Í tilefni þess að ég var að fá ljósleiðara ákvað ég að ég skyldi setja upp dedicated server fyrir hvað sem mér dettur í hug.
Er með ýmsar pælingar, en mest langar mig að setja upp vefsvæði og FTP svæði - fyrir mig persónulega.
Þegar fram í sækir mun ég svo líka setja upp einhvers konar streaming dæmi eins og Plex eða slíkt - en látum það liggja á milli hluta.
Er kominn með ágæta vél með C2D og 4GB í vinnsluminni sem ætti að duga í mitt persónulega stöff. Ég var ekki að tengjast internetinu í gær - svo ég þykist vita að Linux sé málið í þetta verkefni - en guð minn almáttugur hvað ég get ekki þetta kerfi.
Hef reynt amk. þrisvar á mínu 15 ára tölvuferli að færa mig yfir, en það er alltaf eitthvað sem fer svo óstjórnlega í taugarnar á mér sem ég næ ekki að redda með einföldu gúggli - eins og með ÖLL vandamál sem ég hef lent í með Windows.
Ég þoli ekki þetta terminal vesen, config skrár, engir eiginlegir installers - og ég veit ekkert hvaða kerfi eru í raun í gangi í tölvunni - þó að þau séu vissulega komin í gang og ég fæ APACHE default heimasíðuna upp.
Ég er aftur algerlega búinn að gefast upp á Linux í bili, ég lenti bæði í vandræðum með að setja upp vefsíðu - og að setja upp FTP/SFTP - svo ég gefst upp. Ég var í miklu basli með að vísa tölvunni á aðra möppu þegar ég setti vefsíðuna upp(default www) - og gafst upp á því. Ég reyndi bæði nginx og LAMP - Gúggl mín skiluðu svo engum lausnum - alltaf einhverjir errors þegar ég skrifa það sem fólk bendir á.
Reyndi svo að setja upp SFTP með ssh tólinu - náði að koma því í gang - en userinn sem ég bjó til fór alltaf beint á rót harða disksins, í stað dedicated möppu - og enn og aftur hjálpaði Googl ekki neitt.
Þriðja vandamálið var svo þegar ég setti nýjan 2TB disk í vélina - hann kemur eðlilega upp og tölvan greinir hann - en Ubuntu finnur hann hvergi - og ég finn ekkert tól sem svipar til Disk manager til þess að formata hann og setja hann upp. Enn og aftur skilaði Google engum lausnum - heldur fleiri terminal ævintýrum sem gengu ekki upp.
Ég viðurkenni fúslega að þetta er gott kerfi og þetta skrifast algerlega á kunnáttuleysi í mér - en samt sem áður er ég ekki tilbúinn að eyða svona miklum tíma til þess að læra inn á þetta Terminal kerfi eins og er - því miður.
Þar sem þetta project er bara fyrir mig sjálfan og nokkra félaga nú í bili - spyr ég ykkur fræðingana - hvað á ég að setja upp? Windows Server? Venjulegt Windows? Hvaða útgáfu?
Hvaða tól get ég notað fyrir vefsíðu? WAMP?
Hvaða tól nota ég fyrir FTP eða SFTP server?
Ef það er til eitthvað Linux kerfi sem ég sting bara USB-setuppi í gang og gerir þetta allt fyrir mig er ég til í að endurskoða þessa ákvörðun mína - en á meðan allt í Linux gerist í Terminal þá segi ég pass í bili. Ég kem klárlega til þess að mastera þetta þegar fram líða stundir - en ég hef ekki tíma í bili.
Takk kærlega fyrir lesturinn.
TL;DR
- Ætla að setja upp vefsíðu og FTP server (á netinu btw, ekki local)
- Nenni ekki Linux
- Hvaða Windows kerfi á ég að setja upp
- Hvaða tól nota ég fyrir vefsíðu og FTP eða SFTP