Okur myndlyklar

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Okur myndlyklar

Pósturaf jonsig » Þri 17. Des 2013 19:38

Hvað er málið með að háskerpu myndlykill kosti 1280kr á mánuði / 15360kr á ári góðan daginn ? Ég get ekki ímyndað mér að leigan sé eitthvað mikið lægri en hjá hringdu !

Er massívur munur á þessum hd myndlyklum og þessum "venjulegu"? Má ég ekki kaupa mér sjálfur svona apparat ?


http://hringdu.is/internet/ljosleidari og flipi sjónvarp



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf GrimurD » Þri 17. Des 2013 19:42

Nei getur ekki keypt þér þinn eigin vegna þess að það er sérsmíðaður hugbúnaður á þessum lyklum og þeir eru ekki að fara að láta það á lykla sem þeir eiga ekki.

Munurinn er sá að þessi sem er á 1280kr er í háskerpu og hann er með tímaflakk. Ef þér er sama um hvorugtveggja þá færðu þér bara minni myndlykilinn sem er á 790kr á mánuði.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf appel » Þri 17. Des 2013 19:43

Þú getur alveg keypt þér myndlykil, en hann bara gerir ekki neitt fyrir þig, bara heiladautt box.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16541
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2126
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf GuðjónR » Þri 17. Des 2013 21:03

jonsig skrifaði:Hvað er málið með að háskerpu myndlykill kosti 1280kr á mánuði / 15360kr á ári góðan daginn ? Ég get ekki ímyndað mér að leigan sé eitthvað mikið lægri en hjá hringdu !

Er massívur munur á þessum hd myndlyklum og þessum "venjulegu"? Má ég ekki kaupa mér sjálfur svona apparat ?


http://hringdu.is/internet/ljosleidari og flipi sjónvarp


Þú ert ekki að borga fyrir "myndlykilinn" per se, heldur í raun þjónustuna á bak við hann.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf appel » Þri 17. Des 2013 21:14

btw. 1280 kr. er einsog einn hamborgari. Sumum þykir ekkert tiltökumál að slubba í sig einum slíkum :) 1280 kr. er einsog ódýrasti t-shirt sem þú finnur í kolaportinu. 1280 kr. eru einsog 3 sundferðir. Mér finnst þetta ódýrt. Bara útaf því að þetta kostar ekki minna en netflix þá þýðir það ekki að þetta sé mjög dýr þjónusta miðað við margt margt annað.

Ég veit ekki alveg hvað þú vilt að þetta kosti, en það er ljóst, einsog Guðjón segir, það kostar að veita svona þjónustu. Það þarf marga netþjóna, bandvídd, þjónustuver, tengingar við sjónvarpsstöðvarnar, kóðunargræjur, netgræjur, streymiþjóna, upptökuþjóna, hugbúnaðarþróun fyrir myndlyklana, viðmótsþróun, búa til nýjar þjónustur og læti. Það er mikið apparat og margir starfsmenn á bakvið svona. Nei, þú ert ekki að borga bara fyrir myndlykilinn, heldur þjónustuna og það sem kostar að halda uppi svona þjónustu.


*-*


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf biturk » Mið 18. Des 2013 01:00

Þetta er ekki mikið gjald fynnst mér en appel

Gætiru lagað tímaflakkið, það er býsna oft sem að þættir eru lang langt eftir að maður ýtir à play eða byrjar í miðjum þætti

Stundum byrjar það í miðjum þættinum sem var á undan :o


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf appel » Mið 18. Des 2013 01:06

biturk skrifaði:Þetta er ekki mikið gjald fynnst mér en appel

Gætiru lagað tímaflakkið, það er býsna oft sem að þættir eru lang langt eftir að maður ýtir à play eða byrjar í miðjum þætti

Stundum byrjar það í miðjum þættinum sem var á undan :o


Tímaflakkið spilar bara miðað við þann tíma sem stöðvarnar gefa upp. Stöðvarnar verða að fara virða uppgefinn útsendingartíma. Það er ekki hægt að hafa mannskap í því að leiðrétta þetta fyrir þær.


