Góða kvöldið vaktarar
Nú er ég alveg búinn að gefast upp á að nota símann minn til að hlusta á tónlist þegar ég fer í ræktina eða út að hlaupa þar sem hann er alltof stór. Mig vantar því einhvern nettan mp3 spilara sem væri helst með klemmu. Hverju myndu vaktarar mæla með? Það væri stór kostur ef hann væri ekki alltof dýr.
Mbk. Bjarki.
MP3 spilarar fyrir ræktina
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: MP3 spilarar fyrir ræktina
Þótt að ég sé ekki eppla fan. Þá fékk ég mér ipod shuffle í ræktina og útihlaupin. Var einmitt þreyttur á að grípa alltaf símann með. Eini gallinn er að það er hundleiðinlegt að færa tónlistina yfir þar sem þetta er háð itunes. Ég skoðaði ekki aðra möguleika. Held að epla menn beri höfuð og herðar á þessum markaði.
Re: MP3 spilarar fyrir ræktina
Ef þú vilt spilara með klemmu þá koma held ég bara tveir til greina, ipod shuffle og sandisk clip (eða hvað sem þeir heita). Ef klemman skiptir ekki öllu máli þá eru Philips GoGear spilararnir líklegast helsti samkeppnisaðili ipod.
Gogear spilararnir koma með einhverjum hugbúnaði sem heitir Songbird en þú þarft ekki að nota hann, það er hægt að stilla þá á mtp eða msc.
Sandisk spilarana sé ég bara hjá tölvulistanum í fljótu bragði og þeir eru tvöfalt dýrari en ipod-inn og gogear.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Mp3_sp ... taeki1.ecl
http://sm.is/products/raftaeki-mp3-spilarar
http://tl.is/product/sandisk-clip-zip-4 ... ip4gbblack
Gogear spilararnir koma með einhverjum hugbúnaði sem heitir Songbird en þú þarft ekki að nota hann, það er hægt að stilla þá á mtp eða msc.
Sandisk spilarana sé ég bara hjá tölvulistanum í fljótu bragði og þeir eru tvöfalt dýrari en ipod-inn og gogear.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Mp3_sp ... taeki1.ecl
http://sm.is/products/raftaeki-mp3-spilarar
http://tl.is/product/sandisk-clip-zip-4 ... ip4gbblack
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
- Reputation: 12
- Staðsetning: í bjórbaði
- Staða: Ótengdur
Re: MP3 spilarar fyrir ræktina
Samsung Gear 2, sem er með innbyggðum mp3 spilara, tengt hann svo við Bluetooth ear buds eins og td. Jaybird Bluebuds X
Þá ertu með þráðlausa tónlist, og ert kanski hvorteðer með úr á þér (+ það er með heart rate monitor)
En það virkar bara með samsung síma, veit ekki hvort eitthvað annað smart watch sé komið með mp3 spilara
Þá ertu með þráðlausa tónlist, og ert kanski hvorteðer með úr á þér (+ það er með heart rate monitor)
En það virkar bara með samsung síma, veit ekki hvort eitthvað annað smart watch sé komið með mp3 spilara
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: MP3 spilarar fyrir ræktina
Hvað með að kaupa bara e-ð ódýrt dót af ebay?
Þessi græja hér t.d. http://www.ebay.com/itm/8G-8GB-Waterpro ... 35e12bbda4
Pínulítil
kostar klink
getur tekið með í gufuna og sturtu
Þessi græja hér t.d. http://www.ebay.com/itm/8G-8GB-Waterpro ... 35e12bbda4
Pínulítil
kostar klink
getur tekið með í gufuna og sturtu
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: MP3 spilarar fyrir ræktina
Takk kærlega fyrir svörin. Held að það sé hagstæðast fyrir mig að kaupa ipod shuffle, ég er þó á mörkunum að nenna nota itunes til að transfera tónlistina inná spilarann. Það er engin leið til að komast framhjá því?