Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 25. Nóv 2014 16:43

Jæja, Var því miður að skipta úr ljósleiðara yfir í ljósnet. Var með pfsense router með ljósleiðaranum og hef fullan hug á því að nota hann áfram. Er einhver sem hefur notað VDSL routerinn sinn sem modem, brúað tenginguna yfir á annan router og látið hann sjá um PPPoE auðkenningu og IPTV strauminn?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans

Pósturaf Viktor » Þri 25. Nóv 2014 16:59

Afhverju brúarðu ekki bara pFsense fyrir IPTV?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 25. Nóv 2014 18:02

Það er það sem ég ætla að gera. Brúa net og iptv yfir á pfsense boxið og deila svo út. Var ég ekki nógu skýr?

Hefur þú gert svona?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans

Pósturaf Viktor » Þri 25. Nóv 2014 18:32

Ég er að tala um að sleppa VDSL router :)

Ef þú sendir póst á fjarskiptafyrirtækið eru þeir eflaust tilbúnir að láta þig fá þær upplýsingar sem þú þarft - þó ekki skref fyrir skref leiðbeiningar.

http://www.geekzone.co.nz/forums.asp?fo ... cid=151247

https://www.google.is/webhp?sourceid=ch ... sense+iptv


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans

Pósturaf AntiTrust » Þri 25. Nóv 2014 20:33

Þetta er hægt - en þetta er "vesen". Ég set vesen í gæsalappir afþví að það er auðvitað mismikið vesen eftir kunnáttu. Að sleppa því að nota VDSL router er ekki e-ð sem ég myndi mæla með þar sem ISPar eru með ákveðin skilyrði og staðla sem endabúnaður þarf að styðja. Þú getur ekki bara hent hvaða VDSL2+ módemi í vél og ætlast til þess að fá þær upplýsingar sem þú þarft, eða fá sjálfkrafa leyfi til að tengjast ISPanum með þeim búnaði. Þegar kemur að IPTV er farið ennþá frekar eftir þessum kröfum.

Ég hef allnokkrum sinnum aðstoðað við að koma þessum upplýsingum áfram í gegnum tíðina, í öllum tilfellum held ég að málið hafi endað með því að VDSL router var notaður og brúaður þaðan yfir á e-rn 3rd party router, en IPTVið alltaf í gegnum VDSL routerinn frá ISPanum.

Ath. að ef fjarskiptafyrirtækið neitar að afhenda þessar upplýsingar þá eru PFS búnir að úrskurða að ISPum ber að útvega þessar upplýsingar, bæði hvað net og IPTV varðar, en hafa þó höfnunarrétt á tengingar á búnað sem uppfyllir ekki ákveðin skilyrði.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet, pfsense og sjónvarp Símans

Pósturaf gardar » Þri 25. Nóv 2014 22:41

VDSL2 kort eru vandfundin svo að ég tel líklegt að þú munir enda á að þurfa að brúa frá módemi (router).

Græðir jafnframt lítið á því að vera með IPTV í pfsense, ég myndi bara brúa nettenginguna og taka TV beint úr routernum.