Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)


Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)

Pósturaf mikkimás » Sun 26. Okt 2014 12:34

Er hjá Hringiðunni og undanfarna 2-3 mánuði eru búin að vera tóm vandræði með að ná sambandi við ákveðnar vefsíður. Nokkur dæmi eru bmw.is og skoda.is sem ég næ alls engu sambandi við, og hef ekki gert í margar vikur. Þetta eru sem betur fer ekki margar vefsíður, en samt finnst mér þetta ekki nógu tækt. Ég hringdi í þá fyrir um mánuði síðan og þeir gáfu mér upp dagsetningu, 13. október sem allt átti að lagast, en ekkert hefur enn lagast. Ég hringdi í þá aftur um daginn og var einfaldlega beðinn um að vera þolinmóður.

Skýringin sem ég fékk minnir mig að hafi verið eitthvað á þá leið að sumar vefsíður noti e-k tiltekna Microsoft tækni sem þeirra tækni eigi erfitt með að tala við þeirra tækni (ég gæti verið að bulla tóma steypu).

Veit einhver hvort þetta sé algengt vandamál og hvort það sé lausn í sjónmáli?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)

Pósturaf Viktor » Sun 26. Okt 2014 17:00

Hefurðu prufað að skipta um DNS?

Hvað gerist ef þú notar

http://85.182.225.23 í staðin fyrir bmw.is
og
http://193.108.106.99 í staðin fyrir skoda.is


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)

Pósturaf Hvati » Sun 26. Okt 2014 17:11

Er líka hjá Hringiðunni, þessar síður virka ekki heldur hjá mér en einnig virkar twitch.tv ekki, lendir þú í þvi sama mikkimás?



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)

Pósturaf viddi » Sun 26. Okt 2014 17:40

Ég er búinn að vera lenda í því sama, sumar síður einsog twitch.tv virka ekki.



A Magnificent Beast of PC Master Race


Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)

Pósturaf mikkimás » Sun 26. Okt 2014 18:05

Sallarólegur skrifaði:Hefurðu prufað að skipta um DNS?

Hvað gerist ef þú notar

http://85.182.225.23 í staðin fyrir bmw.is
og
http://193.108.106.99 í staðin fyrir skoda.is

Veit því miður ekki hvað DNS þýðir.




Höfundur
mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði hjá Hringiðunni (Vortex)

Pósturaf mikkimás » Sun 26. Okt 2014 18:06

Hvati skrifaði:Er líka hjá Hringiðunni, þessar síður virka ekki heldur hjá mér en einnig virkar twitch.tv ekki, lendir þú í þvi sama mikkimás?

Neibb, twitch.tv virkar ekki.