Ráðleggingar varðandi sjónvarpsval


Höfundur
gillirabbi
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fös 12. Apr 2013 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar varðandi sjónvarpsval

Pósturaf gillirabbi » Fös 10. Jan 2014 16:31

Sælir félagar,

Nú er ég í sjónvarpshugleiðingum.
Budgetið er 180þús, ekki verra ef það er undir því, og tækið má ekki vera minna en 40".

Ég veit að margir ykkar aðhyllast NeoPlasma tækin frá Panasonic, en sjálfur vil ég LED tæki - það hentar mér betur í þessu tilfelli.

Hef ekki átt gott sjónvarp heillengi því ég notast aðallega við tölvuskjána mína. Karl faðir minn á 46" Samsung 6 series tæki og fyrir mitt leyti finnst mér það alveg frábært apparat.

Tækið þarf að sjálfsögðu að vera FullHD en þarf ekki að vera 3D, en má það svo sannarlega.
Þarf helst að vera frekar öflugt SmartTV, með WiFi, en Ethernet dugar ef hitt bregst.
Vil að tækið sé útbúið DLNA.
Þarf að vera með USB sem styður öll þau formöt sem við þekkjum og notum.

Er með augastað á nokkrum tækjum:
http://max.is/product/40-hd-led-sjonvarp <-- Svipar til Samsung tækisins sem ég talaði um hér að ofan, er útbúið öllu sem ég óska eftir en er að vísu bara 40"
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsaelt2/Samsung_46-_Smart_LED_sjonvarp_UE46F5305.ecp <-- Töluvert stærra Samsung tæki en ekki jafn öflugt
http://sm.is/product/42-3d-smart-led-sjonvarp-phs-42pfl5038t <-- Líst vel á þetta tæki, mjög flott hönnun, en hvernig er Philips að standa sig í sjónvarpsgeiranum í dag ?
http://sm.is/product/42-lg-edgeled-3d-smarttv <-- Líst líka frekar vel á þetta tæki, treysti alveg á LG
http://ht.is/product/42-fhd-led-sjonvarp-pan-txl42e6y <-- Þetta lúkkar líka vel

Ég geri fastlega ráð fyrir því að tækin eru með misgóð myndgæði, en ég á eftir að fara á staðina og skoða þau með berum augum.
Því biðla ég til ykkar kæru Vaktarar að veita mér ráðleggingar.
Er eitthvað tæki sem ég er að horfa framhjá eða er eitthvað af þessum tækjum ekki að standast nútímakröfur ?

Með fyrirfram þökk,
Gísli



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi sjónvarpsval

Pósturaf svanur08 » Fös 10. Jan 2014 16:41



Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
gillirabbi
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fös 12. Apr 2013 17:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi sjónvarpsval

Pósturaf gillirabbi » Fös 10. Jan 2014 16:49

Af hverju þetta tæki, fram yfir 6400 tækið í Max ?




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi sjónvarpsval

Pósturaf littli-Jake » Fös 10. Jan 2014 17:19

Útúrdúr.
Eru menn aldrei að lenda í neinu veseni með DLNA? Ekkert lagg eða þessháttar? Er þá að miða við 1080i efni


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar varðandi sjónvarpsval

Pósturaf svanur08 » Fös 10. Jan 2014 17:48

gillirabbi skrifaði:Af hverju þetta tæki, fram yfir 6400 tækið í Max ?


Var ekki búinn að kíkja á tækin sem hann póstaði :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR