jericho skrifaði:Næstum þriðjungur upphæðarinnar rennur til fólks sem á sk$tnóg af peningum.
Kemur það þér á óvart? Það hljómar bara mjög eðlilega m.v. aðgerðina.
Fólk sem er efnað er líka líklegt til að taka lán og þá oft stærri lán þar sem það hefur hærri greiðslubyrði.
Ef sá hópur væri jafn fjölmennur og hinn hópurinn fengi hann eflaust meira en helming upphæðarinnar.
Ef þetta átti að vera Hróa Hattar aðgerð þá er vissulega mislukkað að efnað fólk fékk leiðréttingu en það væri ekkert sanngjarnara að það fengi enga leiðréttingu.
Eftir að hafa skoðað þessa grein á Kjarnanum finnst mér hún vekja athygli á fleiri óathyglisverðum hlutum.
Um 155 þúsund Íslendingar eru yngri en 33 ára. Það er tæpur helmingur landsmanna. Samkvæmt kynningunni fær þessi hópur um tíu prósent af stóru millifærslunni, eða um átta milljarða króna. Það þýðir að 90 prósent fer til eldri kynslóða. Í kynningunni í gær var lögð mikil áhersla á að 68 prósent milljarðanna 80 færu til þeirra sem voru yngri en 50 ára árið 2009. En það þýðir að 32 prósent upphæðarinnar, um 25,6 milljarðar króna, fer til fólks sem er 56 ára eða eldra í dag.
Þó að 151 þúsund, um helmingur landsmanna, séu undir 33 ára þá er ekkert fáránlegt við að sá aldurshópur hafi fengið
mun minna en helming upphæðinnar þar sem þeir eru talsvert ólíklegri til að hafa tekið fasteignalán og eflaust líklegri til að
hafa tekið fasteignalán af ódýrari eignum, frekar en dýrari eignum.
Tilhugsunin að tvítugur einstaklingur taki fasteignalán, hvað þá jafn stórt og þeir sem eldri eru, er fjarlæg.
Samt er athygli vakin á þessari staðreynd þó að aldursflokkurinn 20-33 ára telji bara 20% af Íslendingum. 25-33 ára eru
13%.
Og on-topic, ólíkt því sem ég er vanur, þá fékk ég enga skuldaleiðréttingu. Skiljanlega.