Google bíllinn

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Google bíllinn

Pósturaf appel » Mán 02. Jún 2014 11:14

Google's new self-driving car has no steering wheel or brake
http://edition.cnn.com/2014/05/28/tech/ ... iving-car/


Ég er búinn að kaupa það... þ.e. þessa hugmynd. Sjálfkeyrandi bílar eru algjörlega framtíðin. Ég þoli ekki bílaborgina, einkabílinn og hve dýrir þeir eru og frekir á pláss.

Maður sér fyrir sér eftir 20 ár verði bílarnir allir sjálfkeyrandi. Það verða flotar sjálfkeyrandi (autonomous) bíla á sveimi um borgina, sækjandi farþega eða skutla farþegum á milli staða. Doldið svona einsog leigubílar eru, en mun fleiri og mun betri nýtni.

Einkabíllinn verður horfinn að mestu. Það verður miklu betri nýtni á gatnakerfinu. Ekki þarf lengur neitt pláss fyrir bílastæði, bílastæðin verða minnisvarði um sóun fyrri tíma og byrjað verður að fría upp mestmegnið af því landsvæði sem fer núna til spillis undir samgöngukerfið. Í staðinn fyrir 120 þúsund bifreiðar þá duga 10-20 þúsund sjálfkeyrandi bifreiðar. Við getum farið að fækka götum, ekki þarf lengur að leggja mislæg gatnamót, og allskyns ljót umferðamannvirki verða rifin. Við munum aldrei sjá aftur bílastæði yfirfull af stöðnuðum bílum, bíðandi eftir að eigandi þeirra þarf á þeim að halda. Bílastæðahús verða óþörf.

Svo munu umferðarslys nær hverfa, banaslys og örkumlun vegna árekstra heyra sögunni til.

Bílaframleiðendur munu deyja drottni sínum í þessum nýjum veruleika, þar sem mun minni eftirspurn verður eftir einkabifreiðum. Þeir sem reyna að þrauka það þurfa að aðlagast og framleiða slíka bíla. Google virðist í lykilaðstöðu vegna þróunar í sjálfkeyrandi tækni og gervigreind. Hver hafði séð það fyrir, að stærsti bifreiðaframleiðandi heims myndi verða Google?

Augljóslega munu leigubílstjórar þurfa að finna sér eitthvað annað að gera. Atvinnubílstjórar almennt séð munu þurfa að finna sér annað að gera.

En þetta gæti líka gjörbylt vöruflutningum, hvort sem það eru pakkasendingar, stærri vöruflutningabifreiðar, pizza-sendingar o.s.frv.

Strætisvagnakerfið verður óþarft.



Mjöööög áhugaverð framtíðartækni =P~


*-*

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Stutturdreki » Mán 02. Jún 2014 11:20

Þetta er ótrúlega spennandi framtíðarsýn, þanngað til maður þarf að fara að bíða eftir bíl á morgnanna til að komast í vinnuna :)

Annars sé ég ekkert sérstaklega fyrir mér að google fari sjálfir að framleiða bíla, frekar að framleiðendur noti dótið þeirra. Hefur amk. verið að virka þannig hingað til.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf jericho » Mán 02. Jún 2014 11:35

Vá hvað ég er sammála OP. Þetta er framtíðin og ég vona að ég lifi til að verða vitni að þessu.

Hrikalega spennandi og maður getur rétt ímyndað sér "vandamálin" sem þarf að sigrast á:
  • Birtustig (t.d. dagur/nótt)
  • Veðurfar (t.d. rigning, snjór, frost)
  • Óhöpp (t.d. sprungið dekk, vélarbilun á rauðu ljósi)
  • ...og svo margt fleira

Stutturdreki skrifaði:..bíða eftir bíl á morgnanna til að komast í vinnuna...

Lausn: pöntunarkerfi - bíllinn tilbúinn fyrir utan hjá þér á fyrirfram ákveðnum tíma.
Síðast breytt af jericho á Mán 02. Jún 2014 11:43, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 02. Jún 2014 11:38

Hvernig ætli verði tekið á öllu atvinnuleysinu sem kæmi í kjölfarið? Auknar bætur? Það hlýtur að sparast hellingur bið það að losna við einkabíla af götunni.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Bjosep » Mán 02. Jún 2014 11:56

Annað sem gæti orðið samhliða þessari þróun væri það að fólk gæti unnið vinnuna heima hjá sér. Mun þó bara nýtast hluta allra en telur samt til fækkunar bíla.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf appel » Mán 02. Jún 2014 12:03

Þetta er meiriháttar sparnaður fyrir allt samfélagið.

