Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf yamms » Fös 11. Júl 2014 22:16

Sælir...

Langar að fá mér alvöru headphone til að hlusta á tónlist í tölvunni.

Hef verið að skoða hin og þessi og er farinn að langa í wireless dót, er það mikið síðra en snúru?

hvaða merkjum eru þið að mæla með, ég sé oftast bara bose, harman kardon og þar í kring en það kostar nú líklega meira en ég er tilbúinn að eyða í þetta. Er hægt að fá eitthvað alvöru fyrir max 40k?

kv.




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf danniornsmarason » Fös 11. Júl 2014 22:52

yamms skrifaði:Sælir...

Langar að fá mér alvöru headphone til að hlusta á tónlist í tölvunni.

Hef verið að skoða hin og þessi og er farinn að langa í wireless dót, er það mikið síðra en snúru?

hvaða merkjum eru þið að mæla með, ég sé oftast bara bose, harman kardon og þar í kring en það kostar nú líklega meira en ég er tilbúinn að eyða í þetta. Er hægt að fá eitthvað alvöru fyrir max 40k?

kv.

þráðlaus eru mun þyngri, og það þýðir vont að vera með þau á sér í lengri tíma í flestum tilfellum, mæli með snúru headphone ef þú átt eftir að sitja við tölvunna þegar þú ert að hlusta á, færð meiri gæði fyrir snúru tengd headphone því það getur verið mikill kostnaður að gera þráðlaus


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf jonsig » Fös 11. Júl 2014 23:12

viewtopic.php?f=85&t=61547

Flestir benda á sennheiser því þeir þekkja ekkert annað , mæli með að þú prufir hinar og þessar tegundir . Taktu pfhaff / hljómsýn rúnt á þetta .

Ef þú ætlar í þráðlaus , þá eru sennheiser öflugir .



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf Klaufi » Fös 11. Júl 2014 23:33

Var að fá mér Bose AE2W, þráðlaus í gegnum Bluetooth.

Batterýsendingin er ekki frábær, en að öðru leiti finnst mér þau töluvert betri en það sem ég hef til samanburðar, sem er: Sennheiser RS120, 558, 598 og Logitech G serían.

Einhver minntist á þyngd, þessi eru 1/5 af þyngdinni á RS120..


Mynd


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf yamms » Lau 12. Júl 2014 10:20

lýst mjög vel á þessi bose...

annars ætla ég líka að skoða það sem jónsig benti mér á

..... þetta verður erfitt val



Skjámynd

Baraoli
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 14
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf Baraoli » Lau 12. Júl 2014 10:22

Bose QC15, Eðal heyrnartól!


MacTastic!


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf Tesy » Lau 12. Júl 2014 11:46

Audio Technica ath-m50. Kostar í kringum 20-25þ ef þú pantar að utan en Nýherji selur á 49þ.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Lau 12. Júl 2014 17:16

Tesy skrifaði:Audio Technica ath-m50. Kostar í kringum 20-25þ ef þú pantar að utan en Nýherji selur á 49þ.


Myndi klárlega fá mér Audio Technica ath-m50. Keypti svoleiðis fyrir nokkrum mánuðum og það er hreinn unaður að hlusta á tónlist í þeim.



Skjámynd

Legolas
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf Legolas » Lau 12. Júl 2014 17:36

Audio Technica ath-m50 alla leið


INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf yamms » Fös 18. Júl 2014 14:14

Bose QC15 urðu fyrir valinu :)



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf Lunesta » Fös 18. Júl 2014 17:41

er með audia technica og atti sennheiser hd555 i den.
Og ég verð bara að segja að ég fíla AT m50 ekkert smá vel og tæki
þau frekar en hin!




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf KristinnK » Fös 18. Júl 2014 19:54

Í fyrsta lagi er ekki hægt að bera saman Sennheiser HD558 og Audio Technica M50. Sennheiser tólin eru opin og Audio Technica tólin eru lokuð. Þú kaupir bara lokuð heyrnartól til að hlusta á tónlist einhversstaðar sem er hávaði, í strætó, úti á götu, o.s.frv. Ef þú setur sömu hátalara í lokuð og opin heyrnartól hljóma opnu heyrnartólin alltaf betur, því hljóðeinangrunin á lokuðum heyrnartólum lokar líka tónlistina inni, það verður eins og að hlusta á tónlist í dós.

Ég er sjálfur með Sennheiser HD558, og ég er mjög ánægður með þau. Þau eru kannski örlítið of dýr, en heyrnartól sem eru betri svo um munar kosta samt miklu meira. Önnur heyrnartól sem ég mæli með eru Alessandro MS-1i. Þau eru basically Grado SR-80i sem hafa verið breytt til að hafa meiri óhlutdrægan hljóm. Þau eru ódýrari en Sennheiser HD558, en þú verður að kaupa þau á netinu (sendingin er frí ef ég man rétt).

Ég hef enga reynslu á lokuðum heyrnartólum, ég hlusta ekki á tónlist annars staðar en heima eða á skrifstofunni. En það sem ég hef lesið er að Audia Technica M50 eiga ekki fyllilega skilið vinsældir sínar, þannig skoðaðu líka önnur tól ef þig vanntar lokuð tól. Á þessari síðu er mikið af upplýsingum um góð opin og lokuð heyrnartól í ólíkum verðflokkum til að hafa í huga: http://www.head-fi.org/a/headphone-buying-guide#

Eitt enn: ef þú ætlar að eyða heilum 40 þúsund krónum í heyrnartól, þá er betra að nota ekki nema 25-30 þúsund í heyrnartólin sjálf, og kaupa svo entry-level heyrnartólamagnara (e. headphone amplifier), sérstaklega ef þú hlustar á tónlist í tölvunni. Ég er sjálfur með Fiio E10, kostaði ekki nema 7 þúsund þar sem ég keypti hann, en nú hlusta ég varla á tónlist nema í gegnum hann.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tónlistarheadphone-in fyrir <40k

Pósturaf Oak » Fös 18. Júl 2014 22:25

Félagi minn á Beats, ekki það að ég sé að mæla með þeim en maður vill hlusta á tónlist þokkalega hátt og þau eru hálf opin eða eitthvað í þá áttina en það væri ekki fræðilegur að vera með þau hérna heima hjá mér og konan að horfa á TV. Heyrist alveg fáránlega mikið útfrá þeim.
Held að það sé eiginlega ekki séns að vera með opin headphone nema að þú hreinlega býrð einn eða þá heima hjá mömmu og pabba sem er allt í lagi að æra smá. :)


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64