Fartölvu pælingar.


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fartölvu pælingar.

Pósturaf Snorrmund » Lau 03. Maí 2014 05:14

Sælir/ar, nú er kominn tími á að endurnýja fartölvuna þar sem að sú gamla gafst upp um daginn. Á voðalega erfitt með að finna eitthvað sem mér lýst vel á, hafði hugsað mér að fá mér 14-15" tölvu helst með SSD vera þá frekar með einn 500gb-1tb utanáliggjandi ef ég þarf eitthvað meira geymslupláss. Hvaða tölvum eruði að mæla með ? Þarf ekkert að hafa snertiskjá og tölvan verður örugglega mestmegnis notuð í að vafra um internetið og videogláp, þarf ekkert að geta spilað allra nýjustu leikina en samt fínt ef það er hægt að djöflast áfram í einhverjum leikjum í henni.
Var að spá í að eyða helst ekki mikið meira en 200þ í tölvuna.
http://tolvutek.is/vara/hp-pavilion-15- ... -silfurlit Lýst reyndar ágætlega á þessa. Ætli það sé ekki hægt að losa sig við DVD drifið og setja SSD disk í staðinn ?
Annars er ég opinn fyrir öllum uppástungum :)



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu pælingar.

Pósturaf Viktor » Lau 03. Maí 2014 05:34

ASUS!

Bestu fartölvur sem ég hef reynslu af.

http://www.att.is/product/asus-zenbook-ux31la-fartolva
http://www.att.is/product/asus-zenbook- ... x32ar3013h

Ég er búinn að eiga Zenbook í tæplega tvö ár, og guð minn álmáttugur hvað þetta eru góðar vélar.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu pælingar.

Pósturaf Snorrmund » Lau 03. Maí 2014 12:50

Lýst reyndar ágætlega á þær, er samt pínu svekktur á að þær séu bara 13,3" Annars þyrfti maður bara að skoða þessar tölvur með eigin augum. Kannski er þetta ekkert jafn lítið og maður heldur.