Lítið út um gluggann hjá ykkur, líklega eru tugir ef ekki hundruðir bílar sem þið sjáið á bílastæðum fyrir utan, að gera ekki neitt, bara bíða eftir að vinnudeginum lýkur. Týpískur einkabíll er með mjög litla nýtni, 95% af tímanum situr hann bara í bílastæði bíðandi eftir að verða notaður. Það er ekki pláss fyrir fleiri bíla í umferðinni eða annarsstaðar.

Hvað biðtíma eftir bíl varðar, þá tel ég það verði nokkur fyrirtæki sem reka flota af sjálfkeyrandi bílum, og þau bjóða upp á mismunandi þjónustustig. Eitt fyrirtæki er ódýrt en biðtími lengri, annað fyrirtæki er dýrara en minni biðtími, svo gæti maður pantað forgangsþjónustu og þá kemur bíll eftir innan mínútu en þá borgar maður fyrir það aukalega.

Ljóst er þó að skapast vandamál þegar allir þurfa að komast á milli staða á sama tíma, t.d. á morgnanna eða dagslok. Líklega munum við bara aðlagast því, dreifa því yfir lengra tímabil. T.d. verður dýrara að nota þjónustuna á álagstímum.


Hvort einkabíllinn hverfi alveg... maður veit ekki. Kannski fólk geti enn keypt sér einka-sjálfkeyrandi bíl, en held að það verði bara tilgangslaust og dýrt fyrir flesta. Ríkir munu e.t.v. geta það. Kannski einhverjir geta hópað sig saman um að kaupa einn bíl til að samnota, en aftur er það tilgangslaust því jafnvel ódýrara er að nota aðrar lausnir.


A.m.k. held ég að sýn okkar á samgöngumáta muni breytast á næstu 10-20 árum. Að því leytinu er mikil óráðsía að eyða tug milljörðum í uppbyggingu á gatnakerfi fyrir einkabílinn (X-D) sem er líklega í útrýmingarhættu.


*-*


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Gislinn » Mán 02. Jún 2014 12:25

KermitTheFrog skrifaði:Hvernig ætli verði tekið á öllu atvinnuleysinu sem kæmi í kjölfarið? Auknar bætur? Það hlýtur að sparast hellingur bið það að losna við einkabíla af götunni.


Samfélag á ekki að halda í úrelt störf í þeim eina tilgang að minnka atvinnuleysi að mínu mati.

Til OP, rétt eins og þú þá þoli ég ekki einkabílamenningu íslendinga og hve dýrir og plássfrekir bílar eru. Ég hef þótt littla trú á að framtíðarsýn þín verði nokkurn tímann veruleiki. Ég trúi ekki að sjálfkeyrandi bílar muni eyða einkabílnum algerlega, ekkert frekar en neðanjarðarlestar, strætó eða aðrar almenningssamgöngur hafa gert hingað til (enda er hugmyndin sem þú leggur til ekkert annað en einstaklingsmiðaðar almenningssamgöngur, sem ég er reyndar mjög fylgjandi). Það mun alltaf vera fólk sem mun vilja eiga sitt eigið farartæki (hvort sem það er sjálfkeyrandi bíll eða ekki).

Minn stærsti draumur er að losna við einkabílinn af mínu heimili og helst úr samfélaginu. Ég held að það þurfi mikla breytingu á hugsunarhætti almennt ef samgöngur eiga að breytast verulega.


common sense is not so common.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf urban » Mán 02. Jún 2014 12:46

appel skrifaði:Í staðinn fyrir 120 þúsund bifreiðar þá duga 10-20 þúsund sjálfkeyrandi bifreiðar.


nei, þetta er rangt, þetta er ekki að fara að gerast svona.

Ekki nema að þú sért tilbúin að vakna klukkan 5 til þess að ná bílnum sem að þú pantaðir klukkan hálf6
þú þarft samt ekkert að mæta í vinnu fyrr en hálf 9
en það bara fást engir bílar fyrr en eftir 9 eða á þessum tíma.
einsog þú komst inná í næsta pósti hjá þér (sagðir t.d. þetta)
appel skrifaði: T.d. verður dýrara að nota þjónustuna á álagstímum.


