Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf hakkarin » Fim 23. Okt 2014 13:07

Í ensku að þá er hugtakið "game mechanic" notað til að lýsa því hvernig ákveðnir hlutir í leiknum virka. Ef að spilarinn hefur til dæmis bara ákveðið mikið íf og hann deyr ef að það fer í 0% að þá er það dæmi um "game mechanic". Er til íslenkst orð yfir game mechanic?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Viktor » Fim 23. Okt 2014 13:22

Leikreglur


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf hakkarin » Fim 23. Okt 2014 13:26

Sallarólegur skrifaði:Leikreglur


Mynst þetta ekki vera góð þýðing. Það meikar eiglega ekki sense að þýða orðið mechanic sem regla. Mechanic lýsir eiglega meira eðli hlutsins og hvað hann gerir frekar heldur en að lýsa bara reglum.

Vill líka bæta við annari spurningu: Hvar er íslenska orðið yfir avatar? Þá meina ég eins og til dæmis forum avatarið.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Bjosep » Fim 23. Okt 2014 13:45

Fyrir þýðingar á einstökum orðum þá mæli ég með Snöru, sbr Avatar.
http://www.snara.is

wikipedia skrifaði:Game mechanics are constructs of rules or methods designed for interaction with the game state, thus providing gameplay.


http://en.wikipedia.org/wiki/Game_mechanics

Leikreglur er þar af leiðandi rétt þýðing.

P.S. Spurningaþráðurinn

viewtopic.php?f=9&t=34123



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Viktor » Fim 23. Okt 2014 13:51

hakkarin skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Leikreglur


Mynst þetta ekki vera góð þýðing. Það meikar eiglega ekki sense að þýða orðið mechanic sem regla. Mechanic lýsir eiglega meira eðli hlutsins og hvað hann gerir frekar heldur en að lýsa bara reglum.

Vill líka bæta við annari spurningu: Hvar er íslenska orðið yfir avatar? Þá meina ég eins og til dæmis forum avatarið.


Mechanic er yfirleitt notað í merkingunni "bifvélavirki" á íslensku.

Avatar = brjóstmynd.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf braudrist » Fim 23. Okt 2014 17:34

Kannski 'leikvirkni' ?


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf vikingbay » Fim 23. Okt 2014 18:04

mér finnst að 'leikvirkni' væri betra orð

það er eins og 'leikreglur' sé aðeins of mikil áhersla á reglurnar í leiknum..



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Viktor » Fim 23. Okt 2014 18:13

vikingbay skrifaði:mér finnst að 'leikvirkni' væri betra orð

það er eins og 'leikreglur' sé aðeins of mikil áhersla á reglurnar í leiknum..


En ef þú lest þetta?

http://en.wikipedia.org/wiki/Game_mechanics

Game mechanics are constructs of rules or methods designed for interaction with the game state, thus providing gameplay


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf rapport » Fim 23. Okt 2014 19:38

Mynd

Er þetta ekki fyrirtækið sem John Ardussi stofnaði með Mike Gehri ?

Þeir sem gerðu "The Hat Man: Shadow Ward"

http://store.steampowered.com/app/291010/



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3076
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 43
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf beatmaster » Fös 24. Okt 2014 00:17

Kanski spilareglur gæti passað?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf appel » Fös 24. Okt 2014 01:06

Leikhönnun, leikvirkni, leikhögun, leikaðferðir.

Þið þurfið að taka upp orðabók strákar og auka orðaforðann aðeins. :?


*-*

Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf tanketom » Fös 24. Okt 2014 08:23

Leikjasmíði


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Daz » Fös 24. Okt 2014 09:49

appel skrifaði:Leikhönnun, leikvirkni, leikhögun, leikaðferðir.

Þið þurfið að taka upp orðabók strákar og auka orðaforðann aðeins. :?


Ég er ennþá að leita að "Mynst" í orðabókinni. Mín útgáfa er örugglega orðin úreld.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 24. Okt 2014 13:49

Leikhögun



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf hfwf » Fös 24. Okt 2014 14:12

Daz skrifaði:
appel skrifaði:Leikhönnun, leikvirkni, leikhögun, leikaðferðir.

Þið þurfið að taka upp orðabók strákar og auka orðaforðann aðeins. :?


Ég er ennþá að leita að "Mynst" í orðabókinni. Mín útgáfa er örugglega orðin úreld.


