Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjaldi?

Allt utan efnis
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf urban » Mán 28. Júl 2014 13:41

rapport skrifaði:Langur Texti


Þarna ertu bara að tala um allt önnur málefni.

reyndar er ég alveg sammála þér, óhemju mikill fjöldi fyrritækja er einmitt rekinn á fáránlegan hátt (VSV er eitt þeirra)


En þetta breytir því samt sem áður ekki sem að ég var að ræða um.

Endurnýjunarþörf íslenskaskipaflotans er mjög mikil.


Ef að við ættum að nota sömu rök á bílaflota heimila og þú notaðir á skipaflota fyrritækja þá ætti enginn íslendingur að kaupa sér nýjan bíl.
þar sem að það er svo rosalega mikið af bílum í landinu og miklu fleiri bílar en þarf.

en þú ferð nú samt væntanlega og kaupir þér nýjan bíl þegar að sá gamli deyr og þú hefur efni á nýjum


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf rapport » Mán 28. Júl 2014 14:38

Ef við setjum þetta í samhengi við server í vélasal.

Stofnkostnaður, viðhald og rekstur, orkunotkun, þörf fyrir kælingu o.s.frv. allt m.v. afkastagetu og þörf fyrir afköst.

Það sem triggerar útskiptum/uppfærslu getur verið t.d.

- Warranty rennur út eða búnaður er kominn á end of service.
- Afköstin eru orðin of lítil.
- Búnaðurinn hitar of mikið.
- Búnaður eyðir of mikilli orku.

Þá má endurskrifa þetta fyrir fiskiskipin sem:

- Úreltur búnaður sem ekki er hægt að fá varahluti í.
- Afkastageta veiða of lítil.
- Sóun of mikil. tækifæri til að skapa meiri verðmæti úr aflanum.
- Aðalvélar eyða of mikilli olíu, a.m.k að tækifæri sé til sparnaðar.

Við þetta bætist skiptikostnaður sem er misjafn eftir því hversu umfangsmilar breytingarnar eru:

Varðadi servera:
- Nýr þjónustuaðili?
- Þarf að breyta/aðlaga aðstæður í vélasal
- Viðskiptakostnaður, fjármögnun, vextir o.þ.h.
- Innleiðingarkostnaður, ný hugbúnaðrleyfi, eftirlitshugbúnaður o.þ.h.
- Öflun þekkingar á nýjum innviðum, bæði við val og svo seinna við rekstur.


Varðandi fiskiskipin, þá er þetta nánast það sama.


En...

Ef útkoman er alltaf sú sama, s.s. skipin veiða sama kvótann og áður, en eyða bara minni olíu o.s.frv. þá held ég að það sé líka kominn tími til að skoða aðra og hugsanlega áhrifameiri þætti.

Þessa mannlegu þætti sem allt hitt byggir á.

Mér finnst t.d. út úr kú að nýja skip Ísfélagsins sé mannað með þeim hætti sem það er mannað.

Tækin og tæknin er ekki nema hluti af hagræðinu.

Að setja lélega illa samsetta og ósamstíga áhöfn á nýtt og flott skip er "dick" move.

Ef þessir aðilar geta ekki verið faglegir og flottir á þessu leveli, þá er þessum geira ekki bjargandi.

Ef við tökum Hugo Chavez á þetta og mundum ríkisvæða öll útgerðarfyrirtæki.

Hver yrði munurinn fyrir hinn almenna Íslending?

Hver yrði munurinn fyrir hinn almenna sjómann?

Hugsanlega yrði það bara vinir fiskistofustjóra sem mundu fá pláss en ekki fjölskylda útgerðarstjorans.

Óhagkvæmnin yrði líklega meiri, en afraksturinn fyrir almenning yrði líklega meiri, a.m.k yrði fiskur aftur ódýr í verslunum innanlands.


p.s. er loksins kominn í sumarfrí.... Öll svör verða löng næstu 4 vikurnar...



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf urban » Mán 28. Júl 2014 16:41

rapport skrifaði:Ef við setjum þetta í samhengi við server í vélasal.

Sem að er ekki samanburðarhæft, en jæja...

rapport skrifaði:- Úreltur búnaður sem ekki er hægt að fá varahluti í.
- Afkastageta veiða of lítil.
- Sóun of mikil. tækifæri til að skapa meiri verðmæti úr aflanum.
- Aðalvélar eyða of mikilli olíu, a.m.k að tækifæri sé til sparnaðar.


bara neðsta þrepið þarna er meira en nóg til þess að réttlæta endurnýjun.

Olíukostnaður er stærsti einstaka kostnaður fiskiskipa.
Ef að hægt er að sækja sama magn fyrir 40% minni olíu (einsog nýji Jón Vídalín kemur til með að gera) þá eru þessi skip fljót að borga sig.

rapport skrifaði:Við þetta bætist skiptikostnaður sem er misjafn eftir því hversu umfangsmilar breytingarnar eru:

Varðadi servera:
- Nýr þjónustuaðili?
- Þarf að breyta/aðlaga aðstæður í vélasal
- Viðskiptakostnaður, fjármögnun, vextir o.þ.h.
- Innleiðingarkostnaður, ný hugbúnaðrleyfi, eftirlitshugbúnaður o.þ.h.
- Öflun þekkingar á nýjum innviðum, bæði við val og svo seinna við rekstur.

Varðandi fiskiskipin, þá er þetta nánast það sama.


nýr þjónustu aðili, tjahh það er ekkert öruggt, alveg hægt að kaupa flest allar aðalvélar og búnað frá sömu framleiðendum og hægt var fyrir t.d. 30 árum.
Nýtt skip, þar að leiðandi þarf ekki að breyta aðstæðum í vélasal.
auðvitað er fjármagnskostnaður á nýju skipi, en einhver er ástæða fyrir því að menn gera þetta, væntanlega vegna þess að hann verður lægri en viðhaldskostnaður.
Innleiðingar kostnaður og þekking á nýju dóti kostar alltaf sitt, en það kostar líka sitt við skipti á áhöfn.


rapport skrifaði:Ef útkoman er alltaf sú sama, s.s. skipin veiða sama kvótann og áður, en eyða bara minni olíu o.s.frv. þá held ég að það sé líka kominn tími til að skoða aðra og hugsanlega áhrifameiri þætti.


Þú finnur ekki áhrifameiri þætti á fiskveiðar en olíu. (jú fiskgengd og veður, en ekki á kostnaðarhlutann)

Þessa mannlegu þætti sem allt hitt byggir á.

rapport skrifaði:Mér finnst t.d. út úr kú að nýja skip Ísfélagsins sé mannað með þeim hætti sem það er mannað.

Tækin og tæknin er ekki nema hluti af hagræðinu.

Að setja lélega illa samsetta og ósamstíga áhöfn á nýtt og flott skip er "dick" move.

Ef þessir aðilar geta ekki verið faglegir og flottir á þessu leveli, þá er þessum geira ekki bjargandi.


Í fyrsta lagi þá er nú þrátt fyrir að vera kjánalega mannað, þá eru skipstjóri, stýrimenn og vélstjórar allt vanir menn, eini sem að ég hef heyrt um að er óvanur, það er kokkurinn.

En þetta er einkafyrirtæki, þannig að hvað kemur það "okkur" við hvernig það er mannað.

rapport skrifaði:Ef við tökum Hugo Chavez á þetta og mundum ríkisvæða öll útgerðarfyrirtæki.

Hver yrði munurinn fyrir hinn almenna Íslending?

Hver yrði munurinn fyrir hinn almenna sjómann?

Hugsanlega yrði það bara vinir fiskistofustjóra sem mundu fá pláss en ekki fjölskylda útgerðarstjorans.

Óhagkvæmnin yrði líklega meiri, en afraksturinn fyrir almenning yrði líklega meiri, a.m.k yrði fiskur aftur ódýr í verslunum innanlands..