Fólk er ekki úti á götunum á sama tíma bara til þess að vera pirrandi og fyrir.
atvinnu og skólalíf byrjar bara að megninu til á sama eina og hálfa tímanum og þess vegna þarf mikið meiri fjölda en 10 - 20 þús.
það að ætla að rukka meira þegar að fólk þarf að komast hlutina er bara ekki í lagi

10 - 20 þús gæti dugað(grunar mig) höfuðborgarsvæðinu á tímabilunum frá 09:30 - 11:30 og svo aftur 13:30 - 15:30 og síðan eftir kvöldmat og fram á morgun
en á annatíma væri þetta hvergi nálægt því að vera nægilega mikið, síðan áttu restina af landinu eftir.


En aftur á móti er ég alveg sammála þér í hinu, hugmyndin er brilljant, þetta verður svona (eða svipað) en ég er hræddur um það að það sé meira en 20 ár í þetta (vona samt ekki)

Bjosep skrifaði:Annað sem gæti orðið samhliða þessari þróun væri það að fólk gæti unnið vinnuna heima hjá sér. Mun þó bara nýtast hluta allra en telur samt til fækkunar bíla.

það eru bara í fyrsta lagi ekki nærrum því allir sem að vinna við tölvu eða eitthvað sem að hægt er að gera heima hjá sér (ég vinn t.d. við flutninga)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Stutturdreki » Mán 02. Jún 2014 13:09

Það hefur nú reyndar komið oftar en einu sinni til tals að breyta þessu, þe. að allir skelli sér í umferðarstuðið á sama tíma, hérna á klaknaum. Ótrúlega bjánalegt fyrirkomulag.

En það er ekkert því til fyrirstöðu að svona persónumiðaðar almenningsamgöngur virki við hliðina á framtíðareinkabíl, en sá einkabíll verður án stýris :)




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf biturk » Mán 02. Jún 2014 13:23

Verður aldrei vona ég, kýs að hafa minn einkabíl/bíla í friði, þetta er nefnilega líka áhugamál hjá mér og mjög mörgum

Svo gengur þetta aldrei fyrir nema hluta af 101 liðinu og engann á landsbyggðinni


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Stutturdreki » Mán 02. Jún 2014 13:49

Þetta myndi reyndar alveg svínvirka fyrir mig, bý í 210, vinn í Borgartúni og nenni hvorki að vera á bíl né hjóla.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf appel » Mán 02. Jún 2014 13:53

Ég held að þróunin á Íslandi ráðist af þróuninni úti í heimi.

Vandamálið með einkabílinn úti í heimi er að hann er bara ekki nægilega praktískur. T.d. væru svona snjallbílar, eða hvað sem á að kalla þá, alveg kjörnir fyrir stórborgir einsog New York, eða London.

Svo eru Kínverjar í tómu basli með einkabílinn, bæði er alltof margir bílar komnir í umferðina og mengunin er alveg gígantísk.

Þegar þessi tækni hjá Google er orðin "tried-and-tested" þá munu pólitíkusar líklega átta sig á þeim kostum sem fylgir þessu og enda á því að banna einkabílinn.


*-*

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Stutturdreki » Mán 02. Jún 2014 13:58

Til að byrja með yrði svona búnaður væntanlega bara settur í einkabílinn og hann seldur sem svoleiðis.

Yrði kool ef maður gæti svo bara sent bílinn til að skutlast með krakkanna, það þarf væntanlega ekki einstakling með bílpróf til að stýra þessu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Viktor » Mán 02. Jún 2014 14:14

Hef lengi velt því fyrir mér hversu ótrúlega heimsk og léleg uppfinning bíllinn er. Þetta er frábær þróun.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf appel » Mán 02. Jún 2014 14:20

Sallarólegur skrifaði:Hef lengi velt því fyrir mér hversu ótrúlega heimsk og léleg uppfinning bíllinn er. Þetta er frábær þróun.


Bíllinn sem slíkur var frábær uppfinning. Hann tók við af hestvagninum.

Hinsvegar upp úr 1950-1960 breyttist bíllinn úr því að vera tækniframför frá hestakerrunni yfir í þennan "einkabíl" sem við þekkjum í dag með tilkomu úthverfavæðingar í Bandaríkjunum. Með tilkomu úthverfavæðingar í BNA þá varð einkabíllinn að ákveðnu frelsis-tákni.

En í rauninni er einkabíllinn ekkert annað en næsta stig fyrir ofan hestakerruna í tækniframförum.

Ef þú værir að byggja borg í dag frá grunni þá myndir þú ekki vilja hafa þennan fjanda sem einkabíllinn er. En annarsstaðar má hann alveg vera áfram, en ekki innan borga.


*-*


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Bjosep » Mán 02. Jún 2014 15:04

urban skrifaði:
Bjosep skrifaði:Annað sem gæti orðið samhliða þessari þróun væri það að fólk gæti unnið vinnuna heima hjá sér. Mun þó bara nýtast hluta allra en telur samt til fækkunar bíla.

