10% munaðar regla?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

10% munaðar regla?

Pósturaf hakkarin » Þri 16. Sep 2014 13:00

Eftir þráðinn um barnabætur og lágtekjufólk að þá fór ég að hugsa um hvað er eða er ekki réttindi fyrir fólk. Hvað getur fólk ætlast til að geta leyft sér eftir útgjöld of skatta? Hvað eru réttindi? Þá datt mér eitt í hug. 10% regla. Hvað er það eiglega? Það er sú hugmynd að eftir skatta og útgjöld eigi allir rétt á því að eiga að minsta kosti 10% eftir af sínu fé til að eyða í sig sjálft.

Auðvitar er ómögurlegt að vita það bara 100% hver útgjöld hvers og eins eru, en það hlýtur að vera hægt að miða við einhver meðaltöl hvað varðar matarkostnað, leigu, bensín og svo framvegis, og gera það svo að rétti einstaklingsins að eftir skatta og útgjöld að þá eigi hann að geta átt svona sirka 10% eftir af sínum heildartekjum. Nákvæmlega hvaða leið væri farið til þess að tryggja þetta (skattalækkanir, bætur, hærri lágmarkslaun etc) er svo umdeilanlegt.

Eða er þessi hugmynd bara draumórar og óframkvæmanleg :(



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf Daz » Þri 16. Sep 2014 13:03

Ætli það sé ekki betra að stefna fyrst að því að allir geti haldið sinni fjölskyldu gangandi fjárhagslega með sínum launum+bótum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf Klemmi » Þri 16. Sep 2014 13:08

Draumórar og óframkvæmanleg.

Það eru sett fram neysluviðmið en þau eru í flestum tilfellum alveg absúrd, en að sama skapi er erfitt að segja hvernig eigi að reikna þau "sanngjarnt" út.

Hvernig væri frekar að fólki væri kennt að umgangast peninga, þyrfti t.d. að sækja námskeið áður en það tæki sitt fyrsta "alvöru" lán, svo það myndi skilja betur út í hvað það væri að koma sér? Fæstir geta útskýrt fyrir þér grundvallaratriði varðandi lán sem þeir taka, vita almennt í mesta lagi til hversu margra ára það er og jafn vel vaxtaprósentu.

ÉG tel að aðal vandamálið sé að fólk kann ekki að fara með peninga eða lærir það þegar það er orðið of seint.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf hakkarin » Þri 16. Sep 2014 14:00

Klemmi skrifaði:Hvernig væri frekar að fólki væri kennt að umgangast peninga, þyrfti t.d. að sækja námskeið áður en það tæki sitt fyrsta "alvöru" lán, svo það myndi skilja betur út í hvað það væri að koma sér? Fæstir geta útskýrt fyrir þér grundvallaratriði varðandi lán sem þeir taka, vita almennt í mesta lagi til hversu margra ára það er og jafn vel vaxtaprósentu.

ÉG tel að aðal vandamálið sé að fólk kann ekki að fara með peninga eða lærir það þegar það er orðið of seint.


Það er alveg til fólk sem að kann að fara með penninginn sinn en á samt varla fyrir mat.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf hagur » Þri 16. Sep 2014 14:06

Bara vinsamlegt ábending: Peningur, ekki penningur




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf Klemmi » Þri 16. Sep 2014 14:08

hakkarin skrifaði:Það er alveg til fólk sem að kann að fara með penninginn sinn en á samt varla fyrir mat.


Enda var ég ekki að segja að þetta væri staðan hjá öllum. Lágmarkslaun, atvinnuleysisbætur sem og aðrar bætur standa í mörgum tilfellum ekki undir eðlilegum útgjöldum, tala nú ekki um ef að fólk er komið með eitt eða fleiri börn.

Það er hins vegar ekki vafi í huga mér að stór hluti þeirra sem eiga erfitt með að láta enda ná saman eru í þeirri stöðu því þeir annað hvort skuldbundu sig án þess að vera tilbúin til að standa undir því, eða lifðu um efni fram þar sem þeir hugsuðu ekki dæmið til enda.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf hakkarin » Þri 16. Sep 2014 14:18

hagur skrifaði:Bara vinsamlegt ábending: Peningur, ekki penningur


Mynd

Klemmi skrifaði:
hakkarin skrifaði:Það er alveg til fólk sem að kann að fara með penninginn sinn en á samt varla fyrir mat.


Enda var ég ekki að segja að þetta væri staðan hjá öllum. Lágmarkslaun, atvinnuleysisbætur sem og aðrar bætur standa í mörgum tilfellum ekki undir eðlilegum útgjöldum, tala nú ekki um ef að fólk er komið með eitt eða fleiri börn.

Það er hins vegar ekki vafi í huga mér að stór hluti þeirra sem eiga erfitt með að láta enda ná saman eru í þeirri stöðu því þeir annað hvort skuldbundu sig án þess að vera tilbúin til að standa undir því, eða lifðu um efni fram þar sem þeir hugsuðu ekki dæmið til enda.


Já nokkuð til í því. Eins og til dæmis fólk sem að notar kredit kort til þess að kaupa ónauðsynjar að því að þá þarf ekki að safna fyrir hlutinum. Bara borgað yfir langan tíma. Svo verður það að vana þangað til að einstaklingurinn er að drukkna í skuldum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf Klemmi » Þri 16. Sep 2014 14:20

hakkarin skrifaði:Já nokkuð til í því. Eins og til dæmis fólk sem að notar kredit kort til þess að kaupa ónauðsynjar að því að þá þarf ekki að safna fyrir hlutinum. Bara borgað yfir langan tíma. Svo verður það að vana þangað til að einstaklingurinn er að drukkna í skuldum.


Einmitt, stór munur á því að eiga fyrir hlutnum og að eiga fyrir afborgunum af hlutnum.

Það er ekkert tryggt í þessum heimi en fólk er voðalega duglegt við að taka bara sénsinn og hugsa að hlutirnir reddist, svo skilur það ekkert í því þegar þeir reddast ekki og finnst þau einfaldlega fórnarlömb aðstæðna.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: 10% munaðar regla?

Pósturaf axyne » Þri 16. Sep 2014 15:29

Klemmi skrifaði:Hvernig væri frekar að fólki væri kennt að umgangast peninga, þyrfti t.d. að sækja námskeið áður en það tæki sitt fyrsta "alvöru" lán, svo það myndi skilja betur út í hvað það væri að koma sér? Fæstir geta útskýrt fyrir þér grundvallaratriði varðandi lán sem þeir taka, vita almennt í mesta lagi til hversu margra ára það er og jafn vel vaxtaprósentu.

ÉG tel að aðal vandamálið sé að fólk kann ekki að fara með peninga eða lærir það þegar það er orðið of seint.


Algjörlega sammála, tel það ætti að vera skilduáfangi í frammhaldskóla sem kennir fjármál/hvernig á að reka heimili.


Electronic and Computer Engineer