikið
meira. Ef ég man rétt þá held ég að intel hafi talað um að það verði sennilega
virkilega erfitt að komast undir 9nm því þá verður kísiloxíð einangrunin
svo þunn að rafeindir byrja að flæða í gegn.

Grafín er hins vegar foookking kúl. Getur búið til betri, minni og fullkomnari
transistora með þeim heldur en kísil. Stærsta vandamálið við þá í dag er framleiðslan.

Þegar þú býrð til kísilflögur til að búa til e-n íhlut með segjum 500 milljón transistorum.
þá færðu í nær lagi 500 milljón transistora.

hins vegar ef þú býrð til 100.000 grafín "pípur" (minnir það hafi verið kallað það) þá
færðu kannski 2-5 þúsund ágæta einhverja tugi sem eru fullkomnir og rest eru almennt
ónothæfir. þ.e. af þeim fullkomnu hlutum sem þú ert að reyna að fá færðu ekki nema
undir prósentu af þeim sem þú framleiðir. Þetta er stórt vandamál og er ástæðan
fyrir því að fólk telur 5-15 ár í þetta.

Annars er þetta klikkað kúl. Btw tölurnar hérna eru eitthvað sem mig minnir
og gætu verið kolrangar en þetta er samt c.a. svona.



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf BjarkiB » Þri 09. Des 2014 13:04

Það verður spennandi að fylgjast með þessu, stærsta vandamálið núna er bara framleiðslan og kostnaðurinn.

Ætli þetta sé framtíðin í framleiðslu á hreinni orku?

Mynd



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1044
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf brain » Þri 09. Des 2014 13:24

Þetta er nú ekkert svo nýtt, sá þátt á BBC 2012 um þetta.
Samsung er búið að vera að gera tilraunir með þettaog á um 350 patent vegna þess.

Eins Kínverjar.

En þetta er frábært í alla staði, og kemur til með að breyta heiminum.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Grafín

Pósturaf Frost » Þri 09. Des 2014 14:50



Þetta er líka mjög áhugavert.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól