Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
tlord skrifaði:Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
Ég er ekki sammála. Borgarlandið er takmörkuð auðlind og óendurnýjanleg. Rétt eins og ef borgin væri að selja aðrar eigur, t.d. hlut sinn í OR, þá ætti hún alltaf að leita tilboða og taka því hæðsta sem bíðst.
Það á s.s. að selja lóðir á markaðsverði og taka tillit til þeirra kvaða sem fylgja kaupunum.
Miklar kvaðir = dýrari byggingakostnaður = lægra lóðaverð = húsnæði með góðu aðgengi.
Litlar kvaðir = ódýrari byggingakostnaður = hærra lóðaverð = húsnæði með slæmu aðgengi.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
tlord skrifaði:Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
HA? Lotterí þar sem sveitafélagið gefur verðmæti?
Hvað er "kostnaðarverð" á lóð fyrir sveitarfélag? Virði moldarinnar og grassins á henni?
Modus ponens
-
- Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
tlord skrifaði:vandamálið er að verðbólga étur allar launahækkanir sem eru umfram ca 2-3%
og ekki nog með það, hún hækkar líka lánin sem er öllu verra..
besta leiðin til að bæta hag almennings er að gefa vaxtaokrurunum gott spark í afturendann - semsagt burt með seðlabankann og íslensku krónuna...
+ Verðtryggð lágmarkslaun.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Gúrú skrifaði:tlord skrifaði:Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
HA? Lotterí þar sem sveitafélagið gefur verðmæti?
Hvað er "kostnaðarverð" á lóð fyrir sveitarfélag? Virði moldarinnar og grassins á henni?
Lóðin er þarna vegna eldvirkni og flekahreyfinga. Sveitafélagið gerði ekkert.
Lóðir eru gerðar dýrar með meðvitari skortsstefnu.
Kostnaðurinn er í hönnun og laggningu gatna.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Gúrú skrifaði:tlord skrifaði:Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
HA? Lotterí þar sem sveitafélagið gefur verðmæti?
Hvað er "kostnaðarverð" á lóð fyrir sveitarfélag? Virði moldarinnar og grassins á henni?
Þú getur alveg áræðanlega farið eitthvert langt í burtu og fengið lóð fyrir ekki neitt.
en þú færð líklegast ekki holræsi þangað eða rafmagn eða vatn eða neitt annað.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
tlord skrifaði:Gúrú skrifaði:tlord skrifaði:Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
HA? Lotterí þar sem sveitafélagið gefur verðmæti?
Hvað er "kostnaðarverð" á lóð fyrir sveitarfélag? Virði moldarinnar og grassins á henni?
Lóðin er þarna vegna eldvirkni og flekahreyfinga. Sveitafélagið gerði ekkert.
Lóðir eru gerðar dýrar með meðvitari skortsstefnu.
Kostnaðurinn er í hönnun og laggningu gatna.
Verðmætin eru m.a. nálægð við aðra byggð. Lóðir á Íslandi eru líka rökstyðjanlega ekki hérna "vegna flekahreyfinga" heldur vegna heits reits.
Vandamálið við að sveitafélag hugsaði svona er að það væri að stunda lotterí þar sem sigurvegararnir græða peninga.
Þú ert líka já alveg að hunsa það að lóðir eru ekki allar skapaðar jafnar.
Þú ert einfaldlega að stinga upp á margmiljón króna lotterýi per lóð þar sem að hinn heppni gæti endurselt hana á opnum markaði fyrir hagnað.
Modus ponens
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Gúrú skrifaði:tlord skrifaði:Gúrú skrifaði:tlord skrifaði:Lóðir í nýjum hverfum eiga að standa til boða á kostnaðarverði. Og framboð á að vera nægt. Ef ekki á að draga um hver fær..
Sveitafélög eiga aldrei að gera eitthvað í gróðaskyni...
HA? Lotterí þar sem sveitafélagið gefur verðmæti?
Hvað er "kostnaðarverð" á lóð fyrir sveitarfélag? Virði moldarinnar og grassins á henni?
Lóðin er þarna vegna eldvirkni og flekahreyfinga. Sveitafélagið gerði ekkert.
Lóðir eru gerðar dýrar með meðvitari skortsstefnu.
Kostnaðurinn er í hönnun og laggningu gatna.
Þú ert einfaldlega að stinga upp á margmiljón króna lotterýi per lóð þar sem að hinn heppni gæti endurselt hana á opnum markaði fyrir hagnað.
@Gúru: Þú hljómar eins og hann sé að stinga upp á einhverju nýju...
Hann er að stinga upp á að lóðaverðið sé fyrirframákveðið ("kostnaðarverð") og að ef að fleiri en einn einstaklingur sýnir lóðinni áhuga þá skuli dregið um hver fær.
Þetta er pretty-much eins og lóðum er úthlutað í dag.
Tekið t.d. úr reglum Ölfusar: "Ef fjöldi gildra umsókna um auglýstar lóðir er meiri en fjöldi lóða sem í boði eru skal dregið um umsækjendur."
Þetta er ekkert nýtt, þó svo að ferlið hafi oft verið gagnrýnt og kenningar í kringum að úrdrátturinn sé ekkert alltaf blindandi.ýmsar
Mkay.
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Ég er samt sammála Gúrú í því að ef ríkið eða sveitafélag er að selja eitthvað eigi að vera lágmarksverð ("kostnaðarverð") en samt alltaf uppboð. Sama hvort það er kvóti eða lóðaúthlutun. Ef markaðurinn er tilbúinn að borga meira fyrir þessar lóðir á ríkið/sveitafélagið (og þar með samfélagið) að njóta góðs af því en ekki braskarar.
Fyrir utan að allur svona útdráttur býr til mikla hættu á spillingu og vinagreiðum nema það sé gríðarlega opið og gegnsætt ferli (nokkuð sem mér sýnist t.d. lóðaúthlutanir ekki hafa verið í gegnum tíðina).
Fyrir utan að allur svona útdráttur býr til mikla hættu á spillingu og vinagreiðum nema það sé gríðarlega opið og gegnsætt ferli (nokkuð sem mér sýnist t.d. lóðaúthlutanir ekki hafa verið í gegnum tíðina).
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
dori skrifaði:Ég er samt sammála Gúrú í því að ef ríkið eða sveitafélag er að selja eitthvað eigi að vera lágmarksverð ("kostnaðarverð") en samt alltaf uppboð. Sama hvort það er kvóti eða lóðaúthlutun. Ef markaðurinn er tilbúinn að borga meira fyrir þessar lóðir á ríkið/sveitafélagið (og þar með samfélagið) að njóta góðs af því en ekki braskarar.
Fyrir utan að allur svona útdráttur býr til mikla hættu á spillingu og vinagreiðum nema það sé gríðarlega opið og gegnsætt ferli (nokkuð sem mér sýnist t.d. lóðaúthlutanir ekki hafa verið í gegnum tíðina).
Það er alltaf spilling.
Sá ekki betur en að RvK hefði verið með útboð á tréhúsunum á Laugarvegi og húsunum á bakvið þau á Skólavörðustíg. Tími frá auglýsingu og að ákvörðun = 10 dagar.
s.s. á 10 dögum áttu allir að geta skoðað, metið og fjarmagnað kaup á einhverju fyrir milljarða...
Hljómar meira eins og það hafi einhver verið búinn að því og svo átti að geðjast honum....
Re: Besta leiðin til þess að hjálpa lágtekjufólki?
Nákvæmlega. Ég veit að það er alltaf spilling (fer bara eftir skilgreiningu hversu mikil spillingin er). Opin ferli og birtingar upplýsinga draga úr spillingu en það er alltaf eitthvað.
Þess vegna finnst mér að ferli (eins og lóðaúthlutanir) ættu að vera hönnuð með það í huga að það sé sem minnst pláss fyrir spillingu.
Ef þú segir allar lóðir á X upphæð og "útdráttur" ef fleiri vilja en fá þá er rosalega auðvelt að lauma vinum sínum inn (eða færa þá á "betri lóðir" sem kosta samt það sama) nema það sé dregið uppúr hatti fyrir framan alþjóð, sem ég efast um. Sérstaklega þegar þetta er þannig að þessar úthlutanir eru ekki rosalega bindandi og oft hefur náðst að skila lóðum þannig að ef það er hagnaður nær sá sem hreppir lóðina að græða (annað hvort með því að byggja eða hugsanlega selja áfram) og ef það eru ekki forsendur fyrir slíku dömparðu lóðinni aftur á sveitafélagið og tapar lágmarksupphæð. Topp næs.
Miklu minna pláss fyrir spillingu ef þú býrð til upphæð þar sem lágmarksverð í allar lóðir er X (sama tala og að ofan) og ef það eru fáir sem vilja fara lóðirnar bara á því verði. Ef það eru margir sem vilja þá fær borgin það sem lóðirnar eru virkilega virði (að mati markaðarins).
Ég er aðallega algjörlega ósammála tlord þegar hann segir að sveitafélög eigi aldrei að gera neitt í gróðaskyni. Eða.. Ég er sammála því að ríki og sveitafélög eigi ekki að reyna að "græða" í sama skilningi og þegar um einkaaðila er að ræða. En allar eignir, sama hvort um er að ræða kvóta, olíu eða lóðir, hlýtur að eiga að selja á sem hæstu verði og mögulegt er til að geta gert betur við íbúana almennt (aukin þjónusta, lægri skattar o.s.frv.).
Þess vegna finnst mér að ferli (eins og lóðaúthlutanir) ættu að vera hönnuð með það í huga að það sé sem minnst pláss fyrir spillingu.
Ef þú segir allar lóðir á X upphæð og "útdráttur" ef fleiri vilja en fá þá er rosalega auðvelt að lauma vinum sínum inn (eða færa þá á "betri lóðir" sem kosta samt það sama) nema það sé dregið uppúr hatti fyrir framan alþjóð, sem ég efast um. Sérstaklega þegar þetta er þannig að þessar úthlutanir eru ekki rosalega bindandi og oft hefur náðst að skila lóðum þannig að ef það er hagnaður nær sá sem hreppir lóðina að græða (annað hvort með því að byggja eða hugsanlega selja áfram) og ef það eru ekki forsendur fyrir slíku dömparðu lóðinni aftur á sveitafélagið og tapar lágmarksupphæð. Topp næs.
Miklu minna pláss fyrir spillingu ef þú býrð til upphæð þar sem lágmarksverð í allar lóðir er X (sama tala og að ofan) og ef það eru fáir sem vilja fara lóðirnar bara á því verði. Ef það eru margir sem vilja þá fær borgin það sem lóðirnar eru virkilega virði (að mati markaðarins).
Ég er aðallega algjörlega ósammála tlord þegar hann segir að sveitafélög eigi aldrei að gera neitt í gróðaskyni. Eða.. Ég er sammála því að ríki og sveitafélög eigi ekki að reyna að "græða" í sama skilningi og þegar um einkaaðila er að ræða. En allar eignir, sama hvort um er að ræða kvóta, olíu eða lóðir, hlýtur að eiga að selja á sem hæstu verði og mögulegt er til að geta gert betur við íbúana almennt (aukin þjónusta, lægri skattar o.s.frv.).