Áfengisverð á börum: er það skiljanlegt eða okur?

Allt utan efnis
Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Áfengisverð á börum: er það skiljanlegt eða okur?

Pósturaf Steini B » Lau 19. Apr 2014 01:02

urban skrifaði:
Pandemic skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Á meðan það er frítt inn verða þeir auðvitað að fá tekjur fyrir leigu og starfsfólki í áfengissölu.

Ég hef í raun aldrei skilið af hverju þeir rukka ekki inn, það er svo mikið betra fyrir djamm-menninguna. Erlendis er fólk ekki að barhoppa svona mikið og það veldur því að fólk er á sama stað allt kvöldið sem er frábært að mínu mati.
Ef maður fer niðrí bæ þá endar maður í að hlaupa á milli staða til að elta vini sína.


Þú ert að lifa smá rangt.
þú átt að láta elta þig, en ekki elta alla aðra :)

Það er einmitt það sem maður gerir með barina á td. spáni
þeir lokka fólk til sín með því að bjóða því frítt vín.
Ég hef reyndar sjaldan verið jafn þunnur :lol:



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Áfengisverð á börum: er það skiljanlegt eða okur?

Pósturaf dori » Lau 19. Apr 2014 11:36

hakkarin skrifaði:... hráefniskostnaðurinn fyrir einfaldan gin og tonic er sirka 150-180kr ef maður kaupir sæmilega 500ml flösku og blandar sjálfur, en hann kostar svona 1200kr á flestum börum! Þetta er svona 600-700% álagning!

500ml flaska af gini kostar á bilinu 3650-4000 kr.
Það eru sirka 16 einfaldir í flöskunni svo að hver einfaldur kostar ~230 kr

Þá áttu eftir að blanda sirka 60 ml af tonic útí þetta sem er hverfandi kostnaður en segjum 20-30 kall þannig að hráefniskostnaður og svo er einhver sítrónusneið. Þannig kostar drykkurinn frekar 250 kr. en 150-180 í bara hráefniskostnaði. Ef þú færð ferskan tonic (sem þú átt alltaf að fá af því að það er muuun betra) er kostanðurinn nær því að vera 300-350 kr.

En aðallega er þetta náttúrulega vinna og kostnaður við að halda uppi staðnum eins og aðrir hafa bent á. Það er sama ástæðan fyrir því að mojito og aðrir blandaðir drykkir aðrir en highball kosta fúlgur (en eru samt ekkert sérstaklega vel gerðir yfirleitt þar sem flestir barþjónar eru aðallega þarna til að hella bjór).