Tollur: Þarf að fá nýja vöru frá US vegna galla

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tollur: Þarf að fá nýja vöru frá US vegna galla

Pósturaf Viktor » Mið 12. Nóv 2014 21:42

Sælir!

Ég fékk mjög dýra vöru frá US um daginn og borgaði tolla og gjöld við komu, minnir að það hafi verið á milli 20-30 þúsund krónur í gjöld.
Nú hefur komið í ljós að varan er gölluð og ég þarf að senda hana út - og fæ nýja eins vöru í staðin.

Hvernig tekur tollurinn á svona máli?
Get ég skráð það að ég sé að senda vöruna út til þess að sleppa við gjöld þegar nýja varan kemur til landsins?

By the way þá langar mig að hrósa eBay og mæli með þeim ef þið viljið spara peninga. Maður fær yfirleitt tíu sinnum betri þjónustu þar heldur en hér heima(en eðlilega geta hlutir tekið lengri tíma).


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Tollur: Þarf að fá nýja vöru frá US vegna galla

Pósturaf Framed » Mið 12. Nóv 2014 21:58

Samkvæmt tollinum þá geturðu fengið tollinn og önnur gjöld af endursendu vörunni endurgreiddann. En þarft síðan að borga gjöldin aftur við móttöku á nýju vörunni. Sjá neðri hluta þessarar síðu.



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tollur: Þarf að fá nýja vöru frá US vegna galla

Pósturaf methylman » Mið 12. Nóv 2014 22:50

Það er best að gera þetta í samráði við þá fylla út útflutningsskýrslu á pósthúsinu og gera allt rétt og ekki flýta sér neitt.


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Tollur: Þarf að fá nýja vöru frá US vegna galla

Pósturaf Hrotti » Mið 12. Nóv 2014 23:54

Ég hef fengið nokkrum sinnum bætta gallaða hluti og þá hef ég bara sent tollinum samskiptin við þann sem að bætti tjónið og þannig sýnt að ég borgaði 0kr fyrir það. Hingað til hefur það ekki verið neitt mál. Ég held samt að ég hafi þurft að borga eitthvað klink fyrir einhver föst gjöld.


Verðlöggur alltaf velkomnar.