það eru bara í fyrsta lagi ekki nærrum því allir sem að vinna við tölvu eða eitthvað sem að hægt er að gera heima hjá sér (ég vinn t.d. við flutninga)


sbr. "mun bara nýtast hluta allra" :)

Kannski ekki best orðaða setning dagsins þó :P



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf dori » Mán 02. Jún 2014 16:18

Ég vona að þetta gerist "fljólega" (þú nefnir 20 ár en mér finnst það smá bjartsýnt). Það sem ég held að muni standa mest í vegi fyrir þessari þróun er þetta sem KermitTheFrog nefnir.

Það er frábært að fólk missi vinnuna þegar það sem það er að gera er orðið gagnslaust og þannig hægt að fría það til að gera eitthvað annað gagnlegra við tímann sinn. En það mun alltaf myndast núningur og "save our jobs" barátta. IMHO mun það valda því að þessi þróun mun verða mun hægari en mögulegt væri og pottþétt einhver hluti hennar verður bannaður útaf ímyndaðri hættu sem er svo blásin upp til að búa til einhverja nauðsyn fyrir fólk í bílaverksmiðjunum (auðvitað mun eitthvað þess fólks halda áfram að búa til sjálfstýrða bíla en það þarf ekki næstum því jafn marga í það) eða atvinnubílstjóra.




slapi
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf slapi » Mán 02. Jún 2014 18:49

Mynd




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf capteinninn » Mán 02. Jún 2014 20:46

Þetta verður alveg ótrúlegt, hlakkar mikið til þegar þetta verður standard þótt ég sé reyndar ekki hrifinn af því að eitt fyrirtæki sjái um allan akstur í kjölfarið. Það er samt auðvelt að laga það.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf urban » Þri 10. Jún 2014 13:51

appel skrifaði:
Ef þú værir að byggja borg í dag frá grunni þá myndir þú ekki vilja hafa þennan fjanda sem einkabíllinn er. En annarsstaðar má hann alveg vera áfram, en ekki innan borga.


Ef að þú værir að byggja borg frá grunni í dag þá væri hún töluvert öðruvísi en borgir eru í dag.
T.d. kæmist allt höfuðborgarsvæðið leikandi fyrir á seltjarnarnesinu.

Semsagt, það væri engin tilgangur fyrir einkabílinn (eða bíl reyndar yfir höfuð)
en borgir hafa ekki verið hannaðar með það í huga að fækka bílum og það að ætla að fara að gera það 150 árum of seint (einsog sumir virðast vilja sem að stjórna í rvk) er einfaldlega ekki að fara að virka.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf appel » Mán 16. Jún 2014 12:23

Bens bíllinn:



*-*


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Tbot » Mán 16. Jún 2014 15:44

Gaman að menn geti verið bjartsýnir.

Held að það verði ansi mikið fjör þegar vírusar og hacking byrja að stjórna þessum græjum, ætlaðir að skella þér í bæinn frá Kópavogi en endar í höfninni í Keflavík.

Mundu að panta sjúkrabílinn tímanlega, :thumbsd

Þar sem þetta væri mesti raunhæfi möguleikinn eru stórborgir, er ekki að sjá að þetta virki í strjálbýli.



Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Jimmy » Mán 16. Jún 2014 17:14

Tbot skrifaði:Held að það verði ansi mikið fjör þegar vírusar og hacking byrja að stjórna þessum græjum, ætlaðir að skella þér í bæinn frá Kópavogi en endar í höfninni í Keflavík.


Mikið ofboðslega er maður búinn að heyra þetta oft, um allt.

Annars verandi að missa sjónina þá vill ég fá þetta í gang sem allra fyrst, þvílíkur lúxus sem þetta verður.


~


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf hkr » Mán 16. Jún 2014 17:52

Jimmy skrifaði:
Tbot skrifaði:Held að það verði ansi mikið fjör þegar vírusar og hacking byrja að stjórna þessum græjum, ætlaðir að skella þér í bæinn frá Kópavogi en endar í höfninni í Keflavík.


Mikið ofboðslega er maður búinn að heyra þetta oft, um allt.

Annars verandi að missa sjónina þá vill ég fá þetta í gang sem allra fyrst, þvílíkur lúxus sem þetta verður.





Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Google bíllinn

Pósturaf Jimmy » Mán 16. Jún 2014 18:04

Snilld. Þetta ýtir undir öryggið áður en göturnar fyllast af þessum græjum.


~