Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?

Pósturaf hakkarin » Fös 29. Ágú 2014 21:29

Haukursv skrifaði:
rapport skrifaði:Ég er búinn að vera í vín og bjórsmökkunar sumarfríi...

Vín = spænsku hvítvínin með ávaxtakeim og hálfsæt = stóðu upp úr...

Cono Sur frá Chile = hvítt og rautt, allt gott frá þeim.

Ítölsk, frönsk, afríkönsk og frá USA, fann ekkert gott...

Bjór:

Boli og Thule voru þeir einu semég fékk ekki fljótt leið á.

Stella - Mjög fljótt leiður á henni, verð svo saddur eitthvað strax.

Tékkneski udwiserinn og Pilsner Urquel = klassískt.

Smakkaði einhvern Thailenskan sem var OK og ítalskan (á Primo, fann hann svo ekki í ríkinu) sem var góður.

Bríó = góður í 2-3 daga svo leiður á honum.

p.s. ég drakk c.a. 3-6 bjóra á kvöldi í 28 daga = c.a. 120 bjóra (léttist samt um 4kg. í fríinu)

Og ég reyndi að smakka helling...

Kemur hreinlega á óvart hvað niðurstaðan er ekki spennandi...


Þetta eru samt allt voðalega einsleitir og óspennandi bjórar sem þú ert að smakka, bara lager bjórar og þó að þessir pilsner bjórar geti verið góðir er svo margt annað margfalt betra (imo) í boði. Vera óhræddur að prufa sig áfram, íslensku brugghúsin eru alltaf að verða betri og betri, mæli sérstaklega með hveitibjórum og pale ale bjórum sem fyrstu skrefunum inní heim ölsins, það getur bara varla klikkað að mínu mati. Svo þegar á dregur get menn farið að prufa sig áfram og smakkað IPA,Trappist,Stout ofl fleiri bjórstíla, heimur bjórsins kemur mér sífellt á óvart.



Hver er annars munnurinn á lager og pale ale? Er öl ekki bara dökkara og bruggað eitthvað öðruvísi?



Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?

Pósturaf Haukursv » Fös 29. Ágú 2014 21:35

Sko svona í heildina litið er bjór skipt í 2 flokka, Lager og Öl, ,þó svo að það sé ekki heilagt. Munurinn liggur eins og þú sagðir í bruggaðferðinni en við gerð lagerbjóra er notað Ger sem fer á botninn á tankinum þegar gerjun er yfirstaðin og við gerð öls er notað ger sem flýtur upp þegar hann er búinn að gerjast. Liturinn skiptir í rauninni ekki máli þó svo að algengustu lagerstílarnir eru frekar ljósir og í heildina litið er öl líklegast dekkra, en auðvitað eru margar undantekningar á þessu. Mæli annars bara með að googla þetta og lesa um þetta sjálfur enda endalaust af upplýsingum til. Bjórinn er afskaplega áhugaverður og ljúffengur, finnst mér allavega :)


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?

Pósturaf rapport » Fös 29. Ágú 2014 23:52

Þetta var það sem ég mundi eftir...

KRÁL er bjórinn minn þessa stundina...

prófaði Leffe týpur einhverjar, Honey Dew, Græna og hvíta egils pilsnerinn, thor, erdinger (sem er alltaf góður), Slots, Sumaröl, Faxe, Föroya pilsnerinn, Löwenbrau (góður), Kalda og marga fleiri ....

Ég var bara að segja frá þeim sem ég mundi eftir, nú þurfti ég að tékka á vinbud.is til að ryfja þetta upp...



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru Egils Gull og Víking ofmetnir?

Pósturaf einarhr » Sun 31. Ágú 2014 18:44

Haukursv skrifaði:Sko svona í heildina litið er bjór skipt í 2 flokka, Lager og Öl, ,þó svo að það sé ekki heilagt. Munurinn liggur eins og þú sagðir í bruggaðferðinni en við gerð lagerbjóra er notað Ger sem fer á botninn á tankinum þegar gerjun er yfirstaðin og við gerð öls er notað ger sem flýtur upp þegar hann er búinn að gerjast. Liturinn skiptir í rauninni ekki máli þó svo að algengustu lagerstílarnir eru frekar ljósir og í heildina litið er öl líklegast dekkra, en auðvitað eru margar undantekningar á þessu. Mæli annars bara með að googla þetta og lesa um þetta sjálfur enda endalaust af upplýsingum til. Bjórinn er afskaplega áhugaverður og ljúffengur, finnst mér allavega :)


Lager varð til á sínum tíma til að auka geymsluþol og er hann með lengar geymsluþol ma. vegna þess að hann er (hreinni). Ég fór á námskeið fyrir ca 10 árum í Svíþjóð þar sem þetta var útskýrt en ég er svo helvíti gleymin að ég get ekki talið þetta allt upp.

Ss það eru til Undirgerjað öl og yfirgerjað öl sem Haukur lýsir hér að ofan og á árum áður var froðan (gerið) sem flaut upp notað ma. í brauðgerð :happy

Bætt við

Svo má líka ekki gleyma að þegar maður situr að öldrykkju þá verður maður að plana í hvaða röð maður drekkur ölið ef maður er með marga til prófunar. Td einn bjór sem eyðileggur alla aðra lagerbjóra er Stella! Mér líkar vel við þann bjór en maður verður að passa sig á því að drekka hann síðast ef maður er með marga lager sem á að prófa annars finnur maður bara bragð af Stella löngu seinna. Þetta er svona eins með Léttvínið, maður byrjar á bragðminna og vinnur sig svo upp.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |