Ég er að spá í að skrá mig í kerfisstjórnunartengt nám, t.d. MCSA. Jafnvel CCNA en er ekki búinn að ákveða hvort það verði námskeið eða heimanám og svo bara prófið.
Ég er að velta fyrir mér hvort það er einhver teljandi munur á kennslunni í þessum skólum og hvort það borgi sig yfir höfuð að taka námskeiðin ef maður er með bækur og kannski einhver video (CBTnuggets) auk auðstöðu heima við? Þegar ég tók eitt námskeið fyrir mörgum árum fannst mér eins og kennarinn væri bara hálfpartinn að lesa úr bókinni fyrir fólkið með einhverjum smá athugasemdum inn á milli. Er þetta eitthvað öðruvísi í dag?
Hefur fólk einhverja hugmynd um hvort það sé betra að taka námskeiðin uppá að fá vinnu? Nú segja báðir skólar að fyrirtæki leiti til þeirra eftir starfskröftum og mér finnst ég hafa lesið um að fólk sé jafnvel komið með vinnu áður en náminu lýkur.
Borgar sig að taka MCSA + Exchange á 100þ meira hjá Promennt? Sé að það námskeið telur upp í MCSE gráðu. Einnig virðist Promennt vera með mun meira námsúrval og almennt stærri í sniðum...
Síðan var ég að spá í muninum á verði og fjölda kennslustunda milli skólanna. MCSA er mjög svipað, en CCNA er 85 stundir @ 289þús hjá NTV en 126 stundir @ 349þús hjá Promennt. Þannig er tímaverðið töluvert lægra hjá Promennt, en af hverju ætli sé svona svakalegur mundur á fjölda kennslustunda?
Promennt vs. NTV fyrir nám í kerfisstjórnun
Re: Promennt vs. NTV fyrir nám í kerfisstjórnun
Ég þekki ekki NTV, en ég er í Promennt núna og mæli alveg með því.
Hvað varðar CCNA þá væri ég ekki til í að sleppa 1 mín af þessum 126 tímum sem var farið í þetta, þetta er það mikið efni að hver tími sem er notaður til að fara betur yfir efnið hjálpar.
Þú getur líka tekið MCSA hjá Promennt án Exchange, og það er 10 þús dýrara en hjá NTV, en líka 10 fleiri kennslustundir. Ég er sjálfur í MCSA núna og það er sama og með CCNA mjög mikið efni og ég væri ekki til í að fara hraðar yfir þetta en nú þegar er gert.
Ég ákvað að fara á Framabrautina í Kerfisstjórnun hjá Promennt, og er mjög sáttur með það, kennslan hefur verið góð og ég get ekki yfir neinu kvartað. Líka einn kostur hjá Promennt að ef maður kemmst ekki í tíma er möguleiki að taka þátt heiman frá sér í fjarkennslunni. Einnig er hægt að fá að mæta í aðra hópa sem eru í sama fagi ef að maður kemmst t.d ekki í kvöld tíma einn daginn er hægt að mæta í dagtímann í staðinn, það henntar mér mjög vel þar sem ég er í vaktavinnu.
Ég allavega get mællt með Promennt, en veit ekkert um NTV, vona að þetta hjálpar þér eitthvað.
Hvað varðar CCNA þá væri ég ekki til í að sleppa 1 mín af þessum 126 tímum sem var farið í þetta, þetta er það mikið efni að hver tími sem er notaður til að fara betur yfir efnið hjálpar.
Þú getur líka tekið MCSA hjá Promennt án Exchange, og það er 10 þús dýrara en hjá NTV, en líka 10 fleiri kennslustundir. Ég er sjálfur í MCSA núna og það er sama og með CCNA mjög mikið efni og ég væri ekki til í að fara hraðar yfir þetta en nú þegar er gert.
Ég ákvað að fara á Framabrautina í Kerfisstjórnun hjá Promennt, og er mjög sáttur með það, kennslan hefur verið góð og ég get ekki yfir neinu kvartað. Líka einn kostur hjá Promennt að ef maður kemmst ekki í tíma er möguleiki að taka þátt heiman frá sér í fjarkennslunni. Einnig er hægt að fá að mæta í aðra hópa sem eru í sama fagi ef að maður kemmst t.d ekki í kvöld tíma einn daginn er hægt að mæta í dagtímann í staðinn, það henntar mér mjög vel þar sem ég er í vaktavinnu.
Ég allavega get mællt með Promennt, en veit ekkert um NTV, vona að þetta hjálpar þér eitthvað.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
-
- has spoken...
- Póstar: 187
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
- Reputation: 0
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Promennt vs. NTV fyrir nám í kerfisstjórnun
Það eru nokkrir þræðir um þetta og annað tengt þessu málefni.. einföld leit hér á spjallinu "Promennt" sýnir þér þetta allt saman
-Cheng