Hvernig yrði fiskur ódýrari við það að óhagkvæmnin yrði meiri ?
myndiru ætla að lækka laun sjómanna, lækka laun þeirra sem að vinna aflann í landi eða lækka olíuverð

(þar að auki er þetta bara ekki samanburðar hæft þar sem að þetta er jú, einsog ég bennti á hérna að ofan, einkafyrirtæki.

Það þarf ekki að segja mér að þú eða einhver þér tengdur hafi ekki fengið einhvern tíman vinnu út á að þekkja rétta fólkið.

rapport skrifaði:p.s. er loksins kominn í sumarfrí.... Öll svör verða löng næstu 4 vikurnar...


Lýst vel á þetta :)


p.s.
ég tel mig þekkja þetta málefni þokkalega vel.

menntaður bæði sem stýrimaður og vélstjóri (reyndar fyrsta stigið í báðum)
Búin að starfa sem trillusjómaður, á snurvoð og togurum.
búin að starfa á fiskmarkaði.
búin að starfa í lítilli fiskvinnslu nátengdri 2 útgerðu,

búin semsagt að starfa í eða nátengt sjávarútvegi í 17 ár+ af þessum tæpu 33 árum sem að ég er búin að vera á lífi


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf Minuz1 » Mán 28. Júl 2014 18:00

urban skrifaði:
VSV sem að er veiðar, vinnsla, frystigeymsla, fiskimjölsverkssmiðja, löndunarþjónusta og fleira og fleira eru með hagnað
Veiðarnar eru bara einn hluti af fyrirtækinu,
veiðarnar er einn hluti af fyrirtækinu sem að borgar veiðigjöldin.
veiðarnar voru ekki með hagnað uppá 2 milljarða, samstæðan öll var það.

Geturu nefnt marga sem að voru reknir vegna hagnaðatala á síðasta ári ?



Nei, ég get það ekki, þeir hafa ekki birt ársskýrslu (ég amk get ekki fundið hana)

En ég hef amk enga samúð með þessu fyrirtæki, og mín vegna má ríkið alveg hámarka okkar gróða þannig að þetta batterý hætti að vera rekstrarhæft.
Meðan það hefur efni á því að stunda svona rekstur þá er skattlagningin ekki nógu há.

Getur þú bent mér á eitthvað fyrirtæki í sjávarútvegi, sem er rekið ágætlega og samt er á hausnum vegna veiðigjalda?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf urban » Mán 28. Júl 2014 19:07

Minuz1 skrifaði:
urban skrifaði:
VSV sem að er veiðar, vinnsla, frystigeymsla, fiskimjölsverkssmiðja, löndunarþjónusta og fleira og fleira eru með hagnað
Veiðarnar eru bara einn hluti af fyrirtækinu,
veiðarnar er einn hluti af fyrirtækinu sem að borgar veiðigjöldin.
veiðarnar voru ekki með hagnað uppá 2 milljarða, samstæðan öll var það.

Geturu nefnt marga sem að voru reknir vegna hagnaðatala á síðasta ári ?



Nei, ég get það ekki, þeir hafa ekki birt ársskýrslu (ég amk get ekki fundið hana)

En ég hef amk enga samúð með þessu fyrirtæki, og mín vegna má ríkið alveg hámarka okkar gróða þannig að þetta batterý hætti að vera rekstrarhæft.
Meðan það hefur efni á því að stunda svona rekstur þá er skattlagningin ekki nógu há.

Getur þú bent mér á eitthvað fyrirtæki í sjávarútvegi, sem er rekið ágætlega og samt er á hausnum vegna veiðigjalda?


'eg get alveg sagt þér það að það var engum sagt upp til að auka hagnað.
Það var skip selt fyrir 2 eða 3 árum (þú átt væntanlega við það atriði) vegna þess að vinnsla á því gekk ekki.

