Sælir,
Var að spá hvort að einhver hefði reynslu frá því að kaupa fartölvu erlendis frá? Hvort að það sé eitthvað vesen upp á ábyrgð og svona. Eins og ég kemst næst er annars enginn munur nema að takkarnir eru með erlend label. Mynduð þið mæla með eða móti þessum kosti?
Kaupa fartölvu erlendis frá
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 720
- Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Kaupa fartölvu erlendis frá
Lyklaborð: Red Scarf III 96 key með GMK keycaps og Zealios 65g switchum með Zilencios.
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fartölvu erlendis frá
Ég keypti mér HP tölvu og fékk senda frá þýskalandi fyrir nokkrum árum. Það gekk alveg ljómandi, opin kerfi tóku tveggja ára ábyrgðina í gildi og uppfylltu hana.
Þetta er hinsvegar háð aðila, myndi ég halda og best að tala við umboðsaðila þeirrar tegundar sem um er að ræða.
Þetta er hinsvegar háð aðila, myndi ég halda og best að tala við umboðsaðila þeirrar tegundar sem um er að ræða.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fartölvu erlendis frá
Keypt þrjár Thinkpad vélar erlendis frá, bæði af Newegg og af Ebay, ekkert vesen og auðvelt að fiska vélar með alþjóðlegri ábyrgð. Líklega sparað mér 100-200.000kr á hverri vél.
Re: Kaupa fartölvu erlendis frá
AntiTrust skrifaði:Keypt þrjár Thinkpad vélar erlendis frá, bæði af Newegg og af Ebay, ekkert vesen og auðvelt að fiska vélar með alþjóðlegri ábyrgð. Líklega sparað mér 100-200.000kr á hverri vél.
Já, ég sparaði mér einmitt 100k ef ég miðaði við sambærilega vél sem var samt ekki jafn öflug. Þessi vél var aldrei seld á Íslandi með þeim spekkum sem ég keypti hana með og hefði því þurft að sérpanta svo það má hugsa sér alveg 150 þúsund króna sparnað þrátt fyrir að borga 15-20 þúsund í sendingarkostnað (það var því miður eina sendingin sem var í boði til Íslands en hinsvegar kom tölvan daginn eftir sem bætti þetta örlítið upp).
Búðin sem ég verslaði við afnam vaskinn (þar með af reikningi líka) því þeir voru að senda út fyrir evrópusambandið og því þurfti ég heldur ekki að borga neinn upppumpaðan vask þegar tölvan kom heim. Gæti verið gott fyrir þig að athuga hvort það sé í boði því þú getur auðveldlega sparað 30-40 þúsund þar í skatta í landi búðarinnar og svo spararðu þér náttúrulega það að íslensku tollararnir leggja íslenska vaskinn ofan á þessa tölu.