upg8 skrifaði:AntiTrust, hví myndi hann keyra PHT á tölvunni þegar hann er með AppleTV?
Það eru nokkur flott mod sem er hægt að skoða þar sem fólk hefur tekið fartölvur og smíðað nýjar hýsingar utanum þær.
Margar ástæður. PHT hefur allt framyfir ATV clientinn. Það er ekki fyrir hvaða leikmann sem er í dag að setja upp PlexConnect, eftir að Apple enforcaði SSL. Jú, og hann spyr sjálfur hér fyrr í þræðinum "ætti ég kannski að smíða mér HTPC?". Kosturinn við HTPC er að þar gæti hann farið í all'n'one lausn, og sameinað client og server hlutverk.
Gömul fartölva sem PMS er léleg lausn, alveg sama hvaða kassa þú myndir smíða utanum hana. Vélin sem hann er með rétt slefar í að duga fyrir transkóðing á single straum, þyrfti utanáliggjandi harða diska, bíður uppá litla sem enga stækkunarmöguleika, hitnar meira en HTPC myndi gera.. Glatað dæmi, ef þú spyrð mig.
XBMC hefur vissulega kosti framyfir Plex, þó aðallega ef þú ætlar að vera í single client umhverfi. Ef það er hinsvegar áhugi fyrir því að sjá um safnið þitt í gegnum gott vefviðmót, streyma efninu í nær hvaða platfom sem er, synca stöðu áhorfs á milli tækja eða deila efninu þínu með vinum eða fjölskyldu, þá hefur Plex vinninginn.
Ps. Þú ert að vísa í rúmlega 4 ára gamalt tutorial, og mikið af þessum skrefum eru meira eða minna úreldar.