Hvað finnst ykkur?
Re: Hvað finnst ykkur?
Hver nákvæmlega er spurningin?
Er úrskurðurinn réttur/rangur ?
Er sektin réttlát ?
Eða ertu bara að forvitnast um skoðun okkar á einhverri stjórnvaldsákvörðun?
Hverju er ég að svara?
http://www.neytendastofa.is/library/Fil ... 014_22.pdf
Er úrskurðurinn réttur/rangur ?
Er sektin réttlát ?
Eða ertu bara að forvitnast um skoðun okkar á einhverri stjórnvaldsákvörðun?
Hverju er ég að svara?
Neytendastofa skrifaði:„Tölvutek ehf., Hallarmúla 2, Reykjavík, hefur brotið gegn ákvæðum 5. gr., 1. mgr. 8. gr.,2. mgr. 8. gr., d lið 1. mgr.
9. gr. og 11. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, 3. gr. reglna nr. 366/2008,
um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði, og með því að auglýsa vörur á tilboði sem ekki voru seldar á lækkuðu verði.
Tölvutek hefur jafnframt brotið gegn 20. tölul. reglugerðar nr. 160/2009, um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum
óréttmætir, sbr. 5. gr. og 1. mgr. 8. gr. laga nr. 57/2005 með því að auglýsa frían sendingarkostnað.
http://www.neytendastofa.is/library/Fil ... 014_22.pdf
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur?
Nennti ekki að lesa úrskurðinn, en hálf milljón í sekt fyrir að birta ekki "fyrir" verð í bæklingnum? Er það ekki frekar extreme sekt?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur?
Finnst þetta svosem alltílagi hjá NS. Búið að spila með neytendur of lengi hérlendis án þess að það sé e-ð gert. Þetta er há sekt en svoleiðis eru dómar oftast nær sem eiga að setja fordæmi.
En svo er hægt að spila rosalega með þennan orðaleik. Oft sem maður sér fyrirtæki auglýsa nýja vöru á "kynningartilboði" - þá er varla hægt að setja eldra verð, og ekki rökrétt að sekta fyrir slíkt.
Aj, nú er ég kominn hring.
En svo er hægt að spila rosalega með þennan orðaleik. Oft sem maður sér fyrirtæki auglýsa nýja vöru á "kynningartilboði" - þá er varla hægt að setja eldra verð, og ekki rökrétt að sekta fyrir slíkt.
Aj, nú er ég kominn hring.
Re: Hvað finnst ykkur?
Mér finnst úrskurðurinn vera hárréttur. Neytendaréttur okkar er mikilvægur að verja.
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
Re: Hvað finnst ykkur?
GuðjónR skrifaði:Nennti ekki að lesa úrskurðinn, en hálf milljón í sekt fyrir að birta ekki "fyrir" verð í bæklingnum? Er það ekki frekar extreme sekt?
250 fyrir það og 250 fyrir að auglýsa "frían" sendingarkostnað ... ?
Re: Hvað finnst ykkur?
Það er alltof mikið gert af svona veseni hérna. Mér finnst Neytendastofa mega skoða aha.is, hópkaup og slíkar síður næst. T.d. þessi vara. Þeir segja að það sé eitthvað eldra verð og þ.a.l. x% afsláttur en það er ekki einu sinni tekið fram hvaðan varan sem er seld kemur (hvaða fyrirtæki stendur á bakvið tilboðið) og oft hefur manni virðst þetta bara vera "hóppöntun á vöru frá dx/aliexpress" með einhverju bull "fyrir" verði.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur?
Bjosep skrifaði:GuðjónR skrifaði:Nennti ekki að lesa úrskurðinn, en hálf milljón í sekt fyrir að birta ekki "fyrir" verð í bæklingnum? Er það ekki frekar extreme sekt?
250 fyrir það og 250 fyrir að auglýsa "frían" sendingarkostnað ... ?
Nú var það partur af þessu, er bannað að auglýsa ókeypis heimsendingu?
Fullt af fyrirtækjum sem senda vöruna frítt ef verslað er yfir ákveðin mörk, trú ekki að það sé ólöglegt.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur?
GuðjónR skrifaði:Bjosep skrifaði:GuðjónR skrifaði:Nennti ekki að lesa úrskurðinn, en hálf milljón í sekt fyrir að birta ekki "fyrir" verð í bæklingnum? Er það ekki frekar extreme sekt?
250 fyrir það og 250 fyrir að auglýsa "frían" sendingarkostnað ... ?
Nú var það partur af þessu, er bannað að auglýsa ókeypis heimsendingu?