En þú hefur enga samúð með þessu fyrirtæki, ég hef það ekki heldur.
en ég hef engan áhuga á því að láta þetta batterý verða órekstrarhæft einfaldlega vegna þess að þetta er einn af alstærstu vinnustöðunum hérna.


Þér finnst sjálfsagt ekkert mál að nokkur hundruð manns missi vinnuna og skelli sér í framhaldi á atvinnuleysisbætur, persónulega finnst mér það vera heilmikið mál.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf Minuz1 » Mán 28. Júl 2014 23:32

urban skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
urban skrifaði:
VSV sem að er veiðar, vinnsla, frystigeymsla, fiskimjölsverkssmiðja, löndunarþjónusta og fleira og fleira eru með hagnað
Veiðarnar eru bara einn hluti af fyrirtækinu,
veiðarnar er einn hluti af fyrirtækinu sem að borgar veiðigjöldin.
veiðarnar voru ekki með hagnað uppá 2 milljarða, samstæðan öll var það.

Geturu nefnt marga sem að voru reknir vegna hagnaðatala á síðasta ári ?



Nei, ég get það ekki, þeir hafa ekki birt ársskýrslu (ég amk get ekki fundið hana)

En ég hef amk enga samúð með þessu fyrirtæki, og mín vegna má ríkið alveg hámarka okkar gróða þannig að þetta batterý hætti að vera rekstrarhæft.
Meðan það hefur efni á því að stunda svona rekstur þá er skattlagningin ekki nógu há.

Getur þú bent mér á eitthvað fyrirtæki í sjávarútvegi, sem er rekið ágætlega og samt er á hausnum vegna veiðigjalda?


'eg get alveg sagt þér það að það var engum sagt upp til að auka hagnað.
Það var skip selt fyrir 2 eða 3 árum (þú átt væntanlega við það atriði) vegna þess að vinnsla á því gekk ekki.

En þú hefur enga samúð með þessu fyrirtæki, ég hef það ekki heldur.
en ég hef engan áhuga á því að láta þetta batterý verða órekstrarhæft einfaldlega vegna þess að þetta er einn af alstærstu vinnustöðunum hérna.


Þér finnst sjálfsagt ekkert mál að nokkur hundruð manns missi vinnuna og skelli sér í framhaldi á atvinnuleysisbætur, persónulega finnst mér það vera heilmikið mál.


Það ætti að vera eðlileg þróun á samkeppnismarkaði að VSV færi á hausinn og hundruðir manna myndu missa vinnuna, en ný fyrirtæki myndu spretta upp og fiskurinn yrði veiddur.
Það er eðli markaðs sem ætti að vera.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7501
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf rapport » Þri 29. Júl 2014 01:55

@urban

Ég var ekki að segja að fiskiskipaflotann ætti ekki að endurnýja, bara að benda á að það eru ótal breytur að baki aðrar en olía.

Í þessu samhengi þá veit ég að um 20% af allri olíu sem kemur til Íslands er dælt í skip í Vestmannaeyjum, það er nokkuð mögnuð tala.

En Jón Vídalín VE er 42 ára gamalt skip - smíðað 1972 - Það kemur ekki á óvart að það náist 40% sparnaður þar.

Reyndar er saft að olíunotkun sé sú sama, en aflið sé 60% meira í fréttatilkynningu VSV, en það kemur niður á það sama, ef skipið er keyrt m.v. afköst hins, þá er það að keyra á 62,5%, vonandi sparast olían í sama hlutfalli.


Ég fann fleiri greinar sem styðja það sem þú segir, mitt fólk virðist velja að vera hjá útgerðum sem eru á nýlegri skipum.


En varðandi samtal ykkar Minuz, þá er ég algjör VG í sumum málum en hvað varðar frelsi markaðarins (þar sem frelsi þarf að vera) þá má kerfið ekki pæla í hverjir eigi hvað nema um einhverskonar einokunartilburði eða markaðsmisnotkun er að ræða. Það finnst mér vera mistök xD, þeir setja frelsið í annað sæti, en í fyrsta sæti fer "hver stjórnar".

