Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf hakkarin » Lau 04. Jan 2014 02:19

Sælir.

Þessi þráður er mjög persónulegur þar sem að ég er sjálfur öryrki. Ég veit að það er kanski furðulegt að spyrja þessarar spurningu þegar maður er sjálfur öryrki og fær þar að leiðandi bætur, en ég veit að þrátt fyrir mína örorku að þá er ég ekki sá einni sem að á það erfitt í samfélaginu og það eru sumir hlutir við kerfið sem að mér finnst vera soldið furðulegir, þar á meðal þær örykjabætur+tekjur sem að ég er að fá samanborið við fólk sem að er að vinna fulla vinnu á lágmarkslaunum. Ég ætla ekki að útskýra það nákvæmalega af hverju ég er á bótum og hvernig bætur ég er að fá þar sem að það er flókið mál að útskýra það. Hinsvegar ætla ég að bera saman mínar tekjur sem öryrki saman við tekjur láglaunaeinstaklings í fullri vinnu.

Ég fæ 180 þús í bætur á mánuði. Þá vinn ég líka (sagðist aldrei vera 100% öryrki) 3 tíma á dag í láglaunastarfi 5 daga vikunar (ekki helgar, nema kanski bara stundum) og fæ oftast svona sirka 40 þús á mánuði eftir skatt fyrir þá vinnu. Þá held ég (er reyndar ekki 100% viss) að ég hafi leyfi til þess að græða svona sirka 120 þús á mánuði fyrir skatt áður en bætunar fara að skerðast. Þannig að mínar típísku mánaðarlegu tekjur eru svona sirka 220 þús á mánuði. Reyndar fæ ég líka húsaleigubætur upp á 20 þús, en maður þarf ekki að vera öryrki til að fá þær. Semsagt heildartekjur 240 þús með húsaleigubótum.

En á sama tíma, að þá held ég að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu fyrir skatt séu sirka 160 þús kall. Fyrsta skattþrep er 37% og síðan er persónuafsláttur upp á 50 þús. Þannig að lægstu hugsanlegu tekjur fyrir fulla vinnu er sirka 151 þús.

Semsagt:

Það sem að ég fæ fyrir 3 tíma vinnu 5 daga vikunar+bætur: 240 þús
Lægstu laun fyrir fulla vinnu: 151 þús

Þannig að ég er með 61% hærri tekjur heldur en einstaklingur á láglaunum sem að vinnur eins og brjálæðingur allan mánuðinn...

Þrátt fyrir að vera sjálfur notandi af velferðarkerfinu (sem að ég er augljóslega mjög þakklátur fyrir) að þá get ég ekki sagt að mér finnist þetta vera eitthvað voðalega eðlilegt. Það er alltaf verið að tala um það hversu mikið það sé verið að níðast á öryrkjum (og reyndar að þá eru reyndar sumar reglur sem að eru alveg fáránlegar) en ég gat ekki sagt að ég sé eitthvað að kvarta í augnarblikinu :-"

Eru öryrkjabætur of háar samanborið við lágmarkslaun? Og ef þér finnst það hvort finnst þér að ætti frekar að hækka lágmarkslaun eða lækka öryrkjabætur?



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf Sydney » Lau 04. Jan 2014 02:28

Öryrkjabætur eru ekki of háar, lágmarkslaun eru of lág.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

Zorky
spjallið.is
Póstar: 495
Skráði sig: Lau 10. Júl 2004 18:54
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf Zorky » Lau 04. Jan 2014 02:40

Nei lámarkslaun eru sirca 210k öryrkja bætur er lærri en lámarkslaun, of þeir sem eru mestum vandræðum eru þeir sem eru öryrkjar og geta ekki unnið þeir eru að fá 160 útborgað frá ríkinu og hver var lausn ríkistrjórnar við þesu, bæta fleiri vinnu tímum sem maður má vinna, svo er það bara 10% af öryrkjum sem vilja vinna sem fá vinnu, vegna þess þjóðfélagið okkar sér bara veikan einstalking og hafa ekkert umberðlyndi fyrir þeim.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf AntiTrust » Lau 04. Jan 2014 02:59

Síðan 1. febrúar 2013 eru lágmarkslaun 204.000kr, sem gefur 169.000kr eftir skatta, lífeyrissjóðsgjald og greiðslur í stéttarfélag.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf littli-Jake » Lau 04. Jan 2014 03:09

