Ljósleiðari á Akureyri

Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf oskar9 » Mið 25. Jún 2014 12:46

Sælir Vaktarar, það kom til mín maður í gær frá Tengi sem er fyrirtæki sem sér um að grafa fyrir og tengja ljósleiðara hér á Akureyri og hann sagði mér að það yrði grafið fyrir ljósleiðara í minni götu í næstu viku.
Og ég var að spá:

Þekkir einhver inná hverjir bjóða uppá bestu ljósleiðara þjónustuna hér á Akureyri, ég er með ADSL hjá símanum núna en mér sýnist þeir bara bjóða uppá ljósnet sem er 50mb/s

Græði ég eitthvað á því að kaupa betri router en ég fæ frá þjónustuaðila ? svona varðandi hraða eða slíkt, þarf ekki stórt wireless range eða einhverja fídusa og stillingar.

Takk fyrir


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf wicket » Mið 25. Jún 2014 13:47

Síminn bíður upp á þjónustu sína yfir ljósleiðaranet Tengis, mamma og pabbi eru með það þannig.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 75
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf playman » Mið 25. Jún 2014 14:11

Best er að forða sér frá þessum nasistum.
Hérna eru nokkrir
http://www.gagnaveita.is/Heimili/Verddaemi/
Veit ekki hversu gamall þessi listi er, þannig að það er örugglega ekki hægt að taka verð mark á honum.
En hringiðan lítur nokkuð vel út
http://vortex.is/ljosleidari/


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf depill » Mið 25. Jún 2014 15:20

@playman

Nei yfir Tengir á Akureyri bjóða bara Vodafone og Síminn þjónustu.



Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf oskar9 » Mið 25. Jún 2014 15:50

Ok takk fyrir þetta, ég er rosa sáttur hjá símanum með ADSL, frýs aldrei og góður hraði og ping, ég get þá haldið áfram í þjónustu hjá þeim þegar ég fæ ljósleiðara


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf fallen » Mið 25. Jún 2014 16:21

Afhverju viltu vera með ljósleiðara hjá Símanum? Þeir eru nýbúnir að gefa út að þeir ætli að fara mæla innlent+erlent, upload+download.. ég er hræddur um að maður yrði snöggur að klára gagnamagnið sitt á ljósleiðara með þessu fyrirkomulagi.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Blackened » Mið 25. Jún 2014 16:32

Vodafone og Síminn bjóða tengingu yfir ljós á Akureyri

Síminn býður 50mbit Download og 25mbit Upload

Vodafone býður 100/100



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf andribolla » Mið 25. Jún 2014 16:44

Þú þarft nú að borga Dass fyrir að fá ljósleiðara hjá tengi
25.000 kr ef þú býrð í blokk
50.000 kr ef þú ert í raðhúsi
100.000+ kr ef þú ert í einbýli

Kóði: Velja allt

Stofngjald.
Grunngjald er frá25.000,- til 251.000,- er miðað við ákveðið umfang við að tengja viðkomandi fasteign við netið.  í boði eru tilboð frá þessu gjaldi og þarf að fá verð staðfest með fyrirspurn á heimtaug@tengir.is verðið getur verið hærra ef verulegt umfang er við að tengja viðkomandi húseign.

Mánaðargjald heimilistenginga.
Tengir mun innheimta tengigjald mánaðarlega af virkum tengingum á ljósleiðaranetinu.
kr. 2.950,- ekki er gjaldfært seðilgjald þessu til viðbótar.

Athugið.
Vinsamlegast athugið að Tengir er ekki almenn þjónustuveita og býður ekki þjónustu um ljósleiðarakerfið, semja þarf við þær þjónustuveitur sem bjóða þjónustur sínar um netið.

Fyrir þjónustuveitendur
Netið er opið fyrir allar þjónustuveitendur sem áhuga hafa á að bjóða notendum þjónustur sínar um netið.

Öll verð eru með virðisaukaskatti.


Þeir sem ég þekki og eru með ljósnetið á akureyri eru að fá 70mbit mældan hraða hjá sér. en uðvitað bara helminginn af því í upphraða.
en ég hef verið á tvem stöðum á akureyri með tengingu hjá tengi og það var alltaf að slitna sambandið.
er bara með Adsl hjá vodafone nuna og það hefur aldrei verið með vesen, búin að vera með sama ráterinn í 3 ár.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 75
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf playman » Mið 25. Jún 2014 16:49

depill skrifaði:@playman

Nei yfir Tengir á Akureyri bjóða bara Vodafone og Síminn þjónustu.

Hmm ok, ég hélt bara að þú gætir valið hvaða þjónustu aðila sem er, þar að seygja ef þeir bjóða uppá þá þjónustu eins og í þessu tilviki ljósleiðara.

En afhverju er það?


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Sucre
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mán 25. Okt 2010 19:46
Reputation: 5
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Sucre » Mið 25. Jún 2014 16:55

ég er með ljósleiðara frá vodafone á kerfi Tengi. 100 upp og 100 niður aldrei vesen á tenginguni svo mæli með þessu :guy


i7 2600k | Gigabyte P67A-UD4 | Mushkin 4x4 GB DDR3 @ 1333 MHz | Gigabyte 970GTX| HDD 5.75 TB | SSD Mushkin 250gb | W10


berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf berteh » Fim 26. Jún 2014 08:41

Mágkona mín er með voda ljós 100/100 virkar fínt og hefur ekkert verið að detta út, tvennt sem pirrar, ljósbreytan er hengd vegginn með ljós þráðin bara út í loftið frá inntaksboxinu og að maður þurfi að nota heimasíman í gegn um routerinn. Það er því ekki hægt að slökkva á routernum til að takmarka notkun unglingsins á netinu nema fórna heimasímanum á sama tíma :)



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 26. Jún 2014 16:56

virkar vel í gengum tengir.. sjálfsögðu er ljósleiðarinn ekki ókeypis.
ég er hjá símanum og mun gefa þeim puttann í ágúst enda lélegt fyrirtæki með afleita þjónustu.

plús síminn veit ekkert um ljósleiðara og geta ekki með neinu hjálpað ef maður lendir í vanda þar sem þeir hafa ekki samning við tengir.. vodafone hefur hinsvegar samning og getur t.d mælt teninguna og þessháttar.

ég ákvað að stressa mig ekkert hugsaði að síminn kæmi með 100mb fljótlega en þegar þeir komu með að rukka fyrir innlent þá meikar ekki sens að vera með 50mb eða 100mb tengingu hjá þeim.

fer yfir í vodafone í ágúst ef þeir verða ekki búnir að auglýsa að þeir ætli að rukka fyrir innlent.. ég hugsa að síminn sé bara að þessu til að ná sér í meiri pening í stað þess að bæta þjónustuna gera þeir hana bara verri.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf oskar9 » Fim 26. Jún 2014 18:27

Takk kærlega allir fyrir svörin, ég ætlaði lílega að vera hjá Símanum en eftir þennan þráð skipti ég líklega yfir til Vodafone þegar ljósleiðarinn kemst í gagnið.

Ps. Djöfull er ódýrt fyrir þá sem búa í blokk að fá ljósleiðara :?


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf FreyrGauti » Fös 27. Jún 2014 12:59

oskar9 skrifaði:Takk kærlega allir fyrir svörin, ég ætlaði lílega að vera hjá Símanum en eftir þennan þráð skipti ég líklega yfir til Vodafone þegar ljósleiðarinn kemst í gagnið.

Ps. Djöfull er ódýrt fyrir þá sem búa í blokk að fá ljósleiðara :?


Þetta er per íbúð...þannig deilist inntaks kostnaðurinn niður a fleiri og Tengir i raun græðir mun meira á að taka inn fjölbýli en einbýli.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Icarus » Fös 27. Jún 2014 13:00

depill skrifaði:@playman

Nei yfir Tengir á Akureyri bjóða bara Vodafone og Síminn þjónustu.



Það er bara ekki rétt.

Hringiðan bíður ljósleiðara í gegnum Tengi og ég geri ráð fyrir að fleiri fyrirtæki geri það einnig.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf andribolla » Fös 27. Jún 2014 13:38

Mér fynst stofn kosnaðurinn Tengir vs síminn td mikill 25.000 kr til 251.000 kr vs 3.990 kr. hjá símanum. reikna með að það sé eithvað svipað hjá vodafone.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf DaRKSTaR » Fös 27. Jún 2014 17:30

andribolla skrifaði:Mér fynst stofn kosnaðurinn Tengir vs síminn td mikill 25.000 kr til 251.000 kr vs 3.990 kr. hjá símanum. reikna með að það sé eithvað svipað hjá vodafone.


ljósnet sem síminn er að bjóða er ekki ljósleiðari frá götuskáp og inn til þín.. þetta er bara gamli koparinn og þar af leiðandi ekkert verið að leggja fiberinn inn í hús hjá þér.
getur náð 50mb tengingu í gegnum það ef koparinn er góður.

með fiberinn alla leið færðu 100mb eða í raun bara það sem þjónustuaðilinn bíður upp á.. hvað er max flutningsgeta á fiber 1tb eða meira?
ef vodafone kemur t.d með 200mb tengingar þá væri nóg að hringja bara og uppfæra þjónustuna.

skiljanlegt að kosti frá 25 til 251 þús að láta leggja fiber inn til þín.. fer eftir hvað þarf að grafa mikið upp og hvaða leiðir þarf að fara.. borga gat í gegnum vegginn á húsinu hjá þér og koma öllu fyrir.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf andribolla » Fös 27. Jún 2014 19:25

DaRKSTaR skrifaði:
andribolla skrifaði:Mér fynst stofn kosnaðurinn Tengir vs síminn td mikill 25.000 kr til 251.000 kr vs 3.990 kr. hjá símanum. reikna með að það sé eithvað svipað hjá vodafone.


ljósnet sem síminn er að bjóða er ekki ljósleiðari frá götuskáp og inn til þín.. þetta er bara gamli koparinn og þar af leiðandi ekkert verið að leggja fiberinn inn í hús hjá þér.
getur náð 50mb tengingu í gegnum það ef koparinn er góður.

með fiberinn alla leið færðu 100mb eða í raun bara það sem þjónustuaðilinn bíður upp á.. hvað er max flutningsgeta á fiber 1tb eða meira?
ef vodafone kemur t.d með 200mb tengingar þá væri nóg að hringja bara og uppfæra þjónustuna.

skiljanlegt að kosti frá 25 til 251 þús að láta leggja fiber inn til þín.. fer eftir hvað þarf að grafa mikið upp og hvaða leiðir þarf að fara.. borga gat í gegnum vegginn á húsinu hjá þér og koma öllu fyrir.


Er svipaður stofnkosnaður hja þeim sem vilja fa ljosleiðara inn til sin a suðurlandi ?




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Blackened » Fös 27. Jún 2014 19:28

Icarus skrifaði:
depill skrifaði:@playman

Nei yfir Tengir á Akureyri bjóða bara Vodafone og Síminn þjónustu.



Það er bara ekki rétt.

Hringiðan bíður ljósleiðara í gegnum Tengi og ég geri ráð fyrir að fleiri fyrirtæki geri það einnig.


Nú ert þú að segja mér fréttir vinur.. og samt er ég starfsmaður hjá Tengir ;)

Og Andri. Getur þú sagt mér hvað það kostar að leggja inn kopar í hús sem er verið að byggja? ég þori næstumþví að hengja mig uppá að það kostar ekki 0kr ;)

Og síðan með reykjavík og "fría" ljósleiðarann þeirra.. hvernig hefur Orkuveitan staðið fjárhagslega undanfarið? enda skattborgarar ekki á að þurfa að borga þetta alltsaman þegar að uppi er staðið? Fiberinn birtist ekkert bara í jörðinni :)




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Icarus » Lau 28. Jún 2014 10:29

Blackened skrifaði:
Icarus skrifaði:
depill skrifaði:@playman

Nei yfir Tengir á Akureyri bjóða bara Vodafone og Síminn þjónustu.



Það er bara ekki rétt.

Hringiðan bíður ljósleiðara í gegnum Tengi og ég geri ráð fyrir að fleiri fyrirtæki geri það einnig.