Þér líður vonandi vel eftir þetta comment, að gera lítið úr fólki sem er les/skrifblint. Cudos 2 you Cudos.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Bjosep » Fös 24. Okt 2014 14:13

appel skrifaði:Leikhönnun, leikvirkni, leikhögun, leikaðferðir.

Þið þurfið að taka upp orðabók strákar og auka orðaforðann aðeins. :?


Það er ekki bara hægt að beinþýða orð og halda því fram að þetta sé þýðingin. Þýðingin verður að vera góð og gegnsæ. Þetta sem þú stingur upp á eru bara lélegar þýðingar.

Hvað er leikhönnun? Samansett úr leikur og hönnun væntanlega? Snýr þá væntanlega að því hvernig leikir eru hannaðir? Ef ég ætti að öfugþyða þetta myndi ég halda að þetta væri þýðing á Game design.

Leikvirkni? Segir mér væntanlega hvernig leikurinn virkar? Eða hversu virkur einhver er í leiknum? Þessi þýðing er síður en svo gagnsæ.

Leikhögun? Skv. orðabanka íslenskrar málstöðvar eru skipan og tilhögun samheiti orðsins högun. Það fyrsta sem mér dettur í hug er 4-4-2.

Leikaðferðir - Ég ætla að breyta aðeins til og segja 4-3-3 hér, eða kannski 7-hægri væri nær lagi.

En hey hér er hugmynd. Sleppum því bara að nota orð sem er bæði gott og gagnsætt af því að einhver sem ekki getur rökstutt það vel er ósammála þessari þýðingu! :happy



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Daz » Fös 24. Okt 2014 16:34

hfwf skrifaði:
Daz skrifaði:
appel skrifaði:Leikhönnun, leikvirkni, leikhögun, leikaðferðir.

Þið þurfið að taka upp orðabók strákar og auka orðaforðann aðeins. :?


Ég er ennþá að leita að "Mynst" í orðabókinni. Mín útgáfa er örugglega orðin úreld.


Þér líður vonandi vel eftir þetta comment, að gera lítið úr fólki sem er les/skrifblint. Cudos 2 you Cudos.


Mér leið reyndar ágætlega áður. Reyndar held ég að mér líði ennþá ágætlega, eftir að lesa samhengið aftur

Mynst þetta ekki vera góð þýðing.

þá held ég að ég geti alveg lifað með sjálfum mér aðeins lengur



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Gúrú » Fös 24. Okt 2014 17:01

Vandamálið er að game mechanics lýsir svo miklu að það er ekki séns að tungumál eins og okkar með svo litla notkun og fáa notendur
hafi fyllilega góða þýðingu sem má nota í öllum samhengjum.

Game mechanics er oft notað í því samhengi að spilari með góð mechanics hefur góða stjórn á allri virkni leiksins.

Í Counter-Strike leikjunum væru það t.d. góð game mechanics að velja rétt augnablik til að crouch-shoota fyrir meiri nákvæmni eða að skjóta
nákvæmu, "óhreyfðu" skoti með AWP á eins stuttum tíma og mögulegt hægt er eftir að hafa verið á ferð.

Í League of Legends væru þau t.d. að meta fullkomlega hegðun skillshota, t.d. hversu langt þau drífa eða að spara Zed ultið sitt því Zilean myndi bara ulta sig.
Skilji þeir sem skilja getað.

Þetta er því bæði notað til að lýsa leikjum (t.d. "skák er með afskaplega fá game mechanics") og einstaklingum (t.d. "Faker er með góð mechanics").


Modus ponens

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf appel » Fös 24. Okt 2014 19:21

Gúrú skrifaði:Vandamálið er að game mechanics lýsir svo miklu að það er ekki séns að tungumál eins og okkar með svo litla notkun og fáa notendur
hafi fyllilega góða þýðingu sem má nota í öllum samhengjum.

Game mechanics er oft notað í því samhengi að spilari með góð mechanics hefur góða stjórn á allri virkni leiksins.

Í Counter-Strike leikjunum væru það t.d. góð game mechanics að velja rétt augnablik til að crouch-shoota fyrir meiri nákvæmni eða að skjóta
nákvæmu, "óhreyfðu" skoti með AWP á eins stuttum tíma og mögulegt hægt er eftir að hafa verið á ferð.