öryrkjabætur eru að mínu mati allavega ekki of háar. Tökum það með í reykninginn að flestir sem eru örygkjar eru með dýran lifjakostnað út af sinni örorku. Mér finst að öryrkjar ættu að fá meiri afslætti af lifjakostnaði sínum. Hinsvegar eru atvinnuleisisbætur í það hæðsta miðað við lámarkslaun. Veit um einkarekinn leikskóla sem þurfti að ráða tvo nýja starfsmenn um síðustu áramót. Það gekk vægast sagt ekki vel. Flestir sem sóttu um höfuð lítinn sem engan áhuga á að fá vinnuna heldur voru þeir í þeirri stöðu að bótatíminn þeirra var að renna út og þurftu því að fá einhverja vinnu til að endurnýja bótaréttinn.
Svo nei mér finst að öryrkjabætur séu ekkert of háar. Hinsvegar væri nú gaman ef formaður öryrkjabandalagsins mundi nú einhvertíman koma í fjölmiðla og vera ánægður með eitthvað. Held að ég hafi aldrei séð viðtal við manninn öðruvísi en að hann sé hundfúll yfir einhverju.

Edit.
Síðan er allt annað mál hvort að sumir sem eru með metna örorku ættu að vera með hana.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

SergioMyth
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Þri 05. Nóv 2013 20:46
Reputation: 0
Staðsetning: Bækistöðvarnar
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf SergioMyth » Lau 04. Jan 2014 03:11

Taka Rússland á þetta og afnema atvinnuleysisbætur, redda fólki einhverju stundar starfi, viðhald fyrir sveitarfélagið eða annað....


Before I do anything I ask myself “Would an idiot do that?” And if the answer is yes, I do not do that thing.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf Viktor » Lau 04. Jan 2014 06:55

Það má deila um það hvort þetta sé of hátt eða lágt, en ég set stórt spurningarmerki við þá aðferð sem er notuð til þess að flokka fólk sem öryrkja. Ég er ansi hræddur um að það séu ótal margir þarna úti sem þiggja bætur sem hafa ekkert með þær að gera, sem er hræðilegt fyrir þá einstaklinga sem virkilega þurfa bætur. Maður hefur séð svona dæmi hér og þar og maður er algerlega miður sín.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf Danni V8 » Lau 04. Jan 2014 09:58

AntiTrust skrifaði:Síðan 1. febrúar 2013 eru lágmarkslaun 204.000kr, sem gefur 169.000kr eftir skatta, lífeyrissjóðsgjald og greiðslur í stéttarfélag.


Er fólk á lágmarkslaunum þá með lægra útborgað en fólk á atvinnuleysisbótum með 100% bótarétt? http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnul ... eysisbota/

Eða er tekinn skattur og lífeyrissjóðsgjald af atvinnuleysisbótum líka?

Ég hef aldrei verið á neinum bótum og þekki engan sem hefur verið það, þannig ég þekki þetta ekki alveg nógu vel, en ef það er í alvörunni raunin að fólk getur fengið meira útborgað fyrir að gera ekkert en að vera í 100% starfi sem það hefur kannski engan áhuga á, þá finnst mér það ekki skrítið að sumt fólk vill vera atvinnulaust áfram :shock:


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf biturk » Lau 04. Jan 2014 12:20

Þegar ég var á bótum 2010 þá borgaði sog ekki að vinna á lágmarkalaunum 8 tíma á dag, munurinn voru einhverjar 8 þús krónur

Það þarg að hækka lágmarkslaun heilan helling


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 04. Jan 2014 13:28

biturk skrifaði:Þegar ég var á bótum 2010 þá borgaði sog ekki að vinna á lágmarkalaunum 8 tíma á dag, munurinn voru einhverjar 8 þús krónur

Það þarg að hækka lágmarkslaun heilan helling


Það þarf allavegana að vera næginlegur hvati til þess að fólk sjái tilganginn í því að mæta í vinnuna, maður myndi sætta sig við lágmarkslaun ef maður væri nookurs konar intern að læra hluti sem gagnast manni á lífsleiðinni. Hins vegar ef maður væri að fá lágmarkslaun í færibandavinnu þá væri erfitt að sjá tilganginn að mæta þegar bætunar eru þetta nálagt lágmarkslaunum.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf hakkarin » Lau 04. Jan 2014 15:38

AntiTrust skrifaði:Síðan 1. febrúar 2013 eru lágmarkslaun 204.000kr, sem gefur 169.000kr eftir skatta, lífeyrissjóðsgjald og greiðslur í stéttarfélag.


Já ok þannig að það er búið að hækka þau? Hélt að þau væru bara 160 þús. Annars er 170 þús eftir skatta samt ekkert voða mikið.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf urban » Lau 04. Jan 2014 16:26

þegar að fólk er að tala um tekjur þá á aldrei að tala um tekjur eftir skatt.

