Sjónvarp eða skjávarpa?
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 489
- Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Sjónvarp eða skjávarpa?
Nú er ég að færa mig í kjallarann á heimilinu og hef í fyrsta skipti möguleika á að gera eitthvað almennilegt. Þannig er mál með vexti að frá veggnum þar sem rúmið mitt er og að veggnum sem ég vil hafa mynd á eru 3,1m sem þýðir að ég þarf að hafa a.m.k. 40" mynd. Nú er ég að velta því fyrir mér hvað sé betra fyrir peninginn, skjávarpi eða sjónvarp. Þarf ekki að kaupa heimabíókerfi og tjald aukalega með varpanum? Annars er ég spenntastur fyrir 50"+ plasma tæki með einhverskonar "smart" fítus til að spila beint af 3TB NAS flakkaranum eða USB tengi og þá möguleika á að spila .mkv files. Er búinn að skoða þetta smá og rakst á 51" Samsung plasma. Er eitthvað fleira sem þið þurfið að vita? Öll hjálp væri vel þegin!
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Það er fátt sem slær út góðan skjávarpa, ef aðstæður eru góðar (lýsing etc.). Þeir eru bara svo ópraktískir samt sem áður. Ég hef átt tvo skjávarpa í gegnum tíðina og var með þá inn í stofu hjá mér. Var alltaf líka með sjónvarpstæki í svona venjulegt áhorf og þegar of bjart var úti. Ég tímdi ekki perunni í normal TV gláp.
Á endanum seldi ég varpann og fékk mér almennilegt stórt LED sjónvarp og sé í raun ekkert eftir því. Ef ég eignast einhverntíman húsnæði með kjallara eða álíka þar sem hægt væri að setja upp dedicated heimabíóherbergi (helst gluggalaust) þá hugsa ég að ég færi fljótlega aftur í skjávarpa-setup.
Á endanum seldi ég varpann og fékk mér almennilegt stórt LED sjónvarp og sé í raun ekkert eftir því. Ef ég eignast einhverntíman húsnæði með kjallara eða álíka þar sem hægt væri að setja upp dedicated heimabíóherbergi (helst gluggalaust) þá hugsa ég að ég færi fljótlega aftur í skjávarpa-setup.
-
- Kóngur
- Póstar: 6383
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 461
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Tengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Thetta samsung taeki er alger snilld. Er med fyrri gerdina og thad er ad gera undur og stormerki.
Mitt er reyndar 3d og hondlar full hd 3d streymi fra tolvunni mjog vel.
Mitt er reyndar 3d og hondlar full hd 3d streymi fra tolvunni mjog vel.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
hagur skrifaði:Það er fátt sem slær út góðan skjávarpa, ef aðstæður eru góðar (lýsing etc.). Þeir eru bara svo ópraktískir samt sem áður. Ég hef átt tvo skjávarpa í gegnum tíðina og var með þá inn í stofu hjá mér. Var alltaf líka með sjónvarpstæki í svona venjulegt áhorf og þegar of bjart var úti. Ég tímdi ekki perunni í normal TV gláp.
Á endanum seldi ég varpann og fékk mér almennilegt stórt LED sjónvarp og sé í raun ekkert eftir því. Ef ég eignast einhverntíman húsnæði með kjallara eða álíka þar sem hægt væri að setja upp dedicated heimabíóherbergi (helst gluggalaust) þá hugsa ég að ég færi fljótlega aftur í skjávarpa-setup.
Sammála..
Er einmitt með deticated kjallara-herbergi næstum alveg gluggalaust um 17fm sem hefur alltaf hentað fyrir svona græju. Er með 42" sjónvarp uppi við steríó græjurnar en HD skjávarpa niðri með heimabíó. Þrátt fyrir að hafa verið með þetta svona í tvo mánuði, þá er skjávarpinn ennþá lang-vinsælastur. Kominn með um 200 tíma á peruna síðan ég keypti, samt horfum við yfirhöfuð ekki mikið á sjónvarp.
Enn sem komið er þá er sjónvarpið uppi meira notað til að fylgjast með hvort eitthvað sé þess virði að horfa á.. en vissulega hafa menn mismunandi smekk á þessu eins og öðru.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 489
- Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
hagur skrifaði:Það er fátt sem slær út góðan skjávarpa, ef aðstæður eru góðar (lýsing etc.). Þeir eru bara svo ópraktískir samt sem áður. Ég hef átt tvo skjávarpa í gegnum tíðina og var með þá inn í stofu hjá mér. Var alltaf líka með sjónvarpstæki í svona venjulegt áhorf og þegar of bjart var úti. Ég tímdi ekki perunni í normal TV gláp.
Á endanum seldi ég varpann og fékk mér almennilegt stórt LED sjónvarp og sé í raun ekkert eftir því. Ef ég eignast einhverntíman húsnæði með kjallara eða álíka þar sem hægt væri að setja upp dedicated heimabíóherbergi (helst gluggalaust) þá hugsa ég að ég færi fljótlega aftur í skjávarpa-setup.
Aðstæðurnar fyrir skjávarpa eru klárlega til staðar en þarf ég ekki að leggja út ansi mikið af $$$ til að hafa þetta almennilegt?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Þú þarft auðvitað varpann, eitthvað afspilunartæki, hátalara og magnara. Tjald þarftu ekki. Hvítur veggur skilar ótrúlega góðri mynd.
Þetta er nokkur hundruð þúsund ... Heimabíómagnari með HDMI, 50þús +, 5.1 hátalarasett, annar 50þús kall, almennilegur HD varpi, 200-250 þús kall.
Getur auðvitað sloppið með minna samt.
Þetta er nokkur hundruð þúsund ... Heimabíómagnari með HDMI, 50þús +, 5.1 hátalarasett, annar 50þús kall, almennilegur HD varpi, 200-250 þús kall.
Getur auðvitað sloppið með minna samt.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
KermitTheFrog skrifaði:Skjávarpi og soundbar?
IMHO frekar half-arsed lausn. Eyða pening og plássi í cinema-like upplifun en sætta sig svo við e-ð virtual surround.. Gæti ekki ímyndað mér annað en proper surround kerfi fyrir upplifunina.
En annars tek ég undir það sem hagur segir. Það slær ekkert góðum varpa við, en ég endaði með að sætta mig við TV only lausn í bili, þar til ég hef fé til að spreða í varpa til viðbótar. Var með varpa en ekkert TV og maður var oft óþarflega sparsamur á glápið, afþví að maður týmdi ekki perunni í þetta background noise TV áhorf sem er svo oft þægilegt.
-
- Geek
- Póstar: 834
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
hvað hefurðu pláss fyrir stóra mynd á veggnum?
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 489
- Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Hrotti skrifaði:hvað hefurðu pláss fyrir stóra mynd á veggnum?
Mjög stóra, er ekki buinn að mæla það nákvæmlega en þetta er basicly stór hvítur veggur beint á móti rúminu.
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Ein spurning varðandi perur í skjávarpa ef einhver veit. Ætti það ekki að vera í lagi að nota skjávarpan þangað til peran deyr? Þó svo áætlaður endingartími sé löngu liðin. Gæti það haft einhver slæm áhrif á skjávarpan?
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Ef að peran springur og skemmir varpann (innan áætlaðs endingartíma) þá getur þú fengið skemmdirnar bættar frá framleiðanda perunnar, annars ekki. Þannig er þetta amk. með dýra kvikmyndahúsavarpa.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Peran í minn kostar hérlendis um 50k
Keypti Osram peru (Philips og Osram eru tveir stærstu og umleið, bestu framleiðendur svona pera) á $140 Hingað komin um 25k með öllu. Á hana til vara ef hin fer fyrir tímann sinn..
Er enn að keyra á gömlu perunni sem fylgdi með og er farin að tifa rétt yfir 3k klukkustundum, en lokamarkið er um 5k skilst mér.
5.000klst á 25.000kr gerir um 5kr klukkustundin, sem er bara djók.
Varpinn kostaði mig 50k, tjaldið lítið notað á 10k (vandað Da-Lite 220cm á breidd)
Ekki spurning að þetta dæmi er margfalt ódýrara en að kaupa nýlegt sjónvarp á 4-500k sem hrynur í verði um einhver 100k á ári.
Keypti Osram peru (Philips og Osram eru tveir stærstu og umleið, bestu framleiðendur svona pera) á $140 Hingað komin um 25k með öllu. Á hana til vara ef hin fer fyrir tímann sinn..
Er enn að keyra á gömlu perunni sem fylgdi með og er farin að tifa rétt yfir 3k klukkustundum, en lokamarkið er um 5k skilst mér.
5.000klst á 25.000kr gerir um 5kr klukkustundin, sem er bara djók.
Varpinn kostaði mig 50k, tjaldið lítið notað á 10k (vandað Da-Lite 220cm á breidd)
Ekki spurning að þetta dæmi er margfalt ódýrara en að kaupa nýlegt sjónvarp á 4-500k sem hrynur í verði um einhver 100k á ári.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Garri skrifaði:Peran í minn kostar hérlendis um 50k
Keypti Osram peru (Philips og Osram eru tveir stærstu og umleið, bestu framleiðendur svona pera) á $140 Hingað komin um 25k með öllu. Á hana til vara ef hin fer fyrir tímann sinn..
