ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans


Höfundur
guztiZ87
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 25. Feb 2014 19:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf guztiZ87 » Fim 20. Mar 2014 22:48

Heilir og sælir allir saman.

Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna væri með þennan skelfilega router, ZyXEL P-870HN-51b, til að tengjast ljósneti Símans? Málið er að ég er sífellt að lenda í því að allar stillingar fyrir routerinn detta einfaldlega út ("hverfa") og routerinn hættir að sjálfsögðu að virka með tilheyrandi leiðindum.

Ég á sem betur fer minn eigin router sem styður vDSL eða hvað þeir vilja kalla þetta svo ég hef getað bjargað mér á honum. ZyXEL routerinn er hins vegar að öllu leyti betri (nema hvað dularfull hvörf á stillingum varðar) en sá sem ég sjálfur á, og var því að velta fyrir mér hvort einhver hérna væri að notast við þessa tegund af router og gæti fræðilega/mögulega séð sér fært að logga sig inn á 'gripinn' og senda mér stillingarnar eins og þær eiga að vera í honum - ætla að gera eina tilraun enn til að fá hann til að virka.

Er búinn að fara mjög vel í gegnum alla "hjálp" sem er að finna á vef Símans, en það dugir ekki til, til þess að geta stillt ZyXEL-inn.. Hann virkar eigi þó svo að ég setji inn allar þær stillingar sem tilteknar eru á vefnum hjá þeim.

Allar ábendingar/ráð/hugmyndir o.s.frv. eru innilega vel þegin.

Kkv.,
Ágúst




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf wicket » Fim 20. Mar 2014 22:57

Síðast þegar ég vissi var Síminn hættur að nota þennan router. Myndi því bara skutla honum í þá og fá það sem þeir nota í dag.

Annars er ég sjálfur með þennan router og hef ekkert nema góða sögu af segja af honum.




Höfundur
guztiZ87
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 25. Feb 2014 19:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf guztiZ87 » Fim 20. Mar 2014 23:18

Komdu sæll og takk fyrir svarið.

Þeir voru nú allavega ekki að taka það neitt sérstaklega fram við mig að þessi router væri ekki lengur í notkun.. en hvað um það. Var reyndar að vona að ég fengi þennan, blessaðan, til að virka því að ég get ekki hugsað mér að skipta yfir í þessa Technicolor eða Thomson routera sem mér skilst að þeir séu að nota í dag.

Ef ég kem þessu ekki í lag skipti ég yfir í ASUS RT-AC68U (Dual-band Wireless-AC1900 Gigabit Router), en þeirra svar við þessum bilunum í ZyXEL'num var að "þegar þeir virka þá virka þeir fjandi vel, annars ertu í sífelldum vandræðum".. ef það er þá hægt að kalla þetta svar yfir höfuð =D>

En ef einhver hefur einhverjar leiðbeiningar varðandi þetta, þá má sá hinn sami endilega skjóta á mig einhverri hugmynd um hvernig ég get komið þessu í lag - ætla ekki að gefast upp alveg strax.

Kv.,
Ágúst



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf Steini B » Fös 21. Mar 2014 22:25

Er einmitt að spá í að fá mér VDSL router frá Asus svo ég þurfi ekki að vera með 2, er núþegar með router frá Asus tengdann við technicolor draslið og er mjög sáttur með Asusinn...



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf BugsyB » Fös 21. Mar 2014 23:40

það er lélgur spennubreytirinn á þessum routerum - 589v2 er mun betri router fáðu þér hann bara - ananr ef þú villt nota zyxelinn ´þá á aðvirka að master restea hann


Símvirki.


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf braudrist » Lau 22. Mar 2014 00:03

Er ekkert mál að stilla IPTV Símans á svona Asus router?


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf BugsyB » Lau 22. Mar 2014 12:43

það er e-h mál - ég veit ekki hvort stillingarnar eru aðgengilegar á netinu fyrir vdsl - en ég held að það eigi að laga það - ef ekki þá ætti ég að geta reddað stilingonum fyrir þig


Símvirki.

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf nidur » Lau 22. Mar 2014 14:22

Var með svona technicolor/thompson router frá símanum á ljósnetinu í 2 ár og hann klikkaði aldrei, nema akkurat þegar ég fékk ljósleiðara þá duttu allar inntengiupplýsingarnar skyndilega út.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf gardar » Lau 22. Mar 2014 14:35

zyxel-inn er sérlega slæmur með TV-inu, alltaf glitches. Technicolor routerarnir eru mun betri en eru þó ekki með jafn mörgum fídusum til þess að stilla í vefviðmótinu.
Besta lausnin er að vera með technicolor routerinn sem bridge og nota svo sinn eigin router/eldvegg fyrir rest.



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ZyXEL P-870HN-51b ljós(frets)nets router Símans

Pósturaf viddi » Lau 22. Mar 2014 22:02

gardar skrifaði:Besta lausnin er að vera með technicolor routerinn sem bridge og nota svo sinn eigin router/eldvegg fyrir rest.


Sammála þessu, en er ekki einhver einföld leið til að opna öll port á honum ?



A Magnificent Beast of PC Master Race