Lögreglan - Maður stunginn

Allt utan efnis

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf capteinninn » Mið 24. Sep 2014 22:37

Ég trúi nú lögreglunni ekki mikið en ég held að þetta hafi bara verið óhapp.

En að svona óhapp geti átt sér stað er bara svo ótrúlega vitlaust, hvað voru þeir eiginlega að spá að vera með hníf til að gera þetta og koma sjálfum sér og manninum sjálfum í hættu. Hvað hefði gerst ef hann hefði verið að hristast til og hnífurinn farið í lögreglumann. Við værum örugglega ekki að heyra af því hvað það var mikið óhapp.

Mér finnst þetta sýna svo vel hvað Lögreglan á Íslandi getur verið vitlaus. Svo vilja þeir fá tasera og einhver önnur vopn.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf Dúlli » Mið 24. Sep 2014 22:40

capteinninn skrifaði:Ég trúi nú lögreglunni ekki mikið en ég held að þetta hafi bara verið óhapp.

En að svona óhapp geti átt sér stað er bara svo ótrúlega vitlaust, hvað voru þeir eiginlega að spá að vera með hníf til að gera þetta og koma sjálfum sér og manninum sjálfum í hættu. Hvað hefði gerst ef hann hefði verið að hristast til og hnífurinn farið í lögreglumann. Við værum örugglega ekki að heyra af því hvað það var mikið óhapp.

Mér finnst þetta sýna svo vel hvað Lögreglan á Íslandi getur verið vitlaus. Svo vilja þeir fá tasera og einhver önnur vopn.
Nákvæmlega, hefði ekki geta orðað þetta betur sjálfur.

Er ekkert að meina að löggan stakk hann viljan en þetta var bara hrein heimska myndi ég segja. Það er ekki eins og það hafi verið skeiðklukka að telja hvað þeir eru fljótir að taka böndinn af maninum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf jonsig » Mið 24. Sep 2014 23:33

þessi gæji spilar á alla heimskingja landsins eins og leikjabrúðu.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf capteinninn » Mið 24. Sep 2014 23:52

jonsig skrifaði:þessi gæji spilar á alla heimskingja landsins eins og leikjabrúðu.


Gott að vita að til er fólk sem kýs ekki að rökræða eða skýra afstöðu sína heldur segja bara að allir sem eru ósammála eru heimskingjar.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf jonsig » Fim 25. Sep 2014 00:13

Hrokinn getur verið nauðsynlegur stöku sinnum til að sýna fram á fáránleika og rökleysur . Þessi frétt er sóun á bandvídd,



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf Viktor » Fös 26. Sep 2014 01:42

Það sem er hægt að læra á þessari sögu er eins og með annað, það eru tvær hliðar á öllum málum. Pössum okkur að lesa ekki bara titla fréttamiðla eins og þeir séu hinn ótvíræði sannleikur alheimsins. Spyrjum spurninga.

CendenZ skrifaði:Það er engin settur í strappa á höndum og fótum nema það er virkilega nauðsynlegt.


Amen. Allavega á Íslandi, sem betur fer - trúi ég.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 29. Sep 2014 11:29

Án þess að vera að taka afstöðu þá líður mér eins og þetta hafi verið óhapp.



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Lögreglan - Maður stunginn

Pósturaf capteinninn » Mán 29. Sep 2014 21:39

Jón Ragnar skrifaði:Án þess að vera að taka afstöðu þá líður mér eins og þetta hafi verið óhapp.


Ég held það líka en óhappið verður útaf gáleysi hjá Lögreglunni. Hún fer með hníf inn í fangaklefa þar sem einstaklingur er að berjast á móti, einhver hlýtur að slasa sig á því ef ekki í fyrsta skiptið þá einhvertímann seinna.

Finnst þetta vera svo klassískt dæmi um Lögregluna á Íslandi, það eðlilega í flestum ríkjum heims væri að Lögreglan myndi setja fram fréttatilkynningu um að það yrði farið yfir öryggisstaðla og passað að eitthvað í líkingu við þetta gæti gerst aftur. Annaðhvort yrði lögreglumaðurinn ávíttur eða jafnvel ekkert gert við hann en það yrði 100% farið betur yfir öryggisreglur og það yrði tilkynnt strax. Hvað gerir Lögreglan okkar í staðinn, segir bara að þetta hafi verið óhapp og þetta sé ekkert mál. Alger steypa.