*-*


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf Gislinn » Mið 18. Des 2013 01:14

appel skrifaði:Tímaflakkið spilar bara miðað við þann tíma sem stöðvarnar gefa upp. Stöðvarnar verða að fara virða uppgefinn útsendingartíma. Það er ekki hægt að hafa mannskap í því að leiðrétta þetta fyrir þær.


Svo sammála þessu. =D> Finnst þessir myndlyklar svo sem ekkert svakalega dýrir en væri alveg til í að geta keypt sambærilega þjónustu fyrir HTPC (hvort sem það væri software eða eitthvað hardware dæmi), þá gæti ég verið með eina fjarstýringu fyrir allt draslið. \:D/

Þó skil ég ekki afhverju þetta tímaflakk leyfir ekki að velja nokkra samliggjandi þætti og spila þá alla í röð (playlist í tímaflakkinu), t.d. ef mig langar að horfa á fréttir og veður (eða jafnvel fréttir, veður, íþróttir og kastljós) að ég geti valið bæði/röðina, sett á play og það bara spilar allt í röð. \:D/ Ef einhver veit hvort þetta er hægt væri ég alveg til í að vita hvernig þetta er gert. :guy </offtopic>


common sense is not so common.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf appel » Mið 18. Des 2013 01:25

Gislinn skrifaði:
appel skrifaði:Tímaflakkið spilar bara miðað við þann tíma sem stöðvarnar gefa upp. Stöðvarnar verða að fara virða uppgefinn útsendingartíma. Það er ekki hægt að hafa mannskap í því að leiðrétta þetta fyrir þær.


Svo sammála þessu. =D> Finnt þessir myndlyklar svo sem ekkert svakalega dýrir en væri alveg til í að geta keypt sambærilega þjónustu fyrir HTPC (hvort sem það væri software eða eitthvað hardware dæmi), þá gæti ég verið með eina fjarstýringu fyrir allt draslið. \:D/

Þó skil ég ekki afhverju þetta tímaflakk leyfir ekki að velja nokkra samliggjandi þætti og spila þá alla í röð (playlist í tímaflakkinu), t.d. ef mig langar að horfa á fréttir og veður (eða jafnvel fréttir, veður, íþróttir og kastljós) að ég geti valið bæði/röðina, sett á play og það bara spilar allt í röð. \:D/ Ef einhver veit hvort þetta er hægt væri ég alveg til í að vita hvernig þetta er gert. :guy </offtopic>


Fjarstýringin, sem er bara með örvahnöppum og OK hnapp auk annarra, takmarkar hve flókna virkni og möguleika þú getur boðið upp á svo nothæft sé. Að búa til playlista og hvaðeina er MJÖG MJÖG advanced virkni sem gagnast fáum.


*-*

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6383
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 461
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf worghal » Mið 18. Des 2013 01:35

appel skrifaði:
Gislinn skrifaði:
appel skrifaði:Tímaflakkið spilar bara miðað við þann tíma sem stöðvarnar gefa upp. Stöðvarnar verða að fara virða uppgefinn útsendingartíma. Það er ekki hægt að hafa mannskap í því að leiðrétta þetta fyrir þær.


