Styttist í DK2 (Oculus Rift)

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Styttist í DK2 (Oculus Rift)

Pósturaf appel » Mið 18. Jún 2014 16:24

Development Kit 2 mun koma út í Júlí, og þeir sem pöntuðu fyrst munu fá fyrst.

Næsta stökkið í VR byltingunni er að hefjast!
http://www.oculusvr.com/dk2/

(Hafa ekki allir prófað eldri týpuna?)



Ég er alveg búinn að sannfærast um að þetta sé framtíðin. Tekur kannski örfá ár fyrir þetta að komast á "mass market", en ég held að innan 2 ára þá muni enginn nýr "AAA" tölvuleikur verða búinn til sem er ekki "VR capable" í það minnsta. Þetta er klárlega framtíðin í tölvuleikjum. Innan 5 ára verður þetta orðið alveg all svakalega flott og raunverulegt.

En þetta er líka framtíðin í svo mörgu öðru. Það að geta skapað hverslags umhverfi og sett notandann inn í það umhverfi og látið hann "interacta" við það er alveg rosalega kröftugt. Í raun væri hægt að láta sér detta hvað sem er í hug og ímynda sér áhrifin sem VR hefur á það.

Helstu vandkvæðin eru ekki endilega hinn sjónræni hluti, heldur er það hvernig notandinn "interactar" við heiminn með nægilega raunsæjum hætti. Hvernig ferðu að því að snerta eitthvað í heiminum? Hvernig ferðu að því að ganga um í heiminum? Þetta er ekki eins auðvelt og lyklaborð og mús, eða snertiskjár.
Ég tel að það verði ekki til neitt staðlað, heldur verður þetta algjör frumskógur, þó á jákvæðan hátt. Þú átt eftir að geta keypt allskyns búnað og tæki til að hjálpa þér til að upplifa og gera það sem þú vilt.

En já, spennandi tímar. Ég tel að VR gæti orðið jafnvel stærra en snjalltækjabyltingin.


*-*

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Styttist í DK2 (Oculus Rift)

Pósturaf jojoharalds » Mið 18. Jún 2014 20:24

er búin að fylgjast spenntur með þessu.
Gaman að sjá hvernig þetta er að þróast.


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Styttist í DK2 (Oculus Rift)

Pósturaf Saber » Mið 18. Jún 2014 20:46

Hverjir eru búnir að panta sér DK2?

(Ég ætla að harka á DK1 þangað til að consumer útgáfan kemur.)


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Styttist í DK2 (Oculus Rift)

Pósturaf capteinninn » Mið 18. Jún 2014 21:29

Djöfull langar mig að prófa þessar Oculus græjur, hef rosalegan áhuga á þessu en vill ekki kaupa þetta fyrr en Consumer útgáfan kemur út.

Ég er búinn að missa af CCP testunum með þessu hingað til



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Styttist í DK2 (Oculus Rift)

Pósturaf appel » Mið 18. Jún 2014 22:35

Það sem ég hef gert er að kaupa saman með 3-4, skiptast á. Þannig þarf maður ekki að punga út miklum pening í græju sem takmarkað af contenti er til fyrir.

Er með í hóp að kaupa DK2, var pantað strax á fyrsta klukkutímanum þegar DK2 var announced. Þannig að ég vonandi í júlí þannig græju í hendurnar til að leika mér í :)

DK2 kostar um 60 þús til landsins, þannig að líklega væri sniðugt ef 4-5 deildu henni saman, þá er það 10-15k á mann.


*-*