Er enn að keyra á gömlu perunni sem fylgdi með og er farin að tifa rétt yfir 3k klukkustundum, en lokamarkið er um 5k skilst mér.
5.000klst á 25.000kr gerir um 5kr klukkustundin, sem er bara djók.
Varpinn kostaði mig 50k, tjaldið lítið notað á 10k (vandað Da-Lite 220cm á breidd)
Ekki spurning að þetta dæmi er margfalt ódýrara en að kaupa nýlegt sjónvarp á 4-500k sem hrynur í verði um einhver 100k á ári.
Hvar fekkstu góðan heimabíóvarpa á 50k ?
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp eða skjávarpa?
Ja.. góðan og ekki góðan. Keypti hann notaðann.
Fyrir mig er þessi meir en nógu góður. Hann heitir Epson 705HD Home Entertainment Projector. Hann er native 1280x800 og ræður þess vegna við HD myndir í 720 en ræður ekki við 1080 formatið.
Fyrir mig er það nógu gott enda allt efni sem ég fæ meir og minna í SD eða standard definition (480) á bæði við sjónvarpið sem ég neyðist til að taka við með loftneti sem og gervihnöttinn sem ég tek í gegnum 80cm disk.
Edit: Reyndar á hann að ráða við 1080i módið (1080 interliced) líka, sbr. "Video Formats: 480i, 480p, 720p, 1080i" tekið af síðunni hér fyrir neðan.
Á slatta af myndum inn á HTPC en flest af því er SD og það sem er í HD, er í 720.
Svo.. næstu árin mun þessi varpi duga mér og meir en vel það. Er með hann í um 100" og um 3.5metra fjarlægð sem gefur virkilega góðan bíómyndafíling.
Hér er review um þennan varpa. http://www.projectorcentral.com/epson_7 ... eviews.htm
Hér eru lokaorðin:
Þegar ég uppfæri næst þá mun ég fara í 1080 og þá jafnvel í BenQ sem eru að koma sterkir inn á þennan markað.
Helsti ókostur við svona græju er hljóðið í viftunni. Er með hann á ECO móde sem er mikið meir en nógu bjart þar sem herbergið er málað dökk-blátt og þar að auki, svo gott sem gluggalaust. Minnir að hann sé um 29db sem er í lagi þegar mikið er að gerast á tjaldinu en minnir á sig þegar lítið sem ekkert heyrist frá mynd.
Fyrir mig er þessi meir en nógu góður. Hann heitir Epson 705HD Home Entertainment Projector. Hann er native 1280x800 og ræður þess vegna við HD myndir í 720 en ræður ekki við 1080 formatið.
Fyrir mig er það nógu gott enda allt efni sem ég fæ meir og minna í SD eða standard definition (480) á bæði við sjónvarpið sem ég neyðist til að taka við með loftneti sem og gervihnöttinn sem ég tek í gegnum 80cm disk.
Edit: Reyndar á hann að ráða við 1080i módið (1080 interliced) líka, sbr. "Video Formats: 480i, 480p, 720p, 1080i" tekið af síðunni hér fyrir neðan.
Á slatta af myndum inn á HTPC en flest af því er SD og það sem er í HD, er í 720.
Svo.. næstu árin mun þessi varpi duga mér og meir en vel það. Er með hann í um 100" og um 3.5metra fjarlægð sem gefur virkilega góðan bíómyndafíling.
Hér er review um þennan varpa. http://www.projectorcentral.com/epson_7 ... eviews.htm
Hér eru lokaorðin:
Contrast. From the specifications, the Home Cinema 705HD looks like just another portable WXGA projector - nothing special. This is incorrect. The Home Cinema 705HD is much higher in contrast than typical presentation models, making its image appear more three-dimensional and vivid than typical data projectors. The Home Cinema 705HD also has an auto-iris, which helps to improve black levels in scenes which are mostly black. When used beside a typical LCD presentation projector, there is no contest--the Home Cinema 705HD blows it away.
Þegar ég uppfæri næst þá mun ég fara í 1080 og þá jafnvel í BenQ sem eru að koma sterkir inn á þennan markað.
Helsti ókostur við svona græju er hljóðið í viftunni. Er með hann á ECO móde sem er mikið meir en nógu bjart þar sem herbergið er málað dökk-blátt og þar að auki, svo gott sem gluggalaust. Minnir að hann sé um 29db sem er í lagi þegar mikið er að gerast á tjaldinu en minnir á sig þegar lítið sem ekkert heyrist frá mynd.