Þróunin í sjónvörpum virðist vera sú að þau eru að stækka og upplausnin er að verða meiri, enda er forsendan fyrir því að upplausnin njóti sín er að sjónvörpin séu stærri.
En persónulega held ég að þessi risasjónvörp, 60-70-80" séu ekki málið fyrir nema lítinn hóp. Þessi tæki henta helst fyrir þá sem eru með stóra stofu, en fyrir mig sem hefur verið með 50" sjónvarp síðan 2008 þá er ég frekar sáttur við stærðina á því, ég er ekki viss um að stofan mín ráði við mikið stærra sjónvarp, kannski 55-60", en ekki stærra. Satt að segja þekki ég fáa sem eru með rými sem rýma þessi risastóru tæki.
En hvað annað gæti verið málið?
Ég hef erlendis séð á sýningum svokallar "flísar", sem er raðað saman til að mynda samfelldan skjá, og hef orðið mjög impressed. Þetta er ekki orðið aðgengilegt fyrir venjulegt fólk, enda enn mjög dýr lausn.
You get the idea. Málið er að þessi panelar eru að verða þynnri, léttari, og eru að verða nær borderless, sem þýðir að í framtíðinni verður hægt að kaupa kassa af flísum og einfaldlega flísaleggja stofuvegginn hjá sér til að mynda einn samfelldan skjá sem getur sýnt allskonar bara. Ég held að þetta gæti verið framtíðin, allavega "beyond 4K".
Ég hugsa að þegar fermetraverðið á flísunum er komið í c.a. 50-80 þús kr. þá verði þetta mjög áhugaverður kostur í stað hefðbundins sjónvarps. (60" sjónvarp í dag er c.a. 1 fm og kostar um 350þ). En hrár panell er líklega mun ódýrari heldur en eitt samsett sjónvarp, þannig að við erum ekki ýkja langt frá því að panelar verði þetta ódýrir. Svo má líkja velta fyrir sér hvort þetta verði bara ekki í einhverju veggfóðri!
En myndið þið vilja veggjafóðra allan stofuvegginn hjá ykkur svona?
Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Suss ég er bara með 37", tæki sem ég held að sé að verða 10 ára gamalt og er helvíti sáttur með það bara
Ég held að þetta verði bara bæði. Það passar ekkert hjá mér í stofuna að vera með svona veggfóður.
Ég held að þetta verði bara bæði. Það passar ekkert hjá mér í stofuna að vera með svona veggfóður.
-
- FanBoy
- Póstar: 756
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
- Reputation: 12
- Staðsetning: 104
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Ég er með skjávarpa og áður en ég keypti hann, þá pældi ég í því að kaupa þrjú 50" tæki og setja þau hlið við hlið í portrait mode. Ég mun líklega versla mér svona þegar þetta verður á reasonable verði.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz ♠ Custom water cooling ♠ Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5593
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Það kann að vera svolítið mótsagnakennt að halda því fram að 60-80" sjónvörp séu einfaldlega of stór og þessvegna eigi fólk að gera allan vegginn að sjónvarpi!
En myndin sem fólk horfir á á svona flísa-vegg þarf ekki að vera innan nema 40-50" ramma á meðan allt sem er fyrir utan rammans gæti verið einskonar umhverfi, frumskógur, sólsetur, eða hvaðeina sem fólki dettur í hug, kannski vill fólk geta haft fleiri en eina stöð í gangi í einu, klukkuna uppi í hægra horninu eða aðrar upplýsingar án þess að það "overlayi" yfir myndina. Eða kannski vill fólk bara fara í full-blown fullscreen mode fyrir einhverja ákveðna bíómynd. Þetta býður upp á allskonar möguleika á að breyta veggnum í meira en bara það sem við þekkjum sem hefðbundið sjónvarp, einskonar "smart wall".
En myndin sem fólk horfir á á svona flísa-vegg þarf ekki að vera innan nema 40-50" ramma á meðan allt sem er fyrir utan rammans gæti verið einskonar umhverfi, frumskógur, sólsetur, eða hvaðeina sem fólki dettur í hug, kannski vill fólk geta haft fleiri en eina stöð í gangi í einu, klukkuna uppi í hægra horninu eða aðrar upplýsingar án þess að það "overlayi" yfir myndina. Eða kannski vill fólk bara fara í full-blown fullscreen mode fyrir einhverja ákveðna bíómynd. Þetta býður upp á allskonar möguleika á að breyta veggnum í meira en bara það sem við þekkjum sem hefðbundið sjónvarp, einskonar "smart wall".
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Oculus rift fyrir alla fjölskylduna, mun ódýrara.
Flísasjónvörp trufla mig persónulega meira en lág upplausn, hef ekki séð slíkar lausnir án sýnilegra ramma. Fínt fyrir auglýsingar og upplýsingar en ekki fyrir bíómyndir.
Flísasjónvörp trufla mig persónulega meira en lág upplausn, hef ekki séð slíkar lausnir án sýnilegra ramma. Fínt fyrir auglýsingar og upplýsingar en ekki fyrir bíómyndir.
