http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... tiskuflik/
Það er gott að sjá hversu frumlegir þeir hjá tollinum eru við skattlagninguna.
Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Örlygur er augljóslega með rétt hugafar skv. þessu
Örlygur Hnefill telur þó lítið við starfsmenn tollsins að sakast. Það sé kerfið sjálft sem þurfi að endurskoða enda eigi það erfitt með að höndla nýja hluti.
common sense is not so common.
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Velkominn til Íslands, þar sem hugarfar embættismanna er enn fast í 1950.
Svo eru stjórnmálamenn einstaklega vanhæfir, þekkingarsnauðir og framtakslausir til þess að taka á þessu rugli.
Svo eru stjórnmálamenn einstaklega vanhæfir, þekkingarsnauðir og framtakslausir til þess að taka á þessu rugli.
*-*
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Er þetta ekki sami tollflokkur og öryggisbúnaður mótorhjólafólks dettur í? Eða var kannski búið að leiðrétta það?
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Bjosep skrifaði:Hvernig á geimbúningur að vera tollaður?
Vinnuföt? Það meikar allavega meira sense heldur en tískuföt.
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
hakkarin skrifaði:Bjosep skrifaði:Hvernig á geimbúningur að vera tollaður?
Vinnuföt? Það meikar allavega meira sense heldur en tískuföt.
Tja, í raun er alvöru geimbúningur sem nota á úti í geim hannaður einsog geimskip, með life-support kerfi og svona. Þannig að líklega væri "farartæki" rétt flokkun. Spurning hvort það eigi að vera vörugjöld á þessu líka þar sem þetta væri þá ökutæki?
Í geim þarftu ekki að ganga neitt, þannig að "geimganga" er rangnefni.
En það veltur á því hvort geimbúningurinn er ætlaður fyrir notkun úti í geim eða á yfirborði plánetu, t.d. Mars, því þá er búningurinn öðruvísi, léttari og þarf að gera ráð fyrir að þú getir gengið, þannig að þá gætum við talað um kannski vinnuföt.
Svo er spurning hvort þetta flokkist nú ekki líka sem öryggistæki? Ég myndi halda það, án þessa öryggistækis myndir þú nú steindrepast úti í geim.
Spurningin er, ef þessi geimbúningur hefði verið fluttur til landsins í þeim tilgangi að skjóta upp geimfari með geimfara um borð sem klæðist þessum geimbúningi, myndi hann falla í flokkinn "tískufatnað"? Held ekki.
Flokkar tollurinn vörur eftir því hver varan er, eða eftir því hvernig viðkomandi hyggst nota vöruna? Hver ákveður það, er það bara blautur þumall upp í loftið, flip of a coin, huglægt mat?
Þetta er auðvitað steingelt fyrirbæri, tollur.
*-*
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6795
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Þetta eru ekki vinnuföt eða geimbúningur, þetta er eftirlíking af geimbúningi. Mér finnst tískuföt alveg komast nálægt því að vera rétt. Finnst það allavega réttara en vinnuföt.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Sallarólegur skrifaði:Þetta eru ekki vinnuföt eða geimbúningur, þetta er eftirlíking af geimbúningi. Mér finnst tískuföt alveg komast nálægt því að vera rétt. Finnst það allavega réttara en vinnuföt.
Eru eftirlíkingar ekki bannaðar?
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Geimbúningur tolllagður sem tískuföt
Það þarf að einfalda þetta og fækka þessum flokkum umtalsvert. Bara "fatnaður" væri nóg. Til hvers að vera að flokka þetta eitthvað nánar? Svo að risaeðlur hjá tollinum geti eitt vinnudeginum í að velta fyrir sér í hvaða tollflokk geimbúningur eigi að fara? C'mon. Raftækjaflokkunin er svo enn eitt ruglið.