Fullt af fyrirtækjum sem senda vöruna frítt ef verslað er yfir ákveðin mörk, trú ekki að það sé ólöglegt.
Í 20.tölul. reglugerðar nr. 160/2009,um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir,segir að eftirfarandi viðskiptahættir falli undir slíka háttsemi:
„Að lýsa vöru með orðunum „ókeypis", „frítt", „án endurgjalds" eða ámóta orðalagi ef neytandinn þarf að greiða eitthvað annað en óhjákvæmilegan kostnað við að senda svar við viðskiptaháttum þessum og sækja eða greiða fyrir afhendingu hlutarins.“
Af hálfu Neytendastofu voru einnig gerðar athugasemdir við notkun orðsins „frítt“ í bæklingnum. Í 20. tölulið reglugerðar nr. 160/2009 kemur m.a. fram að það teljist undir öllum kring umstæðir óréttmætir viðskiptahætti að lýsa vöru með orðinu frítt ef neytandi þarf að greiða eitthvað annað en óhjákvæmilegan kostnað við að senda svar við viðskiptaháttum og sækja eða greiða fyrir afhendingu hlutarins. Óumdeilt er að neytendur þurfa að festa kaup á vöru hjá Tölvutek svo hægt sé að fá „fríann“ sendingarkostnað. Að mati Neytendastofa brýtur fullyrðingin „Sendum frítt allar vörur til jóla“ gegn 20. tölul. reglugerðar nr. 160/2009, sbr. 5. gr. og 1. mgr. 8. gr. laga nr. 57/2005.
Sýnist af öllu að það sé bannað að auglýsa fría heimsendingu ef kúnni þarf að borga fyrir vöruna. Ætli það væri hægt að komast framhjá þessu með því að segjast vera að selja vöruna á 0 kr. og rukka andvirði vörunnar sem "sendingarkostnað"?
Re: Hvað finnst ykkur?
Eins og ég skil þetta var þetta bara vitlaust orðalag. Að segjast senda allar vörur frítt fram að jólum þýðir að ég gæti farið í Bónus, keypt hamborgarahrygg, farið svo í Tölvutek og beðið þá um að senda hann norður á land fyrir mig, þar sem þeir segjast senda allar vörur frítt.
Það vantaði að tiltaka að um væri að ræða nýjar vörur keyptar hjá þeim.
Það vantaði að tiltaka að um væri að ræða nýjar vörur keyptar hjá þeim.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur?
500.000 kall, er það ekki bara brot af því sem búð eins og Tölvutek græðir á dag?
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur?
Hver er munurinn á þessu hérna t.d. og heimsendingarþjónustu Tölvutek? http://www.vinbudin.is/desktopdefault.aspx/tabid-11/18_read-957/22_view-38/
OK, það sem Klemmi segir væri hægt að nota gegn Tölvutek ef einhver hefði farið með jólagjafirnar sínar til þeirra og ætlast til að láta þá senda fyrir sig vörur, -þá væri það væntanlega tap Tölvuteks en ekki viðskiptavinar. Ah en ég sem hélt ég ætti að fá ókeypis tölvu heimsenda bara því það stóð frí heimsending.
Draumaveröld neytendastofu? Til þess að vernda mig sem neytanda, þá renni hluti af vörugjaldi beint í vasann á lögfræðingum. Og til þess að vernda mig enn frekar geta þeir sektað og sektað fyrirtæki fyrir smámuni og orðalag, -það skiptir ekki máli fyrir mig sem neytenda því að ég fæ að borga hærra vöruverð í staðin. Útá það hlýtur neytendavernd að ganga, að hámarka útgjöld neytenda
OK, það sem Klemmi segir væri hægt að nota gegn Tölvutek ef einhver hefði farið með jólagjafirnar sínar til þeirra og ætlast til að láta þá senda fyrir sig vörur, -þá væri það væntanlega tap Tölvuteks en ekki viðskiptavinar. Ah en ég sem hélt ég ætti að fá ókeypis tölvu heimsenda bara því það stóð frí heimsending.
Draumaveröld neytendastofu? Til þess að vernda mig sem neytanda, þá renni hluti af vörugjaldi beint í vasann á lögfræðingum. Og til þess að vernda mig enn frekar geta þeir sektað og sektað fyrirtæki fyrir smámuni og orðalag, -það skiptir ekki máli fyrir mig sem neytenda því að ég fæ að borga hærra vöruverð í staðin. Útá það hlýtur neytendavernd að ganga, að hámarka útgjöld neytenda
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"