Þannig er mál með vexti að ég er á öðru ári í lögfræði eins og er, en langar að breyta til. Það er hins vegar ótal margt sem kemur til greina, og er ég því með massívan valkvíða. Hef ekki enn fundið hvar áhuginn liggur nákvæmlega (held að það komi þegar ég læri meira). En það sem ég hef aðalega verið að hugsa um er:
Kerfisstjórabraut í NTV: http://www.ntv.is/is/taekninam_og_forritun/kerfisstjori
Rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ: http://www.hi.is/rafmagns_og_tolvuverkf ... ld/forsida
Tölvunarfræði í HÍ: http://www.hi.is/idnadarverkfraedi_vela ... ld/forsida
Ég hallast mest að NTV eins og er, þar sem mig vantar ákveðinn grunn sem ég er ekki viss um að ég fái í HÍ. Einnig þyrfti ég líklega einhverja auka stærðfræði þar sem ég kláraði einungis félagsfræðibraut í menntaskóla. Gæti þó mögulega tekið hana meðfram námskeiðinu í NTV.
Spurningin er kannski sú hvað þið mynduð gera í minni stöðu? Hefur einhver reynslu af þessum námsleiðum?
Búinn að vera kíkja á eldri þræði hér, en tel líklegt af eitthvað þessum námsleiðum sé búin að breytast, eða menn búnir að mynda sér aðrar skoðanir.
Varðandi val á námi
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi val á námi
Það er alveg gríðarlegur munur á kerfisstjórnarbrautinni og tölvunarfræðinámi í háskóla, og skilar þér líklega á alveg sitthvorn vettvanginn. Þú lærir meira inn á tölvuviðgerðir, meiri dýpt í networking og almennum kerfisrekstri hjá NTV t.d.. Ég þekki reyndar ekki mikið til námsins í HÍ, en ef það svipar til HR þá er mikið meiri fókus á forritun og stærðfræði frekar en raunverulega praktíska kennslu fyrir verðandi kerfisstjóra, þótt grunnurinn sé vissulega til staðar eftir slíkt nám.
Hvort langar þig að gera, forrita eða system adminast?
Hvort langar þig að gera, forrita eða system adminast?
Re: Varðandi val á námi
AntiTrust skrifaði:Það er alveg gríðarlegur munur á kerfisstjórnarbrautinni og tölvunarfræðinámi í háskóla, og skilar þér líklega á alveg sitthvorn vettvanginn. Þú lærir meira inn á tölvuviðgerðir, meiri dýpt í networking og almennum kerfisrekstri hjá NTV t.d.. Ég þekki reyndar ekki mikið til námsins í HÍ, en ef það svipar til HR þá er mikið meiri fókus á forritun og stærðfræði frekar en raunverulega praktíska kennslu fyrir verðandi kerfisstjóra, þótt grunnurinn sé vissulega til staðar eftir slíkt nám.
Hvort langar þig að gera, forrita eða system adminast?
System adminast eins og staðan er í dag, því er tölvunarfræðideildin mögulega síðasti valkostur. Þarf maður samt ekki að læra eitthvað meira eftir námskeiðið hjá NTV áður en atvinnuleit hefst? Væri ekki ágætur grunnur að taka það námskeið + stærðfræði í eitt ár, og halda síðan áfram í rafmangs- og tölvuverkfræði?
Re: Varðandi val á námi
Varðandi grunnnámið í tölvunarfræði hjá HÍ að þá er það alveg rétt hjá AntiTrust að það er ekki mikil og eiginlega engin practical kennsla varðandi uppsetningu og viðhald netkerfa, enda er námið ekki hugsað sem slíkt.
Námið kennir þér aðallega ýmis konar fræðilegan grunn, bæði í stærðfræði og öðru, auk þess að þú færð smá þjálfun í forritun, kynnist mismunandi forritunarmálum og lærir muninn á milli þeirra, ekki eingöngu hver munurinn er á syntaxnum.
Þú munt ekki koma út tilbúinn til að reka og viðhalda netkerfi, auk þess myndi ég ekki búast við því að vera frábær forritari. Námið kennir þér aðallega hvernig þú átt að nálgast hlutina til þess að þú sért fljótur að læra og hafir góðan grunn til að byggja ofan á með reynslu og þjálfun sem þú færð svo á vinnumarkaðnum. Þeir forritarar sem ég þekki sem hafa klárað tölvunarfræði nám hafa fúslega viðurkennt að þeir hafi lítið kunnað að forrita áður en þeir fóru að vinna, heldur voru þeir fljótir að læra og ná tökum á henni eftir að þeir fóru að vinna, enda búnir að temja sér ákveðin vinnubrögð og hvernig nálgast ætti áskoranir í náminu.
Námið kennir þér aðallega ýmis konar fræðilegan grunn, bæði í stærðfræði og öðru, auk þess að þú færð smá þjálfun í forritun, kynnist mismunandi forritunarmálum og lærir muninn á milli þeirra, ekki eingöngu hver munurinn er á syntaxnum.
Þú munt ekki koma út tilbúinn til að reka og viðhalda netkerfi, auk þess myndi ég ekki búast við því að vera frábær forritari. Námið kennir þér aðallega hvernig þú átt að nálgast hlutina til þess að þú sért fljótur að læra og hafir góðan grunn til að byggja ofan á með reynslu og þjálfun sem þú færð svo á vinnumarkaðnum. Þeir forritarar sem ég þekki sem hafa klárað tölvunarfræði nám hafa fúslega viðurkennt að þeir hafi lítið kunnað að forrita áður en þeir fóru að vinna, heldur voru þeir fljótir að læra og ná tökum á henni eftir að þeir fóru að vinna, enda búnir að temja sér ákveðin vinnubrögð og hvernig nálgast ætti áskoranir í náminu.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1016
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi val á námi
Ef þú vilt verða Sysadmin þá er brautin hjá NTV málið.
Getur opnað fyrir þér inn í þannig vinnu.
Mikið af IT fyrirtækjum eru að leita af eftir Certified Microsoft fólki
Getur opnað fyrir þér inn í þannig vinnu.
Mikið af IT fyrirtækjum eru að leita af eftir Certified Microsoft fólki
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi val á námi
MCSA/MCSE + CCNA t.d. ætti að duga flestum til að komast í e-rskonar sysadmin vinnu. Svo er endalaust hægt að hlaða utaná CVið, og best auðvitað að koma sér í vinnu þar sem vinnuveitendur eru tilbúnir til að fjárfesta í og byggja upp kunnáttu starfsmanna með því að greiða fyrir próf og námsefni jafnvel. Ég hef unnið við allskonar IT störf á hinum og þessum flækjustigum án þess að þurfa meira en grunnskólastærðfræðina.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi val á námi
BrynjarD skrifaði:AntiTrust skrifaði:Það er alveg gríðarlegur munur á kerfisstjórnarbrautinni og tölvunarfræðinámi í háskóla, og skilar þér líklega á alveg sitthvorn vettvanginn. Þú lærir meira inn á tölvuviðgerðir, meiri dýpt í networking og almennum kerfisrekstri hjá NTV t.d.. Ég þekki reyndar ekki mikið til námsins í HÍ, en ef það svipar til HR þá er mikið meiri fókus á forritun og stærðfræði frekar en raunverulega praktíska kennslu fyrir verðandi kerfisstjóra, þótt grunnurinn sé vissulega til staðar eftir slíkt nám.
Hvort langar þig að gera, forrita eða system adminast?
System adminast eins og staðan er í dag, því er tölvunarfræðideildin mögulega síðasti valkostur. Þarf maður samt ekki að læra eitthvað meira eftir námskeiðið hjá NTV áður en atvinnuleit hefst? Væri ekki ágætur grunnur að taka það námskeið + stærðfræði í eitt ár, og halda síðan áfram í rafmangs- og tölvuverkfræði?