Svo sammála þessu. =D> Finnt þessir myndlyklar svo sem ekkert svakalega dýrir en væri alveg til í að geta keypt sambærilega þjónustu fyrir HTPC (hvort sem það væri software eða eitthvað hardware dæmi), þá gæti ég verið með eina fjarstýringu fyrir allt draslið. \:D/

Þó skil ég ekki afhverju þetta tímaflakk leyfir ekki að velja nokkra samliggjandi þætti og spila þá alla í röð (playlist í tímaflakkinu), t.d. ef mig langar að horfa á fréttir og veður (eða jafnvel fréttir, veður, íþróttir og kastljós) að ég geti valið bæði/röðina, sett á play og það bara spilar allt í röð. \:D/ Ef einhver veit hvort þetta er hægt væri ég alveg til í að vita hvernig þetta er gert. :guy </offtopic>


Fjarstýringin, sem er bara með örvahnöppum og OK hnapp auk annarra, takmarkar hve flókna virkni og möguleika þú getur boðið upp á svo nothæft sé. Að búa til playlista og hvaðeina er MJÖG MJÖG advanced virkni sem gagnast fáum.

rauðu, grænu, bláu og gulu takkarnir. eru þeir ekki á öllum fjarstýringum og eru fyrir einhverskonar function.
er ekki hægt að gera eitthvað með þá?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf appel » Mið 18. Des 2013 01:54

worghal skrifaði:
appel skrifaði:
Gislinn skrifaði:
appel skrifaði:Tímaflakkið spilar bara miðað við þann tíma sem stöðvarnar gefa upp. Stöðvarnar verða að fara virða uppgefinn útsendingartíma. Það er ekki hægt að hafa mannskap í því að leiðrétta þetta fyrir þær.


Svo sammála þessu. =D> Finnt þessir myndlyklar svo sem ekkert svakalega dýrir en væri alveg til í að geta keypt sambærilega þjónustu fyrir HTPC (hvort sem það væri software eða eitthvað hardware dæmi), þá gæti ég verið með eina fjarstýringu fyrir allt draslið. \:D/

Þó skil ég ekki afhverju þetta tímaflakk leyfir ekki að velja nokkra samliggjandi þætti og spila þá alla í röð (playlist í tímaflakkinu), t.d. ef mig langar að horfa á fréttir og veður (eða jafnvel fréttir, veður, íþróttir og kastljós) að ég geti valið bæði/röðina, sett á play og það bara spilar allt í röð. \:D/ Ef einhver veit hvort þetta er hægt væri ég alveg til í að vita hvernig þetta er gert. :guy </offtopic>


Fjarstýringin, sem er bara með örvahnöppum og OK hnapp auk annarra, takmarkar hve flókna virkni og möguleika þú getur boðið upp á svo nothæft sé. Að búa til playlista og hvaðeina er MJÖG MJÖG advanced virkni sem gagnast fáum.

rauðu, grænu, bláu og gulu takkarnir. eru þeir ekki á öllum fjarstýringum og eru fyrir einhverskonar function.
er ekki hægt að gera eitthvað með þá?


Lituðu hnapparnir eru held ég teletext hnappar að uppruna.


*-*

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf upg8 » Mið 18. Des 2013 01:55



Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf bigggan » Mið 18. Des 2013 03:21

ef þu færð þer þetta rafkort fra þjonustuveitan. þa held eg þu getur stungið það i þinu eigin myndlykill. eins og það var aður.

mun það virka?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf einarth » Mið 18. Des 2013 08:26

Hef akkúrat verið að spá í þessu með tímaflakk og útsendingartíma sjónvarpsstöðvanna.

Það hlýtur að vera til einhver tækni þannig að stöðvarnar geti sent eitthvað signal í byrjun á þætti sem upptökugræjur geta skynjað og byrjað að taka upp á réttum tíma.

Ég man eftir að svona tækni var í notkun í einhvern tíma á broadcast þar sem talnakóðar voru við hvern dagsrkárlið og þú gast stillt videotæki til að taka upp viðkomandi þátt óháð því hvenær hann byrjaði nákvæmlega.

Allavegana ef þetta er ekki þegar til þá þyrfti að þróa þetta..

Kv, Einar.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf CendenZ » Mið 18. Des 2013 09:18

einarth skrifaði:Hef akkúrat verið að spá í þessu með tímaflakk og útsendingartíma sjónvarpsstöðvanna.

