Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Allt utan efnis

Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf TraustiSig » Fim 19. Jún 2014 13:17

Sælir.

Er með spennubreyti (12V->230V) í bílnum hjá mér. Tengist beint í rafgeyminn í bílnum. Ef hann er hafður í gangi alltaf þá verður bíllinn rafmagnslaus. Þarf því alltaf að slökkva og kveikja á honum. Staðsettur undir farþegarsætinu sem þýðir leiðindi að þurfa gera það í hvert einasta skipti.

Mín pæling að leysa það var að vera með rofa undir Handbremsunni sem kveikir og slekkur á honum. Hinsvegar höndlaði sá rofi ekki strauminn og var því ekki hægt að nota hann (fattaði það þegar búið var að setja rofan í og tengja :) )

Er til hlutur (og vitiði hvað hann heitir) sem virkar svona:
Mynd

Start straumurinn (tek power-on strauminn frá útvarpsteningu og tengi inn) lokar rofanum (og rásinni) þannig að + fer áfram í spennibreytinn.

Hér er gömul mynd af setupinu og skjánum.
Mynd


Now look at the location


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf Gislinn » Fim 19. Jún 2014 13:56

Ég veit ekki hvort ég sé að misskilja þetta eitthvað en gætur ekki bara tengt stýristraum frá útvarpinu inná relay (eða jafnvel transistor) sem hleypir straumnum yfir á spennubreytinn?

Stýristraumurinn á útvarpið fer í gang með startaranum, relayið tengir svo rásina saman þegar það fær stýristrauminn inná sig.


common sense is not so common.


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf playman » Fim 19. Jún 2014 14:34

Bara fá sér "stærri" rofa?
þarft bara að komast að því hvað spennirinn er að taka í amperum.
Ef að þetta er 600w spennir þá þarftu lágmark 50A rofa "amps = 600W / 12V = 50A"
http://www.sip-scootershop.com/en/produ ... a+_wi97585
Nokkrir hérna
http://www.stilling.is/vorur/ymislegt/rafmagnsvorur
http://www.velasalan.is/Voruflokkur/921/


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf TraustiSig » Fim 19. Jún 2014 14:44

Gislinn skrifaði:Ég veit ekki hvort ég sé að misskilja þetta eitthvað en gætur ekki bara tengt stýristraum frá útvarpinu inná relay (eða jafnvel transistor) sem hleypir straumnum yfir á spennubreytinn?

Stýristraumurinn á útvarpið fer í gang með startaranum, relayið tengir svo rásina saman þegar það fær stýristrauminn inná sig.


Alveg nákvæmlega Það sem ég er að leita eftir :happy Einhverjar hugmyndir um hvar væri hægt að fá slíka græju ? - Getur verið af Ebay / AliExpress.

playman skrifaði:Bara fá sér "stærri" rofa?
þarft bara að komast að því hvað spennirinn er að taka í amperum.
Ef að þetta er 600w spennir þá þarftu lágmark 50A rofa "amps = 600W / 12V = 50A"
http://www.sip-scootershop.com/en/produ ... a+_wi97585
Nokkrir hérna
http://www.stilling.is/vorur/ymislegt/rafmagnsvorur
http://www.velasalan.is/Voruflokkur/921/


Er einmitt að reyna að losna við núna að setja rofa sem ég þarf að eiga við, sjálfvirkni > handvirkni.

Er með þenann hérna í bílnum:
http://www.computer.is/vorur/7537/

Skammtímaálag upp á 600W = 50A.. Stöðugt álag 300 = 25A.. :)
Síðast breytt af TraustiSig á Fim 19. Jún 2014 14:47, breytt samtals 1 sinni.


Now look at the location


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf playman » Fim 19. Jún 2014 14:45

Sorry las ekki póstin alveg yfir, sá að þú hefðir viljað að hafa þetta "automatic"
Skoðaðu þetta hérna project, lookar helvíti nice, og hann tengir spennirin í svisinn.
http://forums.evolutionm.net/evo-how-to ... erter.html


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf Gislinn » Fim 19. Jún 2014 15:22

TraustiSig skrifaði:Alveg nákvæmlega Það sem ég er að leita eftir :happy Einhverjar hugmyndir um hvar væri hægt að fá slíka græju ? - Getur verið af Ebay / AliExpress.


Þú getur byrjað á að sjá hvort að íhlutir eða miðbæjarradíó eiga eitthvað fyrir þig ef þig langar að næla í þetta hérna á klakanum, líklega eru fleiri staðir sem selja svona relay.

playman skrifaði:Sorry las ekki póstin alveg yfir, sá að þú hefðir viljað að hafa þetta "automatic"
Skoðaðu þetta hérna project, lookar helvíti nice, og hann tengir spennirin í svisinn.
http://forums.evolutionm.net/evo-how-to ... erter.html


[offtopic]Ég fatta bara alls ekki afhverju fólk setur 110V eða 220V í bílinn hjá sér og tengir svo hleðslutæki fyrir fartölvur og/eða farsíma. Oftast eru þessi farsíma hleðslutæki á 5V og þvi betra að finna hleðslutæki sem fer í kveikjarann í bílnum, í stað þess að breyta 12V -> 220V -> 5V þá væriru að breyta 12V -> 5V, sama má segja um fartölvurnar, þá væri betra að setja 12V -> 20V í stað þess að vera með [jafnvel meira en] tvöfalt tap í kerfinu með því að breyta fyrst í 110V eða 220V.[/offtopic]


common sense is not so common.


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf playman » Fim 19. Jún 2014 15:27

TraustiSig skrifaði:
Gislinn skrifaði:Ég veit ekki hvort ég sé að misskilja þetta eitthvað en gætur ekki bara tengt stýristraum frá útvarpinu inná relay (eða jafnvel transistor) sem hleypir straumnum yfir á spennubreytinn?

Stýristraumurinn á útvarpið fer í gang með startaranum, relayið tengir svo rásina saman þegar það fær stýristrauminn inná sig.


Alveg nákvæmlega Það sem ég er að leita eftir :happy Einhverjar hugmyndir um hvar væri hægt að fá slíka græju ? - Getur verið af Ebay / AliExpress.

Þessi myndi örugglega henta þér, hann er að vísu 75A en það ætti að sleppa.
http://www.ebay.com/itm/TYCO-12V-75AMP- ... 43cb2bc190

Íhlutir eiga allaveganna 12v 70A relay, sá ekki 50-55A
http://www.ihlutir.com/?q=relay&bt=Leita kostar um 1.200kr
Hérna er mynd af honum.
http://www.conrad-electronic.co.uk/ce/e ... Relay-70-A

Annars er það bara að hringja í þessi fyrirtæki hérna og spyrja.
N1
Íhlutir
Höldur
Bílanaust
og fleyri.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf playman » Fim 19. Jún 2014 15:34

Gislinn skrifaði:[offtopic]Ég fatta bara alls ekki afhverju fólk setur 110V eða 220V í bílinn hjá sér og tengir svo hleðslutæki fyrir fartölvur og/eða farsíma. Oftast eru þessi farsíma hleðslutæki á 5V og þvi betra að finna hleðslutæki sem fer í kveikjarann í bílnum, í stað þess að breyta 12V -> 220V -> 5V þá væriru að breyta 12V -> 5V, sama má segja um fartölvurnar, þá væri betra að setja 12V -> 20V í stað þess að vera með [jafnvel meira en] tvöfalt tap í kerfinu með því að breyta fyrst í 110V eða 220V.[/offtopic]

En þá þarftu að vera með og kaupa straum breyti fyrir öll tækin, t.d. fyrir mig þá þyrfti ég að vera með plugg fyrir 2 síma, eina fartölvu, eina spjaldtölvu og
ég tala nú ekki um ýmislegt annað sem kann að fara með manni í ferðir, með því að vera með 220v spenni þá þarftu ekkert að vera að spá í því
heldur tekur maður bara venjulegu hleðslutækin með.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf TraustiSig » Fim 19. Jún 2014 15:50

playman skrifaði:
Gislinn skrifaði:[offtopic]Ég fatta bara alls ekki afhverju fólk setur 110V eða 220V í bílinn hjá sér og tengir svo hleðslutæki fyrir fartölvur og/eða farsíma. Oftast eru þessi farsíma hleðslutæki á 5V og þvi betra að finna hleðslutæki sem fer í kveikjarann í bílnum, í stað þess að breyta 12V -> 220V -> 5V þá væriru að breyta 12V -> 5V, sama má segja um fartölvurnar, þá væri betra að setja 12V -> 20V í stað þess að vera með [jafnvel meira en] tvöfalt tap í kerfinu með því að breyta fyrst í 110V eða 220V.[/offtopic]

En þá þarftu að vera með og kaupa straum breyti fyrir öll tækin, t.d. fyrir mig þá þyrfti ég að vera með plugg fyrir 2 síma, eina fartölvu, eina spjaldtölvu og
ég tala nú ekki um ýmislegt annað sem kann að fara með manni í ferðir, með því að vera með 220v spenni þá þarftu ekkert að vera að spá í því
heldur tekur maður bara venjulegu hleðslutækin með.


Þetta.

+ möguleikinn að geta breytt og moddað eins og maður vill eða bæta við tækjum :)

En ég heyri í Íhlutum og athuga hvort að 302277 - RELEY sökkull 12V 70A Sockel f. leistrelay.70A 841609.. Sé til :)


Now look at the location

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2346
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rofi í bíl - Start + - Passthrough?

Pósturaf Gunnar » Fim 19. Jún 2014 16:35

væri ekki sniðugra að fá straumbreyti úr 12v í hvaða tæki sem þú átt og notar oft í bílnum og beintengir það svo það kvikni á því sjálfkrafa en hefur svo spennubreytinn 12 - 230 á takka fyrir þegar þú kemur með eitthvað auka?