Öryggisgalli í OpenSSL


Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Öryggisgalli í OpenSSL

Pósturaf Bjosep » Fim 10. Apr 2014 08:15

Sælir

Langaði að fá smá umræðu um þetta væntanlega stórmál sem virðist einhverra hluta vegna vera undir radarnum.

En skv. fréttum fannst einhverskonar öryggisgalli í OpenSSL sem menn hafa kosið að nefna Heartbleed til marks um að dulkóðaðar upplýsingar hafi getað lekið út af netþjónum.

Norska upplýsingaöryggisstofnunin (NORSIS) varaði í gær eða fyrradag alla í Noregi við þessu og ráðlagði öllum að skipta um lykilorð, þó svo reyndar síðar hafi verið dregið í land með að allir þyrftu að gera það strax.
http://www.vg.no/forbruker/teknologi/da ... /10130428/

Aftenposten kallar þetta stærsta öryggisgalla sögunnar.
http://www.aftenposten.no/digital/Slik- ... 32711.html

Mbl.is fjallaði um þetta í morgun líklegast en fréttin fær bara pláss í tæknihorninu að mér sýnist.
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/0 ... ggisgalla/
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/0 ... ggisgalla/



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgalli í OpenSSL

Pósturaf nidur » Fim 10. Apr 2014 10:34

Þetta er alveg frábært,

Ég er ánægður að vera með lastpass í svona uppákomum, þeir sýna þér hvaða síður hafa verið compromised og segja þér hvenær þú ættir að skipta um lykilorð á þeim.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgalli í OpenSSL

Pósturaf Dagur » Fim 10. Apr 2014 18:37

Frekari upplýsingar (og örugglega réttari en hjá mbl):

http://heartbleed.com/



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgalli í OpenSSL

Pósturaf Revenant » Fim 10. Apr 2014 23:18

Já þetta er alvarleg villa og fyrir þá sem eru með vulnerable útgáfu ættu að patch-a strax.

Það er er hinsvegar alvarlegra er að þetta sýnir hversu OpenSSL kóðinn er illa skrifaður að mörgu leiti.
OpenSSL notast við eigin útgáfu af minnisstjórnun vegna þess að á "sumum" kerfum malloc (sem úthlutar minnir) verið hægt.
Þetta gerir það að verkum að nútíma varnir s.s. guard pages, W^X pages eða stack canaries virka ekki fyrir OpenSSL.

Rétt og traust dulkóðun er gríðalega flókið fyrirbrigði og það hjálpar ekki að vera með illa skrifaðan kóða sem er illa hægt að prófa.
Eins og einhver sagði að OpenSSL forritarar væru stærðfræðinar fyrst og síðan forritarar.