börn og húsaleigubætur
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
börn og húsaleigubætur
https://www.velferdarraduneyti.is/malaf ... ikniforrit
Var að skoða þetta af forvitni og sá að börn hækka húsaleigubætur. Af hverju hækka húsaleigubætur ef að maður á börn ef að það eru sér barnabætur fyrir þá sem að eiga börn? Finnst eins og þetta séu 2 bætur fyrir sama hlutinn.
Var að skoða þetta af forvitni og sá að börn hækka húsaleigubætur. Af hverju hækka húsaleigubætur ef að maður á börn ef að það eru sér barnabætur fyrir þá sem að eiga börn? Finnst eins og þetta séu 2 bætur fyrir sama hlutinn.
Re: börn og húsaleigubætur
Barn = stærra og dýrara húsnæði = meiri niðurgreiðsla.
Persónulega finnst mér bætur sem niðurgreiða vöru á frjálsum markaði tilgangslausar og ætti að afnema því að það er í raun bara ríkisstyrkur til þeirra sem eru að leigja því að þeir hækka hreinlega bara verðið...
Persónulega finnst mér bætur sem niðurgreiða vöru á frjálsum markaði tilgangslausar og ætti að afnema því að það er í raun bara ríkisstyrkur til þeirra sem eru að leigja því að þeir hækka hreinlega bara verðið...
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
rapport skrifaði:Barn = stærra og dýrara húsnæði = meiri niðurgreiðsla.
Mér finnst þetta mjög vafasöm rök. Af hverju þarf stór fjölskylda stærra húsnæði? Þessi hugsunarháttur byggist á þeirri brælu að hvert barn verði að hafa sitt eigið svefnherbegi eða eitthvað þannig rugl. Mér finnst það vera munaður að hvert stakt barn hafi sitt eigið herbegi. Mér finnst það asnalegt að á meðan sumir sem að þurfa á velferð að halda eru lepjandi dauðan úr skel að þá fær fólk auka penning þótt að það þurfi það ekki. Það eru 2 svefnherbergi minni íbúð og það gætu auðveldlega 2-3 börn deilt öðru þeirra. Ég væri ekkert verr setur fjárhagslega ef að börn ættu heima hjá mér svo lengi sem að ég fengi barnabætur eins og aðrir. Í gamla daga að þá áttu heilu fjölskyldunar heima í littlum íbúðum og gera það líkalega en í sumum tilfellum.
rapport skrifaði: Persónulega finnst mér bætur sem niðurgreiða vöru á frjálsum markaði tilgangslausar og ætti að afnema því að það er í raun bara ríkisstyrkur til þeirra sem eru að leigja því að þeir hækka hreinlega bara verðið...
Mikið til í þessu þótt svo að þetta eigi ekki endilega alltaf við. Efa það að leigan myndi til dæmis lækka núna á stöðum eins og í Reykjavík ef að bætur yrðu bara feldar niður.
Re: börn og húsaleigubætur
hakkarin skrifaði:Af hverju þarf stór fjölskylda stærra húsnæði?
Setning dagsins!
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
Aj, það er svo margt, margt, margt, margt fleira sem ég myndi benda á að skera niður áður en ég færi að gagnrýna rétt barna á eigin herbergi eða ekki.
Fólk sem fær barna- og húsaleigubætur eru lágtekjufólk, og það í leiguhúsnæði á annað borð. Ég veit ekki hvort þú hefur skoðað leigumarkaðinn undanfarið en fyrir þá sem ekki eiga sitt hús er meira en að segja það að eiga yfir höfuð efni á húsaskjóli.
Ég held líka að þú þurfir amk að hafa alið upp e-rja krakka á annað borð, áður en þú ferð að segja til um hvort barnabætur væru nóg fyrir uppihaldinu.
