rapport skrifaði:Ef við setjum þetta í samhengi við server í vélasal.
Sem að er ekki samanburðarhæft, en jæja...
rapport skrifaði:- Úreltur búnaður sem ekki er hægt að fá varahluti í.
- Afkastageta veiða of lítil.
- Sóun of mikil. tækifæri til að skapa meiri verðmæti úr aflanum.
- Aðalvélar eyða of mikilli olíu, a.m.k að tækifæri sé til sparnaðar.
bara neðsta þrepið þarna er meira en nóg til þess að réttlæta endurnýjun.
Olíukostnaður er stærsti einstaka kostnaður fiskiskipa.
Ef að hægt er að sækja sama magn fyrir 40% minni olíu (einsog nýji Jón Vídalín kemur til með að gera) þá eru þessi skip fljót að borga sig.
rapport skrifaði:Við þetta bætist skiptikostnaður sem er misjafn eftir því hversu umfangsmilar breytingarnar eru:
Varðadi servera:
- Nýr þjónustuaðili?
- Þarf að breyta/aðlaga aðstæður í vélasal
- Viðskiptakostnaður, fjármögnun, vextir o.þ.h.
- Innleiðingarkostnaður, ný hugbúnaðrleyfi, eftirlitshugbúnaður o.þ.h.
- Öflun þekkingar á nýjum innviðum, bæði við val og svo seinna við rekstur.
Varðandi fiskiskipin, þá er þetta nánast það sama.
nýr þjónustu aðili, tjahh það er ekkert öruggt, alveg hægt að kaupa flest allar aðalvélar og búnað frá sömu framleiðendum og hægt var fyrir t.d. 30 árum.
Nýtt skip, þar að leiðandi þarf ekki að breyta aðstæðum í vélasal.
auðvitað er fjármagnskostnaður á nýju skipi, en einhver er ástæða fyrir því að menn gera þetta, væntanlega vegna þess að hann verður lægri en viðhaldskostnaður.
Innleiðingar kostnaður og þekking á nýju dóti kostar alltaf sitt, en það kostar líka sitt við skipti á áhöfn.
rapport skrifaði:Ef útkoman er alltaf sú sama, s.s. skipin veiða sama kvótann og áður, en eyða bara minni olíu o.s.frv. þá held ég að það sé líka kominn tími til að skoða aðra og hugsanlega áhrifameiri þætti.
Þú finnur ekki áhrifameiri þætti á fiskveiðar en olíu. (jú fiskgengd og veður, en ekki á kostnaðarhlutann)
Þessa mannlegu þætti sem allt hitt byggir á.
rapport skrifaði:Mér finnst t.d. út úr kú að nýja skip Ísfélagsins sé mannað með þeim hætti sem það er mannað.
Tækin og tæknin er ekki nema hluti af hagræðinu.
Að setja lélega illa samsetta og ósamstíga áhöfn á nýtt og flott skip er "dick" move.
Ef þessir aðilar geta ekki verið faglegir og flottir á þessu leveli, þá er þessum geira ekki bjargandi.
Í fyrsta lagi þá er nú þrátt fyrir að vera kjánalega mannað, þá eru skipstjóri, stýrimenn og vélstjórar allt vanir menn, eini sem að ég hef heyrt um að er óvanur, það er kokkurinn.
En þetta er einkafyrirtæki, þannig að hvað kemur það "okkur" við hvernig það er mannað.
rapport skrifaði:Ef við tökum Hugo Chavez á þetta og mundum ríkisvæða öll útgerðarfyrirtæki.
Hver yrði munurinn fyrir hinn almenna Íslending?
Hver yrði munurinn fyrir hinn almenna sjómann?
Hugsanlega yrði það bara vinir fiskistofustjóra sem mundu fá pláss en ekki fjölskylda útgerðarstjorans.
Óhagkvæmnin yrði líklega meiri, en afraksturinn fyrir almenning yrði líklega meiri, a.m.k yrði fiskur aftur ódýr í verslunum innanlands..
Hvernig yrði fiskur ódýrari við það að óhagkvæmnin yrði meiri ?
myndiru ætla að lækka laun sjómanna, lækka laun þeirra sem að vinna aflann í landi eða lækka olíuverð
(þar að auki er þetta bara ekki samanburðar hæft þar sem að þetta er jú, einsog ég bennti á hérna að ofan, einkafyrirtæki.
Það þarf ekki að segja mér að þú eða einhver þér tengdur hafi ekki fengið einhvern tíman vinnu út á að þekkja rétta fólkið.
rapport skrifaði:p.s. er loksins kominn í sumarfrí.... Öll svör verða löng næstu 4 vikurnar...
Lýst vel á þetta
p.s.
ég tel mig þekkja þetta málefni þokkalega vel.
menntaður bæði sem stýrimaður og vélstjóri (reyndar fyrsta stigið í báðum)
Búin að starfa sem trillusjómaður, á snurvoð og togurum.
búin að starfa á fiskmarkaði.
búin að starfa í lítilli fiskvinnslu nátengdri 2 útgerðu,
búin semsagt að starfa í eða nátengt sjávarútvegi í 17 ár+ af þessum tæpu 33 árum sem að ég er búin að vera á lífi