Sælir
Erum með myndlykil frá símanum (Airties) og höfum verið að lenda í því að þættirnir í tímaflakkinu bara hreinlega frjósa. Stundum lagast þetta af sjálfu sér en yfirleitt neyðist maður til að stoppa og byrja upp á nýtt en þá frýs hann yfirleitt aftur einhversstaðar aftar í þættinum.
Því langaði mig til að spyrja ykkur hvort þetta sé þekktur galli og ef einhverjir hafa lent í þessu, hvernig þið hafið leyst þetta.
kv.
Tímaflakk Símans frýs
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Tímaflakk Símans frýs
Ertu með myndlykilinn tengdan með cat eða powerline? Hvernig router? VDSL eða ADSL? Hvaða bæjarfélag? Hvaða ISP? Hversu margir notendur á neti?
Re: Tímaflakk Símans frýs
Myndlykillinn er tengdur með cat í tg789vn thomson beinirinn. Erum hjá símanum, með ljósleiðara og erum á Akureyri. Ekkert sérstakt stórálag á netinu, mesta lagi 3 notendur hverju sinni, yfirleitt tveir bara og hann frýs nánast alltaf bara, alveg sama hvort maður er að spila á daginn eða seint að kvöldi.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Tímaflakk Símans frýs
Fáðu að skipta AirTies lyklinum út fyrir svartan Sagem, hafa verið að reynast betur á GPON tengingum.