Það hlýtur að vera til einhver tækni þannig að stöðvarnar geti sent eitthvað signal í byrjun á þætti sem upptökugræjur geta skynjað og byrjað að taka upp á réttum tíma.

Ég man eftir að svona tækni var í notkun í einhvern tíma á broadcast þar sem talnakóðar voru við hvern dagsrkárlið og þú gast stillt videotæki til að taka upp viðkomandi þátt óháð því hvenær hann byrjaði nákvæmlega.

Allavegana ef þetta er ekki þegar til þá þyrfti að þróa þetta..

Kv, Einar.



Cost benefit ?

Miklu ódýrara að notast bara við hluti eins og VOD í þessu tilfelli, stream eða download sbr. sky.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf tlord » Mið 18. Des 2013 14:37

Síminn þarf að fara að koma með góða uppfærslu á viðmótið og virknina í myndlyklunum.

Þatta var sæmilegt sem fyrsta útgáfa...

það þarf td að vera mögulegt að setja upp eigin röð á stöðvum

fjarstýringin er of erfið, liggur við að það sé sér takki fyrir hverja virkni

Það má líka endurbæta tímaflakkið

edit: það vanta fullt af stillingarmöguleikum:

td er soldið tímatæpt að slá inn rásanúmer

vantar að stilla screensaver í útvarpi
flókið að fara í útvarp
textavarpið er hundlélegt



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf upg8 » Mið 18. Des 2013 16:38

einarth skrifaði:Hef akkúrat verið að spá í þessu með tímaflakk og útsendingartíma sjónvarpsstöðvanna.

Það hlýtur að vera til einhver tækni þannig að stöðvarnar geti sent eitthvað signal í byrjun á þætti sem upptökugræjur geta skynjað og byrjað að taka upp á réttum tíma.

Ég man eftir að svona tækni var í notkun í einhvern tíma á broadcast þar sem talnakóðar voru við hvern dagsrkárlið og þú gast stillt videotæki til að taka upp viðkomandi þátt óháð því hvenær hann byrjaði nákvæmlega.

Allavegana ef þetta er ekki þegar til þá þyrfti að þróa þetta..

Kv, Einar.

Þetta er allt innbyggt í Windows Media Center og verið í boði í mörg ár. Skiptir sjálfkrafa um stöðvar og breytir upptökutíma ef dagskrárliðum seinkar eða eru færðir til. Getur líka látið tölvuna stjórna afruglaranum í gegnum þetta með IR-repeater.

Getur líka verið með fleiri móttakara og tekið upp af fleiri en einni stöð í einu...


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf Moldvarpan » Mið 18. Des 2013 19:23

Cry me a river.....


Er almennt mjög ánægður með myndlykla símans. Þetta gjald fyrir afnot af myndlyklinum eru hófleg. Þetta viðmót er ásættanlegt. Tímaflakkið er yndislegt.
Mun stabílli þjónusta en hjá Vodafone, er að svara fyrir ákveðið fyrirtæki sem þjónustar bæði myndlykla símans og vodafone.

Mér finnst hinsvegar appið mega fara að fá fleirri rásir, ef það gerist ekki fljótlega þá fer það út úr símanum á næstunni.

Og kostnaðurinn við að vera með erlendu "frí" stöðvarnar, er subbulega hár ( þótt það komi símanum ekkert við ). Bæði Skjárinn og Stöð 2 Fjölvarp, bjóða svipaða pakka, og stærsti pakkinn af þessum frí rásum er á ca 6.000kr.
Það þykir MÉR rán um hábjartan dag.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf jonsig » Fim 19. Des 2013 15:45

Mér finnst alveg nóg að heimili mitt borgar 34þús + á ári fyrir að horfa á fréttir ruv og ekki ábætandi að 15k bætist við



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf Moldvarpan » Fim 19. Des 2013 15:50

Þá ferðu bara aftur að nota greiðuna uppá þaki. Vandamálið leyst. (ef þið eruð aðeins að sækjast eftir fréttum á rúv)

Enginn sem segir að þú ÞURFIR að vera með myndlykil hjá símanum/vodafone.




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf Vaski » Fim 19. Des 2013 16:02

En afhverju virkar HDMI-CEC ekki með þessum myndlyklum? Mér tekst að notast við eina fjarstýringu með sjónvarpinu og xbmc en þarf alltaf að leita að fjarstýringunni fyrir myndlyklinum, helvíti leiðinlegt en hugsanlega fyrstaheims vandmál :)




verba
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 16:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf verba » Fös 20. Des 2013 16:23

Hvort er það Vodafone eða Rúv að kenna þegar þættir sem eru auglýstir að munu koma á VOD, annaðhvort koma ekki inn á frelsið eða koma seint? Annars frábært að borga fyrir hræðilega þjónusutu.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Des 2013 16:26

verba skrifaði:Hvort er það Vodafone eða Rúv að kenna þegar þættir sem eru auglýstir að munu koma á VOD, annaðhvort koma ekki inn á frelsið eða koma seint? Annars frábært að borga fyrir hræðilega þjónusutu.


Getur verið hvorutveggja. RÚV ekki að setja efnið inn á miðlægt svæði á réttum tíma, eða efnisveitan að klikka að sækja og setja það inn. Engin leið að vita hvort er sem viðskiptavinur.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf urban » Fös 20. Des 2013 19:52

GuðjónR skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvað er málið með að háskerpu myndlykill kosti 1280kr á mánuði / 15360kr á ári góðan daginn ? Ég get ekki ímyndað mér að leigan sé eitthvað mikið lægri en hjá hringdu !

Er massívur munur á þessum hd myndlyklum og þessum "venjulegu"? Má ég ekki kaupa mér sjálfur svona apparat ?


http://hringdu.is/internet/ljosleidari og flipi sjónvarp


Þú ert ekki að borga fyrir "myndlykilinn" per se, heldur í raun þjónustuna á bak við hann.


Þjónustan á bakvið myndlykilinn er að veita mér aðgang að sjónvarpsefni.
ég þarf að borga fyrir sjónvarpsefnið óhemju fé eða mér finnst mjög mikið að borga fleiri þúsundir á mánuði fyrir rásir sem að flestar eru ýmist óáhorfanlegar eða einfaldlega frírásir

Leiga á myndlykli ætti að sjálfsögðu að vera innifalin í áskriftargjaldi, sér í lagi þar sem að það er ekki í boði að nota sinn eigin.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Okur myndlyklar

Pósturaf appel » Fös 20. Des 2013 21:01

urban skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvað er málið með að háskerpu myndlykill kosti 1280kr á mánuði / 15360kr á ári góðan daginn ? Ég get ekki ímyndað mér að leigan sé eitthvað mikið lægri en hjá hringdu !

Er massívur munur á þessum hd myndlyklum og þessum "venjulegu"? Má ég ekki kaupa mér sjálfur svona apparat ?


http://hringdu.is/internet/ljosleidari og flipi sjónvarp


Þú ert ekki að borga fyrir "myndlykilinn" per se, heldur í raun þjónustuna á bak við hann.


Þjónustan á bakvið myndlykilinn er að veita mér aðgang að sjónvarpsefni.
ég þarf að borga fyrir sjónvarpsefnið óhemju fé eða mér finnst mjög mikið að borga fleiri þúsundir á mánuði fyrir rásir sem að flestar eru ýmist óáhorfanlegar eða einfaldlega frírásir

Leiga á myndlykli ætti að sjálfsögðu að vera innifalin í áskriftargjaldi, sér í lagi þar sem að það er ekki í boði að nota sinn eigin.


Í áskriftargjaldi hverrar stöðvar?


*-*