RCA inntak --> Mini Jack inntak + RCA úttak


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

RCA inntak --> Mini Jack inntak + RCA úttak

Pósturaf Garri » Sun 26. Jan 2014 14:03

Sælir

Málið er að ég er með vandað hljóðkort, Xonar essence Stx ef ég man rétt heitið á því. Úttakið er deticated left og right RCA (rauður og hvítur)

Nú, þeir fara í magnarann sem er af eldri gerð af 5.1 heimabíó magnara. Málið er að söb-bassa úttakið virkar ekki.

Mig langar í svipaða útfærslu og tækið á myndinni en helst einfaldari, jafnvel bara Y-snúru-tengi. Allavega þannig að ég get pluggað inn í það tveimur kall RCA (úr hljóðkorti) og fengið út female jack (væntanlega mini jack) tengi út fyrir bassabox sem var tengt við tölvu sem og haldið áfram í magnarann, tvo RCA kalla fyrir left og right RCA inntakið.

Hér er um einskonar y-tengi að ræða. Það er, tveir RCA inn og tveir RCA út í magnarann en auka mini jack úttak fyrir bassaboxið.

Sjá þessa heimagerðu mynd:
tengi.png
tengi.png (70.37 KiB) Skoðað 485 sinnum


Það sem mig vantar er eiginlega bara nafn yfir þetta. Ætlaði mér að panta þetta frá DealXtreme sem er frábær síða fyrir svona fikt.

Nenni sem sagt ekki að lóða þetta sjálfur, enda þessar snúrur frekar viðkvæmar með þunnum vír. Hinsvegar gæti þetta svo sem verið til í Íhlutum eða einhverra þessara súper verslana þarna fyrir sunnan.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: RCA inntak --> Mini Jack inntak + RCA úttak

Pósturaf jonsig » Sun 26. Jan 2014 14:13

Geturu ekki reynt að fixa bassabox útganginn ? Held að þú ættir að spjalla við tdog um þetta hérna á spjallinu .




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RCA inntak --> Mini Jack inntak + RCA úttak

Pósturaf Garri » Sun 26. Jan 2014 14:22

Magnarinn heitir Onkyo TX-DS575X. Setti vandaðan digital volt-mælir við úttakið og það var alveg dautt. Stillti að sjálfsögðu magnarann á 5.1 úttak og alveg sama.

Hef ekki hugmynd um hvort styrkurinn á signalinu úr söb-wúfer tenginu aftan á magnara sé af sama styrk og úr hljóðkorti. En þessi söb sem ég er með er með innbyggðan magnara, sem sagt aktive og þarf því aðeins hljóðmerkið fyrir mögnun. Ætlaði að mæla RCA úttakið fyrir söb-wúferinn en fékk enga lesningu en minnir að það hafi staðið pre-out á því.

Allavega virkar söbbinn þegar hann fær hljóðið úr tölvunni..