Nú ert þú að segja mér fréttir vinur.. og samt er ég starfsmaður hjá Tengir ;)

Og Andri. Getur þú sagt mér hvað það kostar að leggja inn kopar í hús sem er verið að byggja? ég þori næstumþví að hengja mig uppá að það kostar ekki 0kr ;)

Og síðan með reykjavík og "fría" ljósleiðarann þeirra.. hvernig hefur Orkuveitan staðið fjárhagslega undanfarið? enda skattborgarar ekki á að þurfa að borga þetta alltsaman þegar að uppi er staðið? Fiberinn birtist ekkert bara í jörðinni :)


Þá er spurning um að fylgjast betur með ;)

http://tengir.is/?modID=1&id=62



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf depill » Lau 28. Jún 2014 10:42

Icarus skrifaði:
Þá er spurning um að fylgjast betur með ;)

http://tengir.is/?modID=1&id=62


Ég bakka með mitt, en vitnaði samt bara í þessa síðu þegar ég skrifaði commentið mitt :) ( þetta er greinilega mjög nýlega komið inn )



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf depill » Lau 28. Jún 2014 10:45

Blackened skrifaði:
Nú ert þú að segja mér fréttir vinur.. og samt er ég starfsmaður hjá Tengir ;)

Og Andri. Getur þú sagt mér hvað það kostar að leggja inn kopar í hús sem er verið að byggja? ég þori næstumþví að hengja mig uppá að það kostar ekki 0kr ;)

Og síðan með reykjavík og "fría" ljósleiðarann þeirra.. hvernig hefur Orkuveitan staðið fjárhagslega undanfarið? enda skattborgarar ekki á að þurfa að borga þetta alltsaman þegar að uppi er staðið? Fiberinn birtist ekkert bara í jörðinni :)


Orkuveitan reyndar stendur ekert illa vegna þess að Gaganveitan stendur illa, það er svona dropi í hafinu í vandamálum OR. Og það er ekki frír ljósleiðari frá GR heldur er bara X afskrifartími sem þeir hugsa og það er yfirleitt reynt að setja hann niður með annari lagna vinnu. Þetta er í raun og veru viss þjónusta sem borgin vill veita.

Varðandi koparinn þá er alþjónustuskylda á Mílu að koma heimtaug í öll hús þar sem er föst búseta. Reyndar er Míla að setja allavega í þéttbýlinu í dag ljósleiðara í stað kopars inní ný heimili, en hann er jú "frír" ( þangað til að þú leigir ).

Hins vegar er mjög flott það sem Tengir er að gera og mér finnst ekkert óeðlilegt að þetta kosti hjá ykkur, hins vegar er alveg spurning hvort að Akureyrarbær ætti að sjá þetta sem þjónustu fyrir íbúana og eithvað sem eykur samkeppnisfærni bæjarins sem heildar og aðstoða ykkur við það að koma þessu til bæjarbúa.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Icarus » Lau 28. Jún 2014 10:47

depill skrifaði:
Icarus skrifaði:
Þá er spurning um að fylgjast betur með ;)

http://tengir.is/?modID=1&id=62


Ég bakka með mitt, en vitnaði samt bara í þessa síðu þegar ég skrifaði commentið mitt :) ( þetta er greinilega mjög nýlega komið inn )


Þetta var einmitt sett inn í gær, eftir að ég sá athugasemdina þína fór ég að skoða þetta.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf Garri » Lau 28. Jún 2014 11:07

andribolla skrifaði:Mér fynst stofn kosnaðurinn Tengir vs síminn td mikill 25.000 kr til 251.000 kr vs 3.990 kr. hjá símanum. reikna með að það sé eithvað svipað hjá vodafone.

Þetta er bara rangt.

Ég bað um tilboð í mitt einbýlishús og 500.000 krónur var niðurstaðan. Þá vildi ég vita hvað það kostaði að setja upp örbylgjuloftnet og aftur var það 500.000 krónur. Tek fram að það er punktur í sjónlínu frá mér fyrir örbylgju.



Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari á Akureyri

Pósturaf oskar9 » Lau 28. Jún 2014 11:20

Garri skrifaði:
andribolla skrifaði:Mér fynst stofn kosnaðurinn Tengir vs síminn td mikill 25.000 kr til 251.000 kr vs 3.990 kr. hjá símanum. reikna með að það sé eithvað svipað hjá vodafone.

Þetta er bara rangt.

Ég bað um tilboð í mitt einbýlishús og 500.000 krónur var niðurstaðan. Þá vildi ég vita hvað það kostaði að setja upp örbylgjuloftnet og aftur var það 500.000 krónur. Tek fram að það er punktur í sjónlínu frá mér fyrir örbylgju.



Ég Borgaði 100 þús fyrir Einbýlishús og þeir þurfa að grafa slatta í gegnum lóðina hjá mér, get ekki ýmindað mér hvaða framkvæmdir þeir þurfa að ráðast í hjá þér til að rukka 500 þús fyrir... :?


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"