Myndlykill og internet hjá TAL.


Höfundur
Nutcrust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 02. Maí 2014 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Nutcrust » Fös 02. Maí 2014 20:52

Ég er nýbúinn að skipta yfir í TAL og fékk hjá þeim internet og myndlykil. Þegar ég kveiki á myndlyklinum spilast myndin í eina sekúndu en síðan stoppar allt.

Ef ég skipti um stöð gerist það sama, myndin spilast í sekúndu en stoppar síðan.

Það kom tæknimaður og gerði annan símtengilinn óvirkann en það lagaði þetta ekki.

Ég skipti um router og það breytti engu.

Þar að auki er þráðlausa netið hætt að virka. Ég get tengst með snúru en ekki þráðlaust. Ég sé routerinn á wireless og get tengst honum en fæ ekker internet samband.

Hefur einhver lent í svipuðu?



Skjámynd

Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Krissinn » Lau 03. Maí 2014 01:44

Nutcrust skrifaði:Ég er nýbúinn að skipta yfir í TAL og fékk hjá þeim internet og myndlykil. Þegar ég kveiki á myndlyklinum spilast myndin í eina sekúndu en síðan stoppar allt.

Ef ég skipti um stöð gerist það sama, myndin spilast í sekúndu en stoppar síðan.

Það kom tæknimaður og gerði annan símtengilinn óvirkann en það lagaði þetta ekki.

Ég skipti um router og það breytti engu.

Þar að auki er þráðlausa netið hætt að virka. Ég get tengst með snúru en ekki þráðlaust. Ég sé routerinn á wireless og get tengst honum en fæ ekker internet samband.

Hefur einhver lent í svipuðu?


Lenti einmitt einnig í veseni þegar ég færði mig til þeirra á sínum tíma, Þeir sendu vitlausan router og ég þurfti að bíða í sirka 2 vikur eftir rétta routerinum, Einusinni pantaði ég tæknimann vegna einhverrar bilunar og hann kom ekki fyrr en viku seinna eða svo, niðurhalskvótinn kláraðist óskiljanlega hratt og enginn vissi neitt (Bara meðal netnotkun á þessu heimili), Svo gafst ég endanlega uppá þeim þegar þeir sendu 1 reikning umsvifalaust í innheimtu afþví ég var ekki heimavið þegar greiða átti reikninginn, En það var ekki hægt að bakka með það.... Og þá nennti ég ekki að skipta við þá lengur og færði mig yfir til Vodafone og er búinn að vera í viðskiptum við þá núna í að verða ár og aldrei neitt vesen :p Var hjá Símanum áður en ég prufaði Tal.... Sem voru mistök því auðvitað átti ég að skipta til Vodafone strax þá :p En ertu búin að athuga í inntaki? Ertu á ADSL, Ljósneti eða Ljósleiðara?




Höfundur
Nutcrust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 02. Maí 2014 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Nutcrust » Lau 03. Maí 2014 11:30

Já, ég var einmitt hjá Símanum áður en ég færði mig yfir í TAL. Lenti aldrei í basli þar en færði mig eftir meðmæli frá félaga mínum.

Ég er á Ljósneti, ætla að sjá hvort þessu verði reddað í næstu viku. Annars færi ég mig yfir í Vodafone.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Frantic » Lau 03. Maí 2014 17:39

Myndi halda að myndlykillinn væri bilaður.
Hvaða router fékkstu?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Viktor » Lau 03. Maí 2014 18:40

Er snúra alla leið, úr myndlykli í router? Hvað er það löng snúra?
Hefurðu prufað aðra tölvu á WIFI?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Nutcrust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 02. Maí 2014 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Nutcrust » Lau 03. Maí 2014 22:04

Þetta er Technicolor router, 585 að mig minnir.

Já það er snúra alla leið. Ég var fyrst með mjög langa snúru en prófaðu að skipta yfir í stutta og það breytti engu.

Ég prófaði borðtölvuna líka á WIFI og það var sama sagan.



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf BugsyB » Sun 04. Maí 2014 00:21

Þetta er mögulega HDMI vesen - prufaðu að skipta um HDMI port


Símvirki.


Höfundur
Nutcrust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 02. Maí 2014 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Nutcrust » Sun 04. Maí 2014 10:29

BugsyB, you beautiful son of a bitch.

Svínvirkaði, þúsund þakkir :)




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Vaktari » Sun 04. Maí 2014 11:50

Væri eflaust sniðugt að breyta SSID og lykilorðinu fyrir þráðlausa netið. Tengjast aftur við router og sjá hvort þú fáir ekki netsamband.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Plushy » Sun 04. Maí 2014 13:33

Vaktari skrifaði:Væri eflaust sniðugt að breyta SSID og lykilorðinu fyrir þráðlausa netið. Tengjast aftur við router og sjá hvort þú fáir ekki netsamband.


Getur líka breytt wireless channel úr 6 í t.d. 1 eða 11 og séð hvort það henti betur.




Höfundur
Nutcrust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 02. Maí 2014 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill og internet hjá TAL.

Pósturaf Nutcrust » Sun 04. Maí 2014 16:04

Ég ætlaði að prófa að breyta SSID og þá var þetta komið í lag. Sunnudagur til sælu!

Kærar þakkir þið sem lögðuð orð í belg, að pósta þessu hérna skilaði mun meiri árangri en að hringja í þjónustuverið!