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Hrikalega væri ég til í að vera með svona (augljóslega ekki nema það sé hægt að ná römmunum niður í svo gott sem ekki neitt) og geta svo bara leikið sér með þetta eins og maður vill.
Hafa sjónvarpið í hluta af veggnum og restin alveg svört? Ekkert mál. Hafa eitthvað fallegt drasl (veggfóður á veggnum)? Ekkert mál.
Ég sé svo hrikalega marga möguleika.
Hafa sjónvarpið í hluta af veggnum og restin alveg svört? Ekkert mál. Hafa eitthvað fallegt drasl (veggfóður á veggnum)? Ekkert mál.
Ég sé svo hrikalega marga möguleika.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Ég fór úr 1080p varpa sem var í ca 110-120" niður í 50" plasma tæki, sársakna 100" stærðarinnar, svona tv-tiles setup er klárlega e-ð sem ég hefði áhuga á, já eða 80" eða stærri TV.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5593
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Kannski ekki svo langt í þetta.
Google X to eliminate screen bezels with Lego-like connectible displays
http://www.techspot.com/news/58302-goog ... plays.html
Spurning, fer maður í Elko eða Byko að kaupa sér flísar?
Google X to eliminate screen bezels with Lego-like connectible displays
http://www.techspot.com/news/58302-goog ... plays.html
Spurning, fer maður í Elko eða Byko að kaupa sér flísar?
*-*
-
- spjallið.is
- Póstar: 473
- Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
- Reputation: 8
- Staðsetning: Hef ekki glóru!
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
appel skrifaði:Það kann að vera svolítið mótsagnakennt að halda því fram að 60-80" sjónvörp séu einfaldlega of stór og þessvegna eigi fólk að gera allan vegginn að sjónvarpi!
En myndin sem fólk horfir á á svona flísa-vegg þarf ekki að vera innan nema 40-50" ramma á meðan allt sem er fyrir utan rammans gæti verið einskonar umhverfi, frumskógur, sólsetur, eða hvaðeina sem fólki dettur í hug, kannski vill fólk geta haft fleiri en eina stöð í gangi í einu, klukkuna uppi í hægra horninu eða aðrar upplýsingar án þess að það "overlayi" yfir myndina. Eða kannski vill fólk bara fara í full-blown fullscreen mode fyrir einhverja ákveðna bíómynd. Þetta býður upp á allskonar möguleika á að breyta veggnum í meira en bara það sem við þekkjum sem hefðbundið sjónvarp, einskonar "smart wall".
Þetta, hægt að nota þetta sem einskonar stofustáss/"listaverk" og hugsanlega interactive. Svo líka ef fleiri eru í heimili þá getur fólk verið að horfa á mismunandi hluti á sitthvorum enda og bara notað bluetooth heyrnatól. Multimonitor er líka bara kúl og nölla-legt
Ég er orðinn vanur því að vera með tvo skjái í stofunni og finnst óþægilegt að vera bara með sjónvarp. Finnst nauðsynlegt að vera með tölvuskjá svo ég geti fylgst með hvort einhver sé að reyna að spjalla við mig á mismunandi stöðum eða að reyna að hringja í mig (bý einn erlendis). Myndi skoða flísasjónvarp alvarlega ef það væri á markaðnum en stærðin á rammanum er afgerandi en ef það er í lagi þá á risasjónvarp ekki séns í upplausnina sem flísasjónvarp gæti státað.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Flísarnar eru framtíðin auðvitað. Það veit hver sá sem sá Arnie í hlutverki Doug Quaid í Total Recall. Það var draumaíbúð
-
- Besserwisser
- Póstar: 3078
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 45
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5593
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Maður veltir fyrir sér stýringunni á svona mörgum panelum.
Flest skjákort eru með 2-3 útgöngum, þannig að hvernig færi maður að því að tengja svona display vegg við eitt tölvuoutput sem er kannski með 4K upplausn?
Flest skjákort eru með 2-3 útgöngum, þannig að hvernig færi maður að því að tengja svona display vegg við eitt tölvuoutput sem er kannski með 4K upplausn?
*-*
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
appel skrifaði:Maður veltir fyrir sér stýringunni á svona mörgum panelum.
Flest skjákort eru með 2-3 útgöngum, þannig að hvernig færi maður að því að tengja svona display vegg við eitt tölvuoutput sem er kannski með 4K upplausn?
Líklegast 1 skjár sem er með stýringu, hinir eru slaves við þann skjá.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5593
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Kannski fá allir skjáirnir upprunalega merkið, en hver panel er stilltur til að birta ákveðið svæði af merkinu.
*-*
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
Annað hvort svona keðja þar sem einn skjárinn er tengdur í merkið eða einhver græja sem brýtur merkið niður fyrir skjái sem eru svo tengdir í hann.
https://en.wikipedia.org/wiki/Video_wal ... controller
https://en.wikipedia.org/wiki/Video_wal ... controller
Re: Risasjónvarp eða flísasjónvarp? Hver er framtíðin?
appel skrifaði:Kannski fá allir skjáirnir upprunalega merkið, en hver panel er stilltur til að birta ákveðið svæði af merkinu.
Þetta. Það virkar allavega þannig með high end NEC skjái sem maður sér oft í svona multi uppsetningum.