hakkarin skrifaði:urban skrifaði:hakkarin skrifaði:Daz skrifaði:
Þeir gera það nú þegar með áfengisgjaldinu. Ótrúlega sniðugt að hafa sjúkrakostnaðinn innifalinn í upphaflega verðinu, þá þarf neytandinn ekki að treysta á að vera ennþá moldríkur þegar lifrin bilar.
Spurning hvort það væri ekki hægt að fella meiri svona kostnað inn í upphaflegt verð, t.d. tryggingar á bílum?
Vandamálið við þessa aðferðarfræði er að þú ert í rauninni að refsa öllum alveg sama hvort að þeir séu að fara ílla með sig eða ekki. Af hverju þarf sá sem að kaupir sér nokkra bjóra um helgina að borga hátt verð á honum að því að einhverjir aðrir einhverstaðar drekka frá sér heilsuna? Þá finnst mér það líka fáránlegt að þú viljir í alvörunni íhuga það að beita sömu aðferðarfræði á trygginar. "Já hann Gummi klessir alltaf á alla þannig að nú verður þú að borga meira" wtf!
Þú hefur semsagt ekki hugmynd um hvernig þetta þjóðfélag virkar.
Afhverju á ég að þurfa að vinna meira þannig að þú getir verið á bótum ?
Að því að það nefnilega alveg eins að sjá fötluðu fóki fyrir lágmarkskjörum svo að það geti átt heima einhverstaðar og það að segja fólki hvað það á að borða/drekka eða hvort að það eigi að eiga bíl? Þessi rök eru bull og þú veist það.
Ég veit það vel að þessi rök eru bull, en reyndar ekki á þann hátt sem að þú benntir á.
það sem að verra er það að þú virðist ekki sjá bullið hjá sjálfum þér.
en ég var líka að benda á fáránleikan í þessum umræðum hjá þér.
það var lengi vel til tryggingarfélag sem að hét samvinnutryggingar, en nafnið þar útskýrir eitt og sér hvernig trygginga kerfi virka.
það vinna allir að því saman að borga fyrir hina.
þegar að ég kaupi tryggingar fyrir bílinn minn þá er ég ekki einu sinni að kaupa tryggingar á minn bíl, heldur er ég að tryggja allt hitt. (nema að ég kaup á hann kaskó)
kerfið með almannatryggingar virkar alveg nákvæmlega eins.
En að restinni,
hakkarin skrifaði:og það að segja fólki hvað það á að borða/drekka eða hvort að það eigi að eiga bíl?
það er enginn að segja þér hvað þú átt að borða eða drekka eða segja þér hvort að þú átt að eiga bíl.
það er aftur á móti ekki mannréttindi að eiga bíl eða drekka áfengi.
Áfengi er dýrt til þess að heilbrigðiskerfið verði ekki enþá dýrara fyrir okkur öll.
það að lækka áfengi er bara fáránleg uppá stunga og það ætti að lækka flest allt annað á íslandi áður en áfengi lækkar.