Varðandi stærðfræðina þá minnir mig að það séu lágmark 24 einingar í stærðfræði og 6 í eðlisfræði. Er í rafmagns- og tölvuverkfræði og get sagt þér að þú verður enginn sysadmin af því. Það eru tveir tölvunarfræðikúrsar, en aðaláherslan er á verkfræðigreinar s.s. stærðfræði og eðlisfræði auk þess að þú lærir að greina og byggja rásir. Simply put þá mætti kalla þetta rafeindatækni með verkfærðiívafi. En engu að síður mjög skemmtilegt nám.
En ef þú ferð þá leið þá minnir mig að það dugi að bæta við ári eftir BS til að klára tölvunarfræði líka.
-
- /dev/null
- Póstar: 1408
- Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
- Reputation: 2
- Staðsetning: 1101101
- Staða: Ótengdur
Re: Varðandi val á námi
KermitTheFrog skrifaði:BrynjarD skrifaði:AntiTrust skrifaði:Það er alveg gríðarlegur munur á kerfisstjórnarbrautinni og tölvunarfræðinámi í háskóla, og skilar þér líklega á alveg sitthvorn vettvanginn. Þú lærir meira inn á tölvuviðgerðir, meiri dýpt í networking og almennum kerfisrekstri hjá NTV t.d.. Ég þekki reyndar ekki mikið til námsins í HÍ, en ef það svipar til HR þá er mikið meiri fókus á forritun og stærðfræði frekar en raunverulega praktíska kennslu fyrir verðandi kerfisstjóra, þótt grunnurinn sé vissulega til staðar eftir slíkt nám.
Hvort langar þig að gera, forrita eða system adminast?
System adminast eins og staðan er í dag, því er tölvunarfræðideildin mögulega síðasti valkostur. Þarf maður samt ekki að læra eitthvað meira eftir námskeiðið hjá NTV áður en atvinnuleit hefst? Væri ekki ágætur grunnur að taka það námskeið + stærðfræði í eitt ár, og halda síðan áfram í rafmangs- og tölvuverkfræði?
Varðandi stærðfræðina þá minnir mig að það séu lágmark 24 einingar í stærðfræði og 6 í eðlisfræði. Er í rafmagns- og tölvuverkfræði og get sagt þér að þú verður enginn sysadmin af því. Það eru tveir tölvunarfræðikúrsar, en aðaláherslan er á verkfræðigreinar s.s. stærðfræði og eðlisfræði auk þess að þú lærir að greina og byggja rásir. Simply put þá mætti kalla þetta rafeindatækni með verkfærðiívafi. En engu að síður mjög skemmtilegt nám.
En ef þú ferð þá leið þá minnir mig að það dugi að bæta við ári eftir BS til að klára tölvunarfræði líka.
Laukrétt. 4 ár samanlagt til að klára þessar tvær gráður.
En í rafmagns- og tölvuverkfræðinni ertu ekki að fá beint það sem nafnið gefur til kynna, mestur hluti námsins snýr mun meira að merkjafræði heldur en praktískri tölvuverkfræði. Tölvuverkfræðin snýst meira að því að hanna lágspennikerfi, vinna með örstýringar og/eða hugbúnaðarþróun og heyrist mér það ekki vera það sem þú ert að leita að.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Re: Varðandi val á námi
Eiiki skrifaði:Laukrétt. 4 ár samanlagt til að klára þessar tvær gráður.
Mögulega off-topic, en ég mæli með að fólk sem sé að spá í að ljúka fleiri en einni gráðu skoði möguleika í upphafi náms, þar sem oft má velja valáfanga í annari gráðunni sem nýtast til seinni gráðunnar.
Einnig má þá skoða með að bæta við auka áfanga/áföngum á "léttari" önnunum og stytta þannig heildartímann sem tekur að ljúka báðum gráðum.
Re: Varðandi val á námi
Þakka kærlega fyrir svörin. Held að NTV verði fyrir valinu, dýrt nám en líklega hægt að vinna með því. Er ekki einhver hér að leita eftir starfskrafti?