Í League of Legends væru þau t.d. að meta fullkomlega hegðun skillshota, t.d. hversu langt þau drífa eða að spara Zed ultið sitt því Zilean myndi bara ulta sig.
Skilji þeir sem skilja getað.

Þetta er því bæði notað til að lýsa leikjum (t.d. "skák er með afskaplega fá game mechanics") og einstaklingum (t.d. "Faker er með góð mechanics").



Sumt er ekki hægt að beinþýða allt yfir á íslensku svo það skiljist. Það þarf að umorða hlutina stundum yfir á íslensku með allt öðrum orðum.

Miðað við þessa lýsingu er einfaldlega verið að segja um einhvern að "Hann er mjög góður í þessum leik" eða "Hann er með frábæra leiktækni" eða "Ákvarðanataka hans í þessum bardaga var fullkomin".


*-*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Gúrú » Fös 24. Okt 2014 21:35

appel skrifaði:Sumt er ekki hægt að beinþýða allt yfir á íslensku svo það skiljist. Það þarf að umorða hlutina stundum yfir á íslensku með allt öðrum orðum.


[...]það er ekki séns að tungumál eins og okkar með svo litla notkun og fáa notendur
hafi fyllilega góða þýðingu sem má nota í öllum samhengjum.


appel skrifaði:Miðað við þessa lýsingu er einfaldlega verið að segja um einhvern að "Hann er mjög góður í þessum leik"


Nei. Það eru ekki sömu ummæli og eru ekki að tjá sömu hugsun. Allir á heimsmeistaramóti væru t.d. "mjög góðir" í leiknum en
sumir þeirra eru það ekki endilega vegna þess að þeir eru með yfirburða game mechanics heldur skara fram úr á öðrum sviðum.

Ég vil minna á titilinn á þessum þræði: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Það er nefnilega ekki til, sem ég, og eflaust þú, erum að reyna að benda á.


Modus ponens

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Daz » Fös 24. Okt 2014 22:04

Það er fjarri mér að reyna að besserwissast eitthvað en það að nota game mechanics yfir það sem leikmaður í leik gerir fannst mér stinga svolítið í augun. Það virðist samt vera viðtekin orðnotkun, af einhverjum hóp í það minnsta. Ég aftur á móti sá þetta quote í umræðu um notkun og merkingu þessa hugtaks og þá leið mér betur. Aftur.
"having good mechanics" doesn't mean anything. The term "mechanics" refers to everything that can be done in the game. What so many people erroneously call "good mechanics" actually refers to "good understanding of mechanics"

Þannig að ég ætla að ímynda mér héðan í frá að allir sem tala um "good mechanics" til að lýsa færni einhvers séu að stytta úr "good understanding of mechanics".

Þetta var aðalega sett hérna inn ef einhver þjáist af erfiðara tilfelli af besserwissun en ég og vissi ekki hvað hann ætti að gera við sig. Ekki það að alvöru besserwiss myndi hlusta á einhvern vitleysing á internetinu...



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er íslenska orðið yfir "game mechanic"?

Pósturaf Gúrú » Lau 25. Okt 2014 12:48

Daz skrifaði:Það virðist samt vera viðtekin orðnotkun, af einhverjum hóp í það minnsta. Ég aftur á móti sá þetta quote í umræðu um notkun og merkingu þessa hugtaks og þá leið mér betur. Aftur.
"having good mechanics" doesn't mean anything. The term "mechanics" refers to everything that can be done in the game. What so many people erroneously call "good mechanics" actually refers to "good understanding of mechanics"


Jú, nema hvað þeir eru oftar en ekki að tala um góða notkun á mechanics (use of game mechanics). T.d. eftir að einhver spilar furðulega vel.
Annars gætum við setið og horft á ljósmynd af spilara með "Good understanding of mechanics" og sagt
"Look at that guy and his mechanics". Sem meikar voða takmarkað sense.

https://www.reddit.com/r/leagueoflegend ... rict_sr=on

Mechanics er notað yfir bæði spilara og leiki af samfélaginu sem notar þetta hugtak yfir höfuð.


Daz skrifaði:Þetta var aðalega sett hérna inn ef einhver þjáist af erfiðara tilfelli af besserwissun en ég og vissi ekki hvað hann ætti að gera við sig. Ekki það að alvöru besserwiss myndi hlusta á einhvern vitleysing á internetinu...


Þú ert flottur.


Modus ponens