það er alveg grunn regla.
það er ekki upphæðin sem að kemur inná bankabók heldur heildin sem að á að ræða.

og já, bætur eru ekkert of háar, en grunnlaun eru allt of lág


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf Minuz1 » Lau 04. Jan 2014 16:27

SergioMyth skrifaði:Taka Rússland á þetta og afnema atvinnuleysisbætur, redda fólki einhverju stundar starfi, viðhald fyrir sveitarfélagið eða annað....


broken window fallacy.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf ZiRiuS » Lau 04. Jan 2014 17:18

Ég er 75% öryrki (75% er maxið) og vinn 50% og fæ 204þús í laun (fyrir skatt ofc). Með bótum fæ ég í heildartekjur 373þús (282þús eftir skatt). Segjum svo að ég hækki hlutfallið mitt og launin mín yrðu 350þús að þá verða heildartekjurnar mínar með bótunum 413þús (fyrir skatt) en þarna er svo vandamálið, tekjurnar eftir skatt eru þá orðnar 279þús! Svo eftir 350þús þá falla bæturnar niður svo þá geturðu unnið þig upp aftur, en ég þekki ekki marga öryrkja með það háar tekjur...

Svo skerðast hlutir eins og sjúkraþjálfun og þannig útaf tekjum.

Svo er fólk hissa að margir öryrkjar nenni ekki að vinna? Kerfið er ekki beint hvetjandi, þó maður vilji vinna.


(Gögn tekin af reiknivél tr.is http://www.tr.is/reiknhildur/2014_jan/r ... dur_oe.jsp)



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Jan 2014 18:01

Bætur og laun á Íslandi eru of lág, allt of lág.
Einn ágætur vinur minn flutti til landsins frá Svíþjóð fyrir ári síðan, þar var hann með c.a. 500.000 ísk. útborgaðar (en sek. að sjálfsögðu).
Hann er í sambærilegu starfi hérna heima, reyndar þarf hann að skila aðeins fleiri tímum en hér er hann með útborgaðar um 270.000 ísk. (kringum 380 í heildarlaun). Og hér er mund dýrara að lifa. Skil ekkert í honum að flytja heim.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf urban » Lau 04. Jan 2014 18:02

ZiRiuS skrifaði:Ég er 75% öryrki (75% er maxið) og vinn 50% og fæ 204þús í laun (fyrir skatt ofc). Með bótum fæ ég í heildartekjur 373þús (282þús eftir skatt). Segjum svo að ég hækki hlutfallið mitt og launin mín yrðu 350þús að þá verða heildartekjurnar mínar með bótunum 413þús (fyrir skatt) en þarna er svo vandamálið, tekjurnar eftir skatt eru þá orðnar 279þús! Svo eftir 350þús þá falla bæturnar niður svo þá geturðu unnið þig upp aftur, en ég þekki ekki marga öryrkja með það háar tekjur...

Svo skerðast hlutir eins og sjúkraþjálfun og þannig útaf tekjum.

Svo er fólk hissa að margir öryrkjar nenni ekki að vinna? Kerfið er ekki beint hvetjandi, þó maður vilji vinna.


(Gögn tekin af reiknivél tr.is http://www.tr.is/reiknhildur/2014_jan/r ... dur_oe.jsp)


hvernig í ósköpunum geta tekjur eftir skatt minnkað um 3 þúsund ef að tekjur fyrir skatt hækka um 40 þúsund.
það bara einfaldlega meikar ekki sens.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Jan 2014 18:04

urban skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ég er 75% öryrki (75% er maxið) og vinn 50% og fæ 204þús í laun (fyrir skatt ofc). Með bótum fæ ég í heildartekjur 373þús (282þús eftir skatt). Segjum svo að ég hækki hlutfallið mitt og launin mín yrðu 350þús að þá verða heildartekjurnar mínar með bótunum 413þús (fyrir skatt) en þarna er svo vandamálið, tekjurnar eftir skatt eru þá orðnar 279þús! Svo eftir 350þús þá falla bæturnar niður svo þá geturðu unnið þig upp aftur, en ég þekki ekki marga öryrkja með það háar tekjur...

Svo skerðast hlutir eins og sjúkraþjálfun og þannig útaf tekjum.

Svo er fólk hissa að margir öryrkjar nenni ekki að vinna? Kerfið er ekki beint hvetjandi, þó maður vilji vinna.


(Gögn tekin af reiknivél tr.is http://www.tr.is/reiknhildur/2014_jan/r ... dur_oe.jsp)


hvernig í ósköpunum geta tekjur eftir skatt minnkað um 3 þúsund ef að tekjur fyrir skatt hækka um 40 þúsund.
það bara einfaldlega meikar ekki sens.


Skerðingar í bótakerfinu hafa aldrei meikað sens.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf appel » Lau 04. Jan 2014 18:34

Þetta er flókið mál.

Það eiga allir að geta lifað á tekjum sínum ágætis lífi. En það er ekki alltaf staðreyndin. Þetta er réttlætismál fyrir marga, bæði að fá tekjur til að lifa á og svo að enginn annar sé að fá hærri tekjur fyrir minna framlag.


*-*

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf pattzi » Lau 04. Jan 2014 18:40

Ég er með c.a 180-200 þ útborgað og eftir að ég er búin að greiða allt á ég vanalega c.a 40þ krónur eftir til að lifa út mánuðinn og miðað við það að ég vinn frá 7-4 alla virka daga og á föstudögum til 5



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Jan 2014 19:01

appel skrifaði:Þetta er flókið mál.

Það eiga allir að geta lifað á tekjum sínum ágætis lífi. En það er ekki alltaf staðreyndin. Þetta er réttlætismál fyrir marga, bæði að fá tekjur til að lifa á og svo að enginn annar sé að fá hærri tekjur fyrir minna framlag.


Það er skrítið þegar forstjórar eru með 40-60 föld laun undirmanna sinna.
Það eru starfsmennirnir sem skapa verðmætin, ef það er ekki hægt að borga þeim mannsæmandi laun þá er eins gott að loka bara sjoppunni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf urban » Lau 04. Jan 2014 19:24

GuðjónR skrifaði:
urban skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ég er 75% öryrki (75% er maxið) og vinn 50% og fæ 204þús í laun (fyrir skatt ofc). Með bótum fæ ég í heildartekjur 373þús (282þús eftir skatt). Segjum svo að ég hækki hlutfallið mitt og launin mín yrðu 350þús að þá verða heildartekjurnar mínar með bótunum 413þús (fyrir skatt) en þarna er svo vandamálið, tekjurnar eftir skatt eru þá orðnar 279þús! Svo eftir 350þús þá falla bæturnar niður svo þá geturðu unnið þig upp aftur, en ég þekki ekki marga öryrkja með það háar tekjur...

Svo skerðast hlutir eins og sjúkraþjálfun og þannig útaf tekjum.

Svo er fólk hissa að margir öryrkjar nenni ekki að vinna? Kerfið er ekki beint hvetjandi, þó maður vilji vinna.


(Gögn tekin af reiknivél tr.is http://www.tr.is/reiknhildur/2014_jan/r ... dur_oe.jsp)


hvernig í ósköpunum geta tekjur eftir skatt minnkað um 3 þúsund ef að tekjur fyrir skatt hækka um 40 þúsund.
það bara einfaldlega meikar ekki sens.


Skerðingar í bótakerfinu hafa aldrei meikað sens.


skerðingar í bótakerfi í raun eiga ekki að koma þessu við.

Ef að heildartekjur (bætur+laun) hækka um 40 þús.
og þar að leiðandi hækkar skattstofn um 40 þús.
þá bara einfaldlega getur ekki meikað sens að tekjur eftir skatt lækki.

alveg sama hvernig launum og bótum er raðað saman ef að heildartekjur hækka.
Aftur á móti er einn möguleiki á þessu hugsanlega og það er einfaldlega að skattkort er ekki að nýtast rétt, en ég get ekki séð betur en að það sé eini möguleikinn


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf hakkarin » Lau 04. Jan 2014 20:53

GuðjónR skrifaði:Það eru starfsmennirnir sem skapa verðmætin


Finnst þetta samt vera svo mikil einföldun. Það getur hver sem er unnið á kassa í bónus, en getur hver sem er rekið fyrirtæki vel? Er ekki svona einfalt dæmi.



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf rango » Lau 04. Jan 2014 21:06

hakkarin skrifaði:Það getur hver sem er unnið á kassa í bónus


Nema þú þá? :-k
sorry bara warð



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf hakkarin » Lau 04. Jan 2014 21:17

rango skrifaði:
hakkarin skrifaði:Það getur hver sem er unnið á kassa í bónus


Nema þú þá? :-k
sorry bara warð


Allir sem að eru ekki öryrkjar...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru öryrkjabætur of háar? Spurning frá öryrkja

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Jan 2014 21:31

hakkarin skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það eru starfsmennirnir sem skapa verðmætin


Finnst þetta samt vera svo mikil einföldun. Það getur hver sem er unnið á kassa í bónus, en getur hver sem er rekið fyrirtæki vel? Er ekki svona einfalt dæmi.


Auðvitað er þetta einföldun ;)
En það geta ekki allir unnið á kassa í Bónus, ég gæti það aldrei.