Fólk sem fær barna- og húsaleigubætur eru lágtekjufólk, og það í leiguhúsnæði á annað borð. Ég veit ekki hvort þú hefur skoðað leigumarkaðinn undanfarið en fyrir þá sem ekki eiga sitt hús er meira en að segja það að eiga yfir höfuð efni á húsaskjóli.
Ég held líka að þú þurfir amk að hafa alið upp e-rja krakka á annað borð, áður en þú ferð að segja til um hvort barnabætur væru nóg fyrir uppihaldinu.
Re: börn og húsaleigubætur
Hakkarin á að fá sér bjór í kvöld?
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
Er þetta ekki nátengt, spörum með því að leggja niður barnabætur og húsaleigubætur fyrir barnafólk og þá getum við fellt niður allar ríkisálögur á áfengi? win win!
Re: börn og húsaleigubætur
Barnabætur eru OK, þá er ríkið ekki að niðurgreiða einhverja eina vöru.
En vaxta- og húsleigubætur eru mjög sambærileg fyrirbæri fyrir lánveitendur og húseigendur, og framleiðslustyrkir til landbúnaðarins.
Það er verið að eyða skattpeningunum okkar til að niðurgreiða fokdýra og hugsanlega óhagstæða framleiðslu hérna innanlands.
Ég skil ekki hvernig fólk getur endalaust talað um að fólk sé að svindla á bótakerfinu þegar það eru fyrirtæki sem greiða minnstan skatt og eru stærstu bótaþegarnir þegar upp er staðið.
Vaxtabætur = niðurgreiðsla á vöru = óbeinn styrkur til fjármögnunarfyrirtækja.
Húsaleigubætur = niðurgreiðsla á vöru = óbeinn styrkjur til leigusala.
Beingreiðslur til bænda = niðurgreiðsla á vöru = beinn styrkur til framleiðanda
Niðurgreiðslur til bænda = Niðurgreiðsla á vöru = beinnstyrkur til framleiðanda
Nýsköpunarsjóður, Atvinnutryggingasjóður, Bændasamtökin, LÍÚ, SA, FÍS, o.þ.h.
Félagsleg þjónusta við fyrirtæki er nánast meiri en til einstaklinga og samt greiða þau 20% tekjuskatt skatt og greiða almennt bara mismuninn af inn- og útskatt í VSK...
Þau sleppa helvíti vel og ríkið gerir allt of vel við fyrirtæki í landinu þegar engin þörf er á því.
Fyrirtækin geta svo alltaf farið í gjaldþrot og ný kt. yfirtekur vörumerki og stundum flestar verðmætar eigur þess sem fór á hausinn og "voila" fyrirtækið er bara endurfætt samdægurs, skuldlaust og ferskt.
Það tap þarf samfélagið svo að greiða.
Það er miklu miklu miklu betra að vera fyrirtæki á Íslandi en að vera einstaklingur...
Sorglegt...
Félagsþjónusta
En vaxta- og húsleigubætur eru mjög sambærileg fyrirbæri fyrir lánveitendur og húseigendur, og framleiðslustyrkir til landbúnaðarins.
Það er verið að eyða skattpeningunum okkar til að niðurgreiða fokdýra og hugsanlega óhagstæða framleiðslu hérna innanlands.
Ég skil ekki hvernig fólk getur endalaust talað um að fólk sé að svindla á bótakerfinu þegar það eru fyrirtæki sem greiða minnstan skatt og eru stærstu bótaþegarnir þegar upp er staðið.
Vaxtabætur = niðurgreiðsla á vöru = óbeinn styrkur til fjármögnunarfyrirtækja.
Húsaleigubætur = niðurgreiðsla á vöru = óbeinn styrkjur til leigusala.
Beingreiðslur til bænda = niðurgreiðsla á vöru = beinn styrkur til framleiðanda
Niðurgreiðslur til bænda = Niðurgreiðsla á vöru = beinnstyrkur til framleiðanda
Nýsköpunarsjóður, Atvinnutryggingasjóður, Bændasamtökin, LÍÚ, SA, FÍS, o.þ.h.
Félagsleg þjónusta við fyrirtæki er nánast meiri en til einstaklinga og samt greiða þau 20% tekjuskatt skatt og greiða almennt bara mismuninn af inn- og útskatt í VSK...
Þau sleppa helvíti vel og ríkið gerir allt of vel við fyrirtæki í landinu þegar engin þörf er á því.
Fyrirtækin geta svo alltaf farið í gjaldþrot og ný kt. yfirtekur vörumerki og stundum flestar verðmætar eigur þess sem fór á hausinn og "voila" fyrirtækið er bara endurfætt samdægurs, skuldlaust og ferskt.
Það tap þarf samfélagið svo að greiða.
Það er miklu miklu miklu betra að vera fyrirtæki á Íslandi en að vera einstaklingur...
Sorglegt...
Félagsþjónusta
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
hakkarin skrifaði:rapport skrifaði:Barn = stærra og dýrara húsnæði = meiri niðurgreiðsla.
Mér finnst það vera munaður að hvert stakt barn hafi sitt eigið herbegi.
Já settu 2 ára barnið, 7 ára krakkann og 14 ára unglinginn saman í herbergi athugaðu hversu vel það endar.
hakkarin skrifaði:Mér finnst það asnalegt að á meðan sumir sem að þurfa á velferð að halda eru lepjandi dauðan úr skel að þá fær fólk auka penning þótt að það þurfi það ekki.
Augljóst að þú hefur aldrei alið upp barn og hefur ekki hundsvit á því hvað það kostar heldur.
hakkarin skrifaði: Það eru 2 svefnherbergi minni íbúð og það gætu auðveldlega 2-3 börn deilt öðru þeirra.
sem að þýðir að þú er eingöngu í of stórri íbúð miðað fjölskyldustærð.
Ef að þú heldur að barnabæturnar séu nægar til þess að borga kostnað við barnið þá ertu bara ekki hæfur til þess að ræða þessi mál.hakkarin skrifaði: Ég væri ekkert verr setur fjárhagslega ef að börn ættu heima hjá mér svo lengi sem að ég fengi barnabætur eins og aðrir.
í gamladaga þá ferðist fólk líka um á hestum, eigum við ekki að fara í þann pakka líka ?hakkarin skrifaði: Í gamla daga að þá áttu heilu fjölskyldunar heima í littlum íbúðum
Líklegast vegna þess að það hefur ekki efni á stærra húsnæði.hakkarin skrifaði: og gera það líkalega en í sumum tilfellum.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: börn og húsaleigubætur
Eins og hefur komið fram áður þá eru þeir sem fá þessar bætur tekjulágir einstaklingar.
Ég og konan fáum samtals um 140.000 (minnir mig) á ári í barnabætur fyrir 2 börn (4 og 6 ára).
Áttum ekki rétt á húsaleigubótum þar sem við vorum of "tekjuhá".
Það er ekkert mál að reka 2 börn fyrir þennan pening á ári, föt , tómstundir, leikskólagjöld (56þús á mánuði), blablabla
Ég og konan fáum samtals um 140.000 (minnir mig) á ári í barnabætur fyrir 2 börn (4 og 6 ára).
Áttum ekki rétt á húsaleigubótum þar sem við vorum of "tekjuhá".
Það er ekkert mál að reka 2 börn fyrir þennan pening á ári, föt , tómstundir, leikskólagjöld (56þús á mánuði), blablabla
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
Hinir raunverulegu þyggjendur velferðarstyrkja eru atvinnurekendur, sérstaklega þeir sem greiða lægstu launin og að einhverju leiti fjármagnseigendur og leigusalar. Í eðlilegu samfélagi ættu menn að hafa efni á því að lifa og borða á laununum sínum og ekki þurfa styrk frá ríkinu. Vinnandi menn ættu að fá mannsæmandi laun og geta hýst, fætt og klætt sig og sín börn án styrkja frá ríkinu.
Re: börn og húsaleigubætur
codec skrifaði:Hinir raunverulegu þyggjendur velferðarstyrkja eru atvinnurekendur, sérstaklega þeir sem greiða lægstu launin og að einhverju leiti fjármagnseigendur og leigusalar. Í eðlilegu samfélagi ættu menn að hafa efni á því að lifa og borða á laununum sínum og ekki þurfa styrk frá ríkinu. Vinnandi menn ættu að fá mannsæmandi laun og geta hýst, fætt og klætt sig og sín börn án styrkja frá ríkinu.
Já, vá! ég var búinn að gleyma hvernig þetta var rannsakað í USA, að það væri í raun Wallmart sem væri stærsti einstaki stryktaraðilinn því að starfsmenn þeirra væru á svo lélegum launum að þeir fengu líka bætur = Ríkið væri að niðurgreiða starfsfólkið í Wallmart...
Re: börn og húsaleigubætur
rapport skrifaði:Niðurgreiðslur til bænda = Niðurgreiðsla á vöru = beinnstyrkur til framleiðanda
Sláturfélaga
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
Daz skrifaði:Er þetta ekki nátengt, spörum með því að leggja niður barnabætur og húsaleigubætur fyrir barnafólk og þá getum við fellt niður allar ríkisálögur á áfengi? win win!
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
hakkarin skrifaði:https://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit
Var að skoða þetta af forvitni og sá að börn hækka húsaleigubætur. Af hverju hækka húsaleigubætur ef að maður á börn ef að það eru sér barnabætur fyrir þá sem að eiga börn? Finnst eins og þetta séu 2 bætur fyrir sama hlutinn.
Svo er í tísku ef þú ert bótamanneskja ,að reyna fá sem flestar greiningar á krakkan þinn . Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú sinnir ekki uppeldinu .
Fleirri greiningar = meira money
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
jonsig skrifaði:hakkarin skrifaði:https://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit
Var að skoða þetta af forvitni og sá að börn hækka húsaleigubætur. Af hverju hækka húsaleigubætur ef að maður á börn ef að það eru sér barnabætur fyrir þá sem að eiga börn? Finnst eins og þetta séu 2 bætur fyrir sama hlutinn.
Svo er í tísku ef þú ert bótamanneskja ,að reyna fá sem flestar greiningar á krakkan þinn . Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú sinnir ekki uppeldinu .
Fleirri greiningar = meira money
Finnst nú að þetta jaði soldið við að vera fordómar. Er ekki að segja að þetta sé 100% rangt en vil skulum samt ekki alhæfa.
Sko, sem öryrki að þá finnst mér (gæti ég eitthvað annað?) að allir, líka fólk sem að þarf að lifa á velferð (svo lengi sem að það hefur gilda ástæðu), eigi að geta lifað ákveðnu lágmarkslífi og leyft sér eitthvað eftir að búið er að borga fyrir útgjöld. Ég er ekki að meina það að þeir sem að eigi börn eigi bara að svelta eða eitthvað. Mér finnst það bara vera ósanngjarnt gagnvart öðrum bótaþegum að 1 einstaklingur geti fengið bætur tvisvar fyrir það sama. Ekki fæ ég 2 örorkubætur í einu.
Re: börn og húsaleigubætur
hakkarin skrifaði:jonsig skrifaði:hakkarin skrifaði:https://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit
Var að skoða þetta af forvitni og sá að börn hækka húsaleigubætur. Af hverju hækka húsaleigubætur ef að maður á börn ef að það eru sér barnabætur fyrir þá sem að eiga börn? Finnst eins og þetta séu 2 bætur fyrir sama hlutinn.
Svo er í tísku ef þú ert bótamanneskja ,að reyna fá sem flestar greiningar á krakkan þinn . Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú sinnir ekki uppeldinu .
Fleirri greiningar = meira money
Finnst nú að þetta jaði soldið við að vera fordómar. Er ekki að segja að þetta sé 100% rangt en vil skulum samt ekki alhæfa.
Sko, sem öryrki að þá finnst mér (gæti ég eitthvað annað?) að allir, líka fólk sem að þarf að lifa á velferð (svo lengi sem að það hefur gilda ástæðu), eigi að geta lifað ákveðnu lágmarkslífi og leyft sér eitthvað eftir að búið er að borga fyrir útgjöld. Ég er ekki að meina það að þeir sem að eigi börn eigi bara að svelta eða eitthvað. Mér finnst það bara vera ósanngjarnt gagnvart öðrum bótaþegum að 1 einstaklingur geti fengið bætur tvisvar fyrir það sama. Ekki fæ ég 2 örorkubætur í einu.
Innlegg í umræðuna...
Ég veit um fólk sem er með flottar tekjur, líklega milljón+ útborgað á mánuði.
Þau keyrðu, í krafti sinnar menntunar og þekkingar barnið sitt í gegnum greiningapróf, ekki að þau muni setja barnið á lyf, alls ekki. En til að tryggja að hann fái 200% athygli frá menntakerfinu, sérmeðferð o.þ.h.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
hakkarin skrifaði:jonsig skrifaði:hakkarin skrifaði:https://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit
Var að skoða þetta af forvitni og sá að börn hækka húsaleigubætur. Af hverju hækka húsaleigubætur ef að maður á börn ef að það eru sér barnabætur fyrir þá sem að eiga börn? Finnst eins og þetta séu 2 bætur fyrir sama hlutinn.
Svo er í tísku ef þú ert bótamanneskja ,að reyna fá sem flestar greiningar á krakkan þinn . Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú sinnir ekki uppeldinu .
Fleirri greiningar = meira money
Finnst nú að þetta jaði soldið við að vera fordómar. Er ekki að segja að þetta sé 100% rangt en vil skulum samt ekki alhæfa.
Sko, sem öryrki að þá finnst mér (gæti ég eitthvað annað?) að allir, líka fólk sem að þarf að lifa á velferð (svo lengi sem að það hefur gilda ástæðu), eigi að geta lifað ákveðnu lágmarkslífi og leyft sér eitthvað eftir að búið er að borga fyrir útgjöld. Ég er ekki að meina það að þeir sem að eigi börn eigi bara að svelta eða eitthvað. Mér finnst það bara vera ósanngjarnt gagnvart öðrum bótaþegum að 1 einstaklingur geti fengið bætur tvisvar fyrir það sama. Ekki fæ ég 2 örorkubætur í einu.
nú ætla ég að útbúa dæmi þannig að þú fattir þetta.
Þú býrð einn og færð þínar bætur sem að þú átt rétt á, hefur það þokkalega einsog þú varst búin að nefna einhver staðar = hefur það fínt
þú býrð með 1 - 3 börnum, færð þínar bætur sem þú átt rétt á og aukalega vegna barna sem að þú átt rétt á = þú og börnin hafa það ekki jafnfínt vegna þess að það vantar heilmiklar tekjur uppá að borga uppihald barnanna
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
Það má ekki nefna misnotkun á félagslega kefinu þá er maður úthrópaður fordómahaus . HAHAHA , á mínum yngri árum vann ég sem verktaki fyrir félagslega þjónustu hjá ónefndu sveitarfélagi.
Skíturinn sem ég sá þar og misnotkunin á kerfinu (bæði upplifun mín og spjall sem ég átti við hina og þessa bótaþega , meðal annars andlega öryrkja).... allavegana , fólk sem kallar mig með fordóma getur f.-sér .
Skíturinn sem ég sá þar og misnotkunin á kerfinu (bæði upplifun mín og spjall sem ég átti við hina og þessa bótaþega , meðal annars andlega öryrkja).... allavegana , fólk sem kallar mig með fordóma getur f.-sér .
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
urban skrifaði:nú ætla ég að útbúa dæmi þannig að þú fattir þetta.
Þú býrð einn og færð þínar bætur sem að þú átt rétt á, hefur það þokkalega einsog þú varst búin að nefna einhver staðar = hefur það fínt
þú býrð með 1 - 3 börnum, færð þínar bætur sem þú átt rétt á og aukalega vegna barna sem að þú átt rétt á = þú og börnin hafa það ekki jafnfínt vegna þess að það vantar heilmiklar tekjur uppá að borga uppihald barnanna
https://www.rsk.is/einstaklingar/reikni ... barnabota/ gerum ráð fyrir einstæðum foreldri með 1 barn undir 7 ára sem að er með 2.400.000kr í árslaun (sirka lágmarkslaun held ég).
----------------------------------------------------------------------------
Barnabætur alls 379.087
Til greiðslu í hverjum ársfjórðungi 94.772
----------------------------------------------------------------------------
Semsagt sirka 31þús á mánuði.
https://www.velferdarraduneyti.is/malaf ... ikniforrit "Húsaleigubætur barnlausra geta því numið að hámarki 22.000 kr. á mánuði, 36.000 kr. á mánuði ef eitt barn er á heimili"
Þannig að einstaklingur með 1 barn fær 14þús auka miðað við einstakling í sambærilegri lífsafstöðu.
Barnabætur+auka 14þús frá húsaleigubótunum = 45þús á mánuði sirka.
Í hvað fer þessi 45þús kall? Augljóslega kostar að eiga barn en mér þætti samt gaman að vita í hvað allur þessi penningur fer. Það eru til fullorðið fólk sem að getur einhvernveginn borðað fyrir ekki meira en svona 25-30þús á mánuði. Ef að fullvaxinn karlmaður getur það að þá getur það varla staðist að það kosti 45þús á mánuði að fæða lítið barn. Væntanlega þarf líka að borga fyrir aðra hluti eins og til dæmis föt, en það hljómar samt ekki eins og eitthvað sem að ætti að kosta þetta mikið.
EDIT 1: Gleymdi að það er líka leikskóli. Kostar það ekki mismunandi eftir því hvað maður er? Hvað er týpískur kostnaður fyrir 1 barn?
EDIT 2: Hef heyrt að sumir leikskólar bjóði 2 fyrir 1 tilboð eða eitthvað álíka þannig að þar er eitthvað til þess að hafa í huga ef að einstaklingurinn á fleiri en 1 barn.
EDIT 3:
http://oddny.eyjan.is/2011/03/hva-kosta ... lassi.html
"Ekki vita allir að hvert leikskólabarn kostar að meðaltali 1,4 milljón á ári. Hlutur foreldra (leikskólagjöldin) er að meðaltali rúmlega 200.000 krónur á ári."
Sirka 16þús á mánuði.
45-16 = 29 þús
Við fyrstu sýn að þá lookar 29þús eins og það sé rétt nóg til þess að fæða krakkan og borga fyrir önnur útgjöld. En þetta hlýtur samt að fara eftir því nákvæmlega hvernig fjöldskyldan borðar. Get eiglega ekki ímyndað mér einhvern ákveðinn kostnað fyrir mat sem að á bara við um alla.
EDIT 4: Ég gleymdi því að er víst líka eitthvað til sem að heitir tómstundar eða frístundastyrkir. Ég hef hinsvegar ekki kynnt mér þá neitt á veit ekki hvernig þeir virka. Eru þeir eitthvað sem að greiðist mánaðarlega eða öðruvísi?
EDIT 5: Eftir litla leit skilst mér að allavega í Reykjavík sé hann 30þús! Þetta hljómar mikið en ég veit ekki hversu oft eða hvernig þetta er greitt. Ég spyr aftur, greiðist þetta mánaðarlega eða öðruvísi?
jonsig skrifaði:Það má ekki nefna misnotkun á félagslega kefinu þá er maður úthrópaður fordómahaus . HAHAHA , á mínum yngri árum vann ég sem verktaki fyrir félagslega þjónustu hjá ónefndu sveitarfélagi.
Skíturinn sem ég sá þar og misnotkunin á kerfinu (bæði upplifun mín og spjall sem ég átti við hina og þessa bótaþega , meðal annars andlega öryrkja).... allavegana , fólk sem kallar mig með fordóma getur f.-sér .
Ég var ekkert að meina það að þú værir endilega fordómafullur. Þetta hefði bara getað verið orðað aðeins öðruvísi hjá þér. Annars er ég að fýla nýja avatarið þitt.
-
- spjallið.is
- Póstar: 437
- Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
- Reputation: 2
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
http://www.valkostir.is/index.php/eiga- ... gnast-barn
http://www.valkostir.is/index.php/eiga- ... r-nyburann
Laun geta skerðst töluvert líka þegar fólk eignast börn.
http://www.valkostir.is/index.php/eiga- ... r-nyburann
Laun geta skerðst töluvert líka þegar fólk eignast börn.
AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
Ef ég ætti ekki efni á því að eiga börn , þá væri ég vissulega ekki að drita þeim niður .
Hvernig var sagan þarna með kellingar bjánan sem átti 4x adhd krakka og fór í fílu útí féló útaf það var ekki keypt handa henni 6 herbergja íbúð ?
Svo að hún flytur til mömmu sinnar , rekur hana út og lætur hana gista í einhverju hjólhýsi (ps. mamma hennar er með krabbamein)
Hvernig var sagan þarna með kellingar bjánan sem átti 4x adhd krakka og fór í fílu útí féló útaf það var ekki keypt handa henni 6 herbergja íbúð ?
Svo að hún flytur til mömmu sinnar , rekur hana út og lætur hana gista í einhverju hjólhýsi (ps. mamma hennar er með krabbamein)
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: börn og húsaleigubætur
hakkarin skrifaði:http://oddny.eyjan.is/2011/03/hva-kosta ... lassi.html
"Ekki vita allir að hvert leikskólabarn kostar að meðaltali 1,4 milljón á ári. Hlutur foreldra (leikskólagjöldin) er að meðaltali rúmlega 200.000 krónur á ári."
Sirka 16þús á mánuði.
[og önnur atriði]
Það er nú málið að ef þú "gefur þér" hinar ýmsu forsendur,þá geturu fengið hinar ýmsu niðurstöður.
Ég googlaði "leikskólagjöld" og hérna geturu t.d. séð gjaldskrá Reykjavíkur
Það er rétt að miða við 8.0 eða 8.5 tíma.
Þú sérð að fyrir fólk í sambúð þar sem annar eða báðir eru á vinnumarkaði en ekki í fullu námi, þá er mánaðargjaldið fyrir 8.5klst 30þ á mánuði.
(Svona er þetta t.d. í mínu tilfelli.)
((Ég hef nú ekki skoðað það, en Reykjavík segist engu að síður vera með lægstu leikskólagjöld á landinu...))
Og svo er það nú þannig með börn á leikskólaaldri að a) þau stækka frekar fljótt þannig að föt endast stutt og b) föt skemmast.
Þannig að það er töluverð endurnýjun á fatnaði.
Svo um leið og grunnskóli byrjar, þá bætast við frístundir sem kosta slatta, og allur aukabúnaður í kringum frístundir kosta sitt líka.
Og svo eru allskonar aukaatriði sem maður gleymir að reikna með, eins og t.d. barnaafmæli, einhver "ferð" með skólanum eða frístundinni (t.d. skátaferð/fótboltaferð/etc...) og fl.
Þannig að kostnaðurinn getur verið fljótur að koma saman.
Mkay.