Ef fyrirtæki ber sig ekki, þá á það að fara á hausinn. Það er vel hægt að gera það með reisn og án þess að einhver hljóti skaða af... ég er sjálfur að loka litlu fyrirtæki núna sem við vorum nokkrir með sem gekk ekki.

p.s. hann var líklega að tala um útgerðirna fyrir austan, Hólmanes eða Síldarvinnsluna e-h álíka, hef heyrt að skipin séu komin á ESB/danksa mönnun þar sem einn er í brúnni og enginn í vél á meðan gert er að = allir þurfa að vinna á dekki. Þar var það gert til að spara mannskap og pening fyrir útgerðina.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf urban » Þri 29. Júl 2014 08:52

Minuz1 skrifaði:
Það ætti að vera eðlileg þróun á samkeppnismarkaði að VSV færi á hausinn og hundruðir manna myndu missa vinnuna, en ný fyrirtæki myndu spretta upp og fiskurinn yrði veiddur.
Það er eðli markaðs sem ætti að vera.


Já ég hef engar áhyggjur af því að fiskurinn yrði ekki veiddur og unninn.

ég hef áhyggjur af því að það gæti gerst annar staðar en hérna í eyjum


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvað myndi þjóðinn raunverulega græða á hærra veiðigjald

Pósturaf depill » Þri 29. Júl 2014 15:20

Er svona 50/50 að það sé dauði að taka þátt í þessari umræðu. En hér eru my 5 cents.

Ef við tökum þetta bara alveg kalt ekki út frá Eyja hagsmunum eða annara manna hagsmunum að þá hlýtur að vera grunnurinn sá að þeir sem veiða fiskinn ættu að vera greiða þjóðinni ákveðið endurgjald fyrir það að fá að nýta auðlinda sem aðrir fá ekki að gera. Og við getum ekki talað um það út frá því að einhver X félög verði að skila hagnaði til að geta endurbætt flotann sinn, borgað há laun og staðið undir háum fjármagnskostnaði ( þó það sé af sjálfsögðu allt mjög gott ef það sé mögulegt )

Mér finnst þetta svona svipað eins og auðvita eiga álver og annar stóriðnaður að greiða mengunargjöld ásamt öllum iðnaði þar sem það er bara til X af resources. Sama gildir með fiskinn. Þegar ég finn uppá einhverju sjálfur sem tekur enga resourca frá neinum á ég auðvita ekki að greiða neitt. Og plís ekki blanda hérna inní að bændur fái greitt fyrir sitt verk.

Við lifum saman sem þjóð og þeir sem fá að nýta sér auðlindir þjóðarinnar ( hvort sem það er vatn, fiskur eða land ) ættu að greiða rentu til hinna sem fá ekki eða geta ekki.

Og þá hlýtur maður að skoða hvort að núverandi gjöld séu sérstaklega óeðlileg ( mér er í raun og veru alveg sama hver staða minni eða stærri aðila er, fjármagnsgöld eða illa fjármögnuð fyrirtæki koma mér ekki við. Það eru allir að reyna ávaxta peningin sinn sem best, það er til dæmis ástæða þess að fólk stofnar stundum fyrirtæki í stað þess að setja peninginn inní banka) .

Almennt veiðigjald (2014/2015 samkvæmt frumvarpi sem ég fann ) á Þorskígildi er 8 + 3,74 (sérstakt ) kr á hvert þorskígildiskíló, söluverðið samkvæmt Sax er 334,96 kr ( ég er ekki expert, það er í lagi að drulla yfir þessa fræði hjá mér ) það þýðir að skattheimtan er um 3.50% á þorskinn. Ég fór á sax.is og bar saman við http://www.althingi.is/altext/143/s/0989.html og lægsta skattheimtan er á Þorski og Gullkarfa 3,5% og hæsta á Þykkvalúra 20,47%.

Ég veit ekki, ég bara vorkenni engum með þessi veiðigjöld.