Nýr "LEGO" sími frá Google

Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf roadwarrior » Lau 19. Apr 2014 16:54

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/04 ... njallsima/

Hvað finnst mönnum um þetta?
Flopp eða??
Datt í hug að kalla þetta Lego síma, hægt að kubba hann saman eftir hentugleikum :sleezyjoe



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 19. Apr 2014 17:37

Hef ekki mikla trú á þessu. Hversu compact verða þessir símar? Einhverjir hlunkar? Hlakka samt til að sjá hvernig þessi "grunnur" eða það sem mætti kalla móðurborð kemur til með að vera.




Skippó
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 18:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf Skippó » Lau 19. Apr 2014 17:51

Sama concept og þetta hérna sýnist mér.

https://phonebloks.com/en/goals


Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf GullMoli » Lau 19. Apr 2014 18:20

Skippó skrifaði:Sama concept og þetta hérna sýnist mér.

https://phonebloks.com/en/goals


Mig minnir einmitt að Motorola hafi farið í samstarf við þessa aðila eða tekið verkefnið að sér. Svo keyptu Google Motorola, eða hvort þeir hafi átt Motorola áður.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf capteinninn » Lau 19. Apr 2014 18:27

GullMoli skrifaði:
Skippó skrifaði:Sama concept og þetta hérna sýnist mér.

https://phonebloks.com/en/goals


Mig minnir einmitt að Motorola hafi farið í samstarf við þessa aðila eða tekið verkefnið að sér. Svo keyptu Google Motorola, eða hvort þeir hafi átt Motorola áður.


Þeir keyptu Motorola og seldu svo aftur Lenovo en héldu eftir R&D deildinni sem voru held ég að vinna í þessu.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf capteinninn » Lau 19. Apr 2014 18:27

GullMoli skrifaði:
Skippó skrifaði:Sama concept og þetta hérna sýnist mér.

https://phonebloks.com/en/goals


Mig minnir einmitt að Motorola hafi farið í samstarf við þessa aðila eða tekið verkefnið að sér. Svo keyptu Google Motorola, eða hvort þeir hafi átt Motorola áður.


Þeir keyptu Motorola og seldu svo aftur Lenovo en héldu eftir R&D deildinni sem voru held ég að vinna í þessu.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf beatmaster » Lau 19. Apr 2014 18:46

Þetta er Project Ara sem að kom frá Motorola, gott að lesa Vaktarþráð um Phonebloks hérna til að sjá samhengið


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf appel » Lau 19. Apr 2014 21:08

Hmm.... áhugaverð hugmynd, en margir gallar á hugmyndinni praktískt séð.

Einn faktor í þessu sem margir gleyma og það er "aesthetics" faktorinn. Apple mun aldrei gefa út síma á borð við þennan, þar sem það brýtur þeirra hugmyndafræði um heildstæða og fágaða hönnun. Svo eru símar í huga fjölmargra ekki bara eitthvert tól eða verkfærasett heldur hluti af lífsstíl, tísku og útliti, þannig að það er mikilvægt fyrir suma að eiga fallegan og fágaðan síma.

Svo er annað sem menn verða að pæla í. Ástæðan fyrir þeirri öru tækniþróun í farsímatækni er að fólk er sífellt að endurnýja allan símann sinn og fær nýjustu tæknina og staðlana. Ef sú þróun breytist og fólk endurnýjar ekki símann sinn í heilu lagi á 2-3ja ára fresti, heldur bara t.d. myndavélina sína, þá gæti orðið stöðnun í þróun á sumum hlutum símans. Slíkt gæti eyðilagt iðnaðinn og margir myndu hverfa af honum, fyrir vikið myndi nýþróun og fjárfestingar stöðvast og við sitjum uppi með tækni á endastöð. Þeir sem vita ekki hvað "planned obsolency" snýst um og hví það er mikilvægt ættu að skoða það, og alveg sama hvort þú ert á móti því eða ekki þá er "planned obsolency" það sem knýr áfram þróun í mörgum geirum.

Svo er einfaldleikinn það sem fólk sækist eftir. Þessi "lego" útfærsla á síma er áhugaverð fyrir tækninörda, en alls ekki fyrir venjulegt fólk sem hefur engan áhuga á svona, það vill bara síma sem virkar. Þetta project hjá Google er dæmigert fyrir "run away" project hjá Google sem tækninördar hafa ýtt áfram með áhuga sínum, en í raun ætti að killa þetta project.

Svo er ólíklegt að það verði alveg "seamless" virkni milli allra componenta. Ef þú kaupir síma núna þá virkar hann og allir componentarnir, en með svona lego síma er ekkert víst að allir componentar geti unnið saman þótt það sé staðlað, fyrirsjáanlegt er að það komi upp vandamál.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf Viktor » Lau 19. Apr 2014 21:18

Verð að segja það, mér finnst þetta ekki spennandi concept...



I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 19. Apr 2014 21:22

appel skrifaði:Svo er ólíklegt að það verði alveg "seamless" virkni milli allra componenta. Ef þú kaupir síma núna þá virkar hann og allir componentarnir, en með svona lego síma er ekkert víst að allir componentar geti unnið saman þótt það sé staðlað, fyrirsjáanlegt er að það komi upp vandamál.


Svo er líka spurning hvernig interface er á milli componenta. Ef þetta verða einhverjar júniversal tengingar geta líka komið upp flöskuhálsar með bandvídd og annað.

Eins og phoneblocks var með þetta uppsett þá var nokkurnveginn alveg sama hvernig þú raðaðir componentum. Það er absúrd, þetta hlýtur að vera aðeins meira fast með þennan Google síma.

edit: horfði á myndbandið hér að ofan



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf GuðjónR » Lau 19. Apr 2014 21:30

Ég hélt fyrst að þetta væri einhver fantasía og sem slíkt fannst mér það sniðugt, á ekki von á því að þetta ver'ði að veruleika.
En hvað veit maður, fyrir nokkrum árum hefði maður talið 3D prentun útilokaða.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf intenz » Lau 19. Apr 2014 22:32

Svo missir maður símann og hann splúndrast og maður þarf að leita að öllum kubbunum. :lol:


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf appel » Lau 19. Apr 2014 22:46

Svo er þessi form-factor dæmdur til dauða.

ATX form-factorinn t.d. í PC tölvum gerir það að verkum að PC tölvur eru ekkert vinsælar í dag, form-factorinn er staðlaður og veldur því að enginn getur vikið frá honum. Þessvegna sjáum við ekki betri form-factora í dag, að færa sig úr ATX form-factornum er bara alltof erfitt og mikið mál. Öll þróun í PC tölvum miðast við þennan gamla ATX form factor, sem er fáránlegt því hardware er orðið miklu nettara. Snjalltækin hafa tekið yfir á kostnað þessara gamaldags kassatölva.

Framtíðin í símum er mjög óljós. Að ætla að negla niður einhvern fastan form-factor er glapræði. Kannski einn daginn verður þetta allt saman í einu chippi, tengdu batterí og skjá. Til hvers þarftu þá eitthvað svona modular? Kannski verða símar bara einhverskonar piece í eyranu á okkur, alveg falið, svo verðum við með einhverskonar augnalinsur sem geta projectað augmented reality og við þurfum bara að interacta með handahreyfingum eða puttahreyfingum eða álíka. Að negla niður einhvern modular form-factor hægir á slíkri þróun þar sem allir aðilar hafa "vested interest" í því að viðhalda form-factornum.


*-*

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Nýr "LEGO" sími frá Google

Pósturaf gardar » Lau 19. Apr 2014 23:17

appel skrifaði:Svo er þessi form-factor dæmdur til dauða.

ATX form-factorinn t.d. í PC tölvum gerir það að verkum að PC tölvur eru ekkert vinsælar í dag, form-factorinn er staðlaður og veldur því að enginn getur vikið frá honum. Þessvegna sjáum við ekki betri form-factora í dag, að færa sig úr ATX form-factornum er bara alltof erfitt og mikið mál. Öll þróun í PC tölvum miðast við þennan gamla ATX form factor, sem er fáránlegt því hardware er orðið miklu nettara. Snjalltækin hafa tekið yfir á kostnað þessara gamaldags kassatölva.


Þetta er nú ekki alveg rétt, framleiðendur eins og t.d. Dell hafa ekkert verið að eltast við standard ATX form. Það eru auðvitað ákveðnir aðilar að framleiða móðurborð í standard stærð en þau eru hugsuð fyrir ákveðinn markað.
En svo eru líka til standardar fyrir minni og nettari móðurborð, nano-itx, pico-itx, mobile-itx.

Held að standardarnir séu ekkert að hamla þróun PC tolvunnar. Ef eitthvað er þá held ég að það séu onnur platform og nálgun eins og ARM orgjorvar sem séu að taka meiri bita af kokunni frá PC tolvunni heldur en nokkur tíman einhver